Vertu memm

Kokkalandsliðið

KM meðlimir fengu höfðinglegar móttökur – Myndir

Birting:

þann

Mjólkursamsalan og Klúbbur matreiðslumeistara

Fjölmennur fundur

Síðastliðin þriðjudag bauð Mjólkursamsalan meðlimum í Klúbbi matreiðslumeistara í heimsókn.

Sölumenn á fyrirtækjamarkaði Ms þeir Ríkaharður og Bjarki byrjuðu heimsóknina á því að bjóða uppá ostanámskeiði þar sem yfir 30 kokkar mættu og fylgdust með.

Mjólkursamsalan og Klúbbur matreiðslumeistara

Bjarki Long framreiðslumaður og ostasérfæðingur með meiru

Mjólkursamsalan og Klúbbur matreiðslumeistara

Meðlimir í Kokkalandsliðinu voru færðar gjafir í tilefni af góðum árangri á Ólympíuleikunum

Mjólkursamsalan og Klúbbur matreiðslumeistara

MS (ísey skyr) og Klúbbur matreiðslumeistara skrifuðu undir samstarfssamnings

MS (ísey skyr) og Klúbbur matreiðslumeistara skrifuðu svo undir samstarfssamnings og í kjölfarið var Kokkalandsliðinu færðar gjafir í tilefni af góðum árangri á Ólympíuleikunum.

Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall

Mjólkursamsalan og Klúbbur matreiðslumeistara

Sunna Marteinsdóttir fór yfir hvað MS er að gera í umhverfismálum ofl.

Sunna Marteinsdóttir fór svo yfir hvað MS er að gera í umhverfismálum og svo að lokum framreiddi Árni þór Arnórsson matreiðslumeistari dýrindis mat handa gestunum, en matseðillinn var eftirfarandi:

Glæsilegt ostaborð með meðlæti.
Gott úrval af ostum var á hlaðborðinu: Feykir, Reykir, Grettir, Stóri Dímon, Gullostur, bóndabrie, Sterkur gouda og Höfðingi.

Lambainnralæri með kartöflugratíni, grænmeti, smjörsteiktum sveppum og að sjálfsögðu alvöru béarnaise

Skyrkaka með ferskum berjum og þeyttum G-rjóma ásamt pralín ostaköku

Mjólkursamsalan og Klúbbur matreiðslumeistara

Girnilegt ostaborð

Myndir tók Árni Sæberg.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið