Vertu memm

Frétt

Kokkur fyrir okkur? – Saffran leitar að yfirkokki

Birting:

þann

Saffran - Auglýsing

  • Gleðipinnar leggja höfuðáherslu á gæði matar og þjónustu, vöruþróun og spennandi nýjungar.
  • Saffran staðirnir orðnir tveir í stað fjögurra. Áherslan á ást og stöðugleika.

Saffran leitar að metnaðarfullum yfirkokki

Saffran var opnaður árið 2009 og hefur síðan þá notið stöðugra vinsælda hjá þeim sem kjósa heilsusamlegan, framandi og safaríkan mat. Frá því að Gleðipinnar tóku við rekstrinum hefur verið ráðist í spennandi vöruþróun í samstarfi við meistarakokkana Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson. Sú vöruþróun stendur enn yfir og nú leitar Saffran að nýjum yfirkokki sem kemur til með að leiða áframhaldandi gæðaumbætur og tryggja ferskleika og stöðugleika á Saffran stöðunum tveimur.

Saffran staðirnir orðnir tveir í stað fjögurra

Upprunalegi Saffran staðurinn var opnaður í Glæsibæ árið 2009 og sló hann samstundis í gegn. Á næstu árum fjölgaði Saffran stöðunum í fjóra en nú eru þeir orðnir tveir, á Dalvegi og í Glæsibæ.

„Það hefur margt breyst á veitingamarkaði á síðustu misserum. Við höfum fækkað Saffran stöðunum úr fjórum í tvo og lítum á það sem mikið tækifæri. Tækifærið felst í því að það er auðveldara að halda fókus og stöðugleika og að gera gott en betra. Þetta snýst ekki um að reka sem flesta staði, heldur um að allir staðirnir séu 100% þegar kemur að gæðum matar og þjónustu“,

segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Spennandi tímar framundan

Saffran hefur sett á matseðil nýja og spennandi rétti undanfarið sem eru afrakstur vöruþróunarvinnu sem þeir Viktor Örn og Hinrik Lárusson hafa leitt.

„Samstarfið við Hinrik og Viktor hefur verið frábært. Þeir eru miklir meistarakokkar og snillingar. En þeir eru afar uppteknir menn, bæði með veisluþjónustuna og nýju Sælkerabúðina á Bitruhálsinum. Þess vegna erum við að leita að yfirkokki til þess að taka við keflinu og klára verkefnið“

, bætir Jóhannes við.

Hefur þú áhuga á að verða yfirkokkur á Saffran? Kynntu þér málið á vefsíðu Gleðipinna, www.gledipinnar.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Frétt

Grátandi starfsfólki hótela og veitingastaða veitt áfallahjálp eftir þurftafreka Íslendinga

Birting:

þann

Grátandi

„Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem hefur komið hvað harðast út úr Covid-19 faraldrinum. Ýmis teikn eru á lofti um að viðspyrna ferðaþjónustunnar geti hafist fyrir alvöru um mitt sumar ef áætlanir um bólusetningar ganga eftir.

Sú kynning sem Húsavík hefur aflað ferðaþjónustunni í gegnum Óskarsævintýrið verðu eflaust eins og eldflaugareldsneyti á þá viðspyrnu þegar gáttirnar ljúkast upp; sem og eldsumbrotin á suðvesturhorninu. Það eru margir sem eiga allt sitt undir, um allt land.“

Svona hefst leiðarapistill Vikublaðins þar sem Egill P. Egilsson fjallar um hegðun íslenskra ferðamanna, en þar segir hann meðal annars:

„Undir niðri kraumaði þó sannleikur sem enginn þorði að segja upphátt. Sannleikur sem nú nærir ótta þjónustufólks. Svo virðist nefnilega vera sem of stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Starfsfólkið sem hafði það hlutverk að þjónusta þurftafreka Íslendinga hefur aldrei kynnst öðru eins álagi eins og síðasta sumar.

Það er með ólíkindum framkoma sumra íslenskar ferðamanna. Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar.

Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbyrgðir, djömmuðu fram í roða; og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks.“

Pistilinn er hægt að lesa í heild sinni hér.

Mynd: úr safni.

Lesa meira

Frétt

Viltu vita meira um Bragðörkina?

Birting:

þann

Lambakjöt

Íslenska lambakjötið er á skrá hjá Bragðörkinni yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi.
Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.

Innan Slow Food samtakanna var stofnað mjög fljótlega Slow Food Foundation for Biodiversity (SFFB – sjá heimasíðu þeirra) sem hefur haldið utan um öll verkefni sem tengjast líffræðilega fjölbreytni eða Biodiversity. SFFB hefur séð um að fjármagna mörg þessara verkefna og fengið til þess til liðs við sig aðila eins og sýslur eða opinbera sjóði á Ítalíu og í Evrópu, svo og sjóðir í Evrópusambandinu.

Smám saman hefur verkefnum fjölgað og eru þeim er lýst ítarlega á heimasíðu SFFB: fyrstu verkefnin voru Bragðörkin (Ark of Taste) og Presidia, svo var lagt í herferð til að stofna „10 000 gardens in Africa“ til að styrkja sjálfbúskaparhætti sérstaklega í höndum kvenna og barna (skólar o fl.). Hlutverk kokka í varðveislu fjölbreytninnar var svo viðurkennt og Cook‘s Alliance stofnað þar sem matreiðslumenn skuldbinda sig til að nota afurðir sem eru skráðar í Bragðörkinni eða Presidia. Earth Markets eða matarmarkaðir reglulega haldnir með afurðir úr nærsveitum hafa loks bæst við.

Bragðörkin er fyrst og fremst skrá yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi og eru af ýmsum ástæðum í útrýmingarhættu. Hver sem er getur beðið um að skrá afurð í Bragörkina en íslenska „Ark Committee“ tekur lokaákvörðun um skráninguna. Í dag eru 5500 afurðir skráðar í 150 löndum, þar af 21 á Íslandi (sjá á heimasíðu SFFB allar afurðir ) . Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.

Sjá einnig:

Gisli Matt á meðal 200 matreiðslumanna frá 7 mismunandi löndum til að berjast gegn veðurfarsbreytingum

Presidium (framleiðendahópur) sem hefur ekki verið fundið gott íslenskt orð fyrir, er verkefni í framhaldi af Bragðörkinni. Þegar framleiðendur eru nægilega margir (3 eða fleiri) og taka sig saman til að tryggja áframhaldandi framleiðslu eða ræktun á forsendum Slow Food hugmyndafræði („good, clean and fair“), án erfðabreyttra lífvera, þar sem strangar framleiðslureglur eru samþykktar af bæði framleiðum og Slow Food, þá er Presidia samþykkt. Slow Food Presidia afurðir (búfjárkyn, afurðir, nytjajurtategund,…) þurfa að bera svokallaðan „Sögumiða“ (Narrative Label) samkvæmt reglum Slow Food, til að mega merkja með lógó samtakanna.

Í dag eru 3 Presidia á Íslandi, „hefðbundið íslenskt skyr“, „íslenska geitin“ og „landnámshænan“. Vinnan við fjórða Presidia, „kæstur hákarl“ var að hefjast. Sögumiðinn bætir við upplýsingum sem lögin krefja að sé á afurðinni um uppruna, næringu, innihald – og segir sögu geitanna á Íslandi, eða landnámshænunnar og hefðbundins skyrs, einnig um framleiðandann sjálfan eða ræktandann.

Eftirlit með Presidia hafa samtök framleiðenda/ræktenda þegar þau eru til, eða Slow Food Foundation / Slow Food Reykjavík fyrir hennar hönd.

Slow Food Reykjavík hefur staðið að þessari skráningarvinnu, sem er mjög tímafrek en einstaklega gefandi, og fer hún öll fram í sjálfboðavinnu. Kröfurnar sem Slow Food gerir um heim allan tryggja að um leið og lógó samtakanna er komið á afurð sem er skráð í Presidia, er það algjör trygging fyrir því að gæðin, ræktunar- eða framleiðsluskilyrðin, velferðakröfur fyrir dýr, svo og samfélagslegar kröfur séu uppfylltar.

Heimasíða: www.slowfood.is

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí – Opnunartími veitingastaða lengist

Birting:

þann

Veitingastaður

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns.

Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund.

Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þær taka gildi frá og með mánudeginum 10. maí og eiga að gilda í rúmar tvær vikur.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að ýmsar aðgerðir á landamærum sem gripið var til vegna hópsýkinga sem í upphafi voru raktar til ferðamanna á landamærum sem ekki héldu reglur um sóttkví og/eða einangrun hafi skilað árangri. Undanfarna daga hafi fá smit greinst á hverjum degi utan sóttkvíar. Því megi ætla að tekist hafi að ná utan um fyrrgreind hópsmit þótt ekki sé hægt að segja að veiran sem veldur COVID-19 hafi verið upprætt úr samfélaginu.

Breytingarnar sem taka gildi á mánudaginn eru eftirfarandi:

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin.

Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar.

Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu.

Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með.

Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt.

Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi.

Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði.

Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt.

Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100.

Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.

Skólastarf

Hámarksfjöldi fullorðinna 50 í hverju rými.

Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými.

Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólanna.

Blöndun milli hópa barna innan skóla heimil í sundi og íþróttum í grunnskólum.

Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda.

Blöndun nemenda milli hólfa einnig leyfð í háskólum.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið