Vertu memm

Keppni

Kokkur Ársins 2017 í dag – Hráefnið uppljóstrað – Myndir og vídeó – Úrslit kynnt í kvöld: Kokkur Ársins 2017 og Framreiðslu-, og Matreiðslunemi ársins 2017

Birting:

þann

Fimm manna úrslitakeppni í Kokkur ársins keppninni fer fram í Hörpu í dag laugardaginn 23. september.

Þeir fimm keppendur sem munu keppa um titilinn Kokkur ársins 2017:

  • Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
  • Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
  • Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
  • Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
  • Víðir Erlingsson – Bláa Lónið

Kokkur Ársins 2017

Keppendur elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðir leyni körfu sem þeir fengu að vita í gærkvöldi:

Forréttur
Keppendur skulu nota heilan skötusel, fersk ígulker og ferska hörpuskel

Aðalréttur
Keppendur útfæra sína 2017 útgáfu af klassíska réttinum “Önd Orange”.
Keppendur fá 2 heilar Franskar Barberie endur sem skylduhráefni.

Eftirréttur
Keppendur skulu nota frosin íslensk aðalbláber, Cacao Barry mjólkursúkkulaði 38% og gríska jógúrt.
Aðalatriðið í eftirréttinum verður að vera borið fram heitt.

Keppendur hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn.

Myndir

Með fylgja myndir þegar hráefnið var uppljóstrað í gærkvöldi.

Húsið er opið fyrir alla gesti kl: 12 – 18, eftir það er einungis opið fyrir gesti sem hafa tryggt sér miða á kvöldverð samhliða keppninni þar sem Gummi Ben, Eyþór Ingi og landsliðið munu sjá um stemninguna.

Í gær föstudaginn 22. september fór fram í Hörpu úrslitakeppni nema í matreiðslu og framreiðslu um titilinn framreiðslu og matreiðslunemi ársins 2017. Sigahæstu nemarnir í keppninni koma til með að taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Kaupmannahöfn dagana 20 – 21 apríl 2018.

Vídeó

Denis Grbic Kokkur ársins 2016 myndar hér úrslitakeppni Matreiðslu- og Framreiðslunema 2017:

 

Úrslit verða kynnt í kvöld úr keppnunum Kokkur ársins 2017 og Framreiðslu og Matreiðslunemi ársins 2017 við hátíðlega athöfn.

 

Myndir: facebook / Kokkur ársins

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Streymt beint frá bakaranemakeppninni

Birting:

þann

Úrslitakeppni bakaranema verður haldin í Hótel- og Matvælaskólanum í dag 21. október og á morgun 22. október.

Mynd: skjáskot úr beinu útsendingunni

Úrslitakeppni bakaranema verður haldin í Hótel- og Matvælaskólanum í dag 21. október og á morgun 22. október.

Keppendur eru:

Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí
Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Matthías Jóhannesson, Passion.

Streymt verður beint frá keppninni sem hægt er að horfa á hér að neðan:Dómarar í keppninni eru 3 og búa allir yfir mikilli fagþekkingu og reynslu, en þeir eru:

Jóhannes Baldursson
Erik Olsen Valsemöllen
Davíð Freyr Jóhannesson

Sjá einnig:

Þessi keppa til úrslita í bakaranemakeppninni í Hótel- matvælaskólanum

Lesa meira

Keppni

Þessi keppa til úrslita í bakaranemakeppninni í Hótel- matvælaskólanum

Birting:

þann

Kökukefli - Deig

Nú á dögunum fór fram forkeppni bakaranema, þar sem 8 bakaranemar kepptu, en keppnin fór fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.

Þrír nemar komust áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður 21. og 22. október næstkomandi í Hótel- matvælaskólanum, en þau eru:

Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí

Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist

Matthías Jóhannesson, Passion

Keppendur í forkeppninni voru:

Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí

Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist

Mikael Sævarsson, Kallabakarí

Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt

Matthías Jóhannesson, Passion

Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí

Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK

Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur

Fyrirkomulag – Úrslit

Úrslitakeppnin skiptist í eftirfarandi þætti:

A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.

C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.

D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.

E.
Blautdeig:
2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst

F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum.
Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.

G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín.

Myndir frá keppninni væntanlegar.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or 2021: Ísland í 4. sæti – Verðlaun fyrir besta kjötréttinn

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason, Þráinn Freyr Vigfússon - Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti

Ísland fékk verðlaun fyrir besta kjötréttinn

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Bocuse d´Or 2021 við hátíðlega athöfn í Lyon í Frakklandi, en keppnin fór fram í gær 26. september og í dag 27. september og úrslitin urðu:

1. sæti – Frakkland

2. sæti – Danmörk

3. sæti – Noregur

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Ísland hreppti 4. sætið og einungis 3 stig voru á milli Noreg og Ísland. Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon. Þeim til aðstoðar voru Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti.

Til gamans má geta að faðir Gabríels er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður og faðir Úlfars er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Sérstök verðlaun voru veitt í keppninni:

Besti „take away“ forrétturinn: Svíþjóð

Besti kjötrétturinn: Ísland

Besti aðstoðarmaðurinn: Manuel Hofer frá Sviss

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason - Sturla Birgisson

Lýsing á réttum Sigurðar

„take away“ theme: After a trip to a biodynamic tomato and self circled farm, with 20 varieties of cherry tomatoes we finally did know what we wanted to achieve with our tomato courses, To let the pure flavour and texture of the tomato shine through with out too much of complicated work, served in a take away box designed by us to honour all chefs and restaurants worldwide during the hard covid times.

„theme on a platter“: For this theme we wanted to let the beef it self shine through as well we did want to use typical Icelandic ingredients, since we are a bit isolated in our island in the north atlantic and the weather is ever changing we really need to use our vegetables and greens well during the season, so we did choose some almond potatoes and celeriac as our garnish, something that is typical for Iceland

Íslenskur dómari

Bocuse d´Or 2021 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Gabríel Kristinn Bjarnason - Sturla Birgisson

Sturla Birgisson

Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Löndin sem kepptu og tímasetningar:

23 þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa farið í gegnum undankeppni í sínum heimsálfum.

Úrslitakeppni Bocuse d´Or 2021

Keppnin í hnotskurn

Íslenska kynningarmyndbandið

Innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Myndir: Bocusedor.com

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið