Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið á leið til Stuttgart

Birting:

þann

Kokkalandsliðið - Stuttgart í Þýskalandi - Ólympíuleikar 2020

Kokkalandsliðið 2020

Í morgun flaug Íslenska Kokkalandsliðið út til Stuttgart í Þýskalandi, en landsliðið tekur þátt í Ólympíuleikunum þar í landi, sem haldnir eru dagana 14. til 19. febrúar árið 2020. Alls keppa 32 þjóðir.

Sjálf keppnin hefst 15. febrúar og Kokkalandsliðið keppir í Chef´s table kl. 19:00 á íslenskum tíma þann dag. Heita eldhúsið, eða 110 manna keyrslan, verður 17. febrúar næstkomandi og hefst maturinn kl. 18:00 á íslenskum tíma, en undirbúningur stendur yfir allan daginn.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni með því að smella hér.

Heilmikill farangur fylgdi liðinu.

Kokkalandsliðið: Fleiri fréttir hér.

Myndir: facebook / Kokkalandsliðið

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Kokkalandsliðið – Gull fyrir Chef´s table

Birting:

þann

Kokkalandsliðið - Chef´s table

Stigagjöfin voru kynnt nú fyrir stuttu

Nú rétt í þessu voru stigagjöfin gefin fyrir Chef´s table og fékk íslenska Kokkalandsliðið gull.

Chef´s table fór fram í gær, en það er hluti af Ólympíuleikunum sem haldnir eru í Stuttgart í Þýskalandi dagana 14. til 19. febrúar árið 2020. Alls keppa 32 þjóðir.

Á morgun 17. febrúar verður heita eldhúsið, eða 110 manna keyrslan og hefst maturinn kl. 18:00 á íslenskum tíma, en undirbúningur stendur yfir allan daginn.

Mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.

Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni.

Mynd: Culinary Olympics

Lesa meira

Keppni

Allt að verða klárt – Instagram mynd janúar mánaðar 2020

Birting:

þann

Íslenska Kokkalandsliðið tekur þátt í Ólympíuleikunum nú í febrúar 2020.

Íslenska Kokkalandsliðið tekur þátt í Ólympíuleikunum nú í febrúar 2020.

Instagram mynd janúar mánaðar er frá síðustu æfingu hjá Kokkalandsliðinu. Landsliðið eldaði fyrir 110 gesti á æfingunni sem er hluti af Ólympíuleikunum, sem haldnir verða 14. til 19. febrúar árið 2020.

Keppnin fer fram í Stuttgart í Þýskalandi og keppa 32 þjóðir.

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Mynd: Instagram / icelandicculinaryteam

Lesa meira

Keppni

Íslenskur keppandi keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu

Birting:

þann

Anton Elí Ingason

Anton Elí Ingason

Í næstu viku, 28 jan – 2 feb, fara fram Ólympíuleikar ungkokka í Indlandi og mun Ísland eiga keppanda þar. Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti hreppti Ísland 6. sætið. Til mikils er að vinna, því verðlaunafé fyrir sigur í þessari sterku keppni er 1,2 milljónir.

Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata.

Er þetta í annað sinn sem að ísland tekur þátt.

Sjá einnig: Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi

Keppandinn sem um ræðir heitir Anton Elí Ingason og er frá Akranesi. Hann hefur verið aðstoðarmaður í Boucus O´dor þegar Bjarni Siguróli keppti fyrir Íslands hönd. Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.

Peru eftirrétturinn

Peru eftirrétturinn

Anton hefur æft stíft fyrir keppnina í Hótel og matvælaskólanum undanfarnar vikur. Í æfingunum skiptir tímasetning öllu segir Anton, því keppendum er úthlutað tíma í verkefnin, aðeins 1 og hálfur tími á hverjum keppnisdegi og eru verkefnin mjög margbreytileg. Allt frá úrbeiningu á kjúklingi og elda aðalrétt úr honum yfir í bakstur á perueftirrétti eða grænmetisrétti úr framandi hráefni.

Aðspurður segir Anton að hann hlakki mest til að vinna með allt það framandi hráefni sem verður skaffað, margt nýtt sem hann hefur ekki unnið með áður.

Hinrik Carl Ellertsson

Hinrik Carl Ellertsson

Þjálfarinn hans í keppninni er Hinrik Carl Ellertsson, sem var rekstarstjóri á Dill restaurant auk þess að starfa í dag sem kennari við Hótel og matvælaskólann.

„Ég hef mikla trú á drengnum, hann hefur staðið sig vel í undirbúningi og er mikil tilhlökkun í hópnum.“

Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir og myndir frá keppninni.

Einnig verður hægt að fylgja keppendum á Instagram reikning Matarauðs.

Myndband frá keppninni árið 2016

Myndir: aðsendar

Lesa meira
  • Þó vindar blás´ á móti 14.02.2020
    Valentínusardagur 2020Þó vindar blás´ á móti Þessi setning, gripin úr laginu Spenntur með Á Móti Sól,  á vel við á þessum vindhvassa Valentínusardegi.Lagið heldur svo áfram, Ég er miklu meir´ en spenntur fyrir þér.  Þrátt fyrir að Viceman sérhæfi sig ekki í sambands ráðgjöf þá veit hann að eigin raun að þessi spenna sem kemur […]
  • Dark & Stormy (original) 14.02.2020
    Dark & Stormy 45 ml Dökkt RommToppað Gingerbeer (engifer bjór) Tækni: ByggðurGlas: HighballSkreyting: Lime sneið (myntutoppur ef maður vill)  Aðferð: Gingerbeer hellt í Highball glas með klaka og dökku rommi bætt við.Drykkurinn hrærður létt saman og skreyttur með lime sneið.

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag