Vertu memm

Uppskriftir

Kjúklingasúpa með kókosmjólk

Birting:

þann

Kókos - Kókosmjólk

Kókosmjólk bragðast frábærlega og er mjög góð fyrir heilsuna.

Fyrir 8-10 manns

Innihald:

400 g eldaður kjúklingur

2 msk olífuolía

1 stk rauður chilli

1 tsk saxaður hvítlaukur

150 g laukur

100 g blaðlaukur

100 g græn paprika

2 tsk karry

1200 ml kjúklingasoð (vatn og teningur)

3 msk tómatpúrre

1 dós saxaðir tómatar

2 dósir kókosmjólk

Aðferð:

Setjið olíu í pott og bætið í chilli, lauk, blaðlauk, paprika, karrý, hvítlauk og látið malla í 1 mínútu.  Bætið í tómatpurré og kjúklingasoði látið sjóða í 10 mínútur.

Maukið með töfrasprota eða í blandara setið aftur í pottinn og bætið í söxuðum tómötum og kókosmjólk, látið sjóða í 15 mínútur, bætið loks í elduðum kjúkling og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar.

Berið súpuna fram með góðu brauði.

Árni Þór Arnórsson

Árni Þór Arnórsson

Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu

Birting:

þann

Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu

Grillað risarækjusalat með lime hunangsdressingu

800 g risarækjur
1 msk reykt paprika
1 tsk cummin
4 hvítlauksrif
4 msk ólífuolía
Salt og pipar
Þerrið rækjurnar mjög vel áður en þið marinerið þær. Það er algjör lykill þegar grilla á rækjur og annan fisk að hráefnið sé ekki blautt þegar það fer á grillið. Blandið öllu saman í skál og marinerið rækjurnar í amk 30 mín og mesta lagi 2 klst í ísskáp. Grillið þær svo á rjúkandi heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Salatið
2 hausar romanin salat
1 stk mangó
1 askja litlir tómatar
¼ ananas
Ég grillaði mangóið, tómatana og ananasinn létt á grilli. Penslað í smá með olíu og kryddað í svo eftir á með salti og pipar. Salatið er bara skorið og skolað.

Lime hunangs dressing
2 msk lime safi
Fínt rifinn börkurinn af einu lime
1 msk eplaedik
2 msk hunang
2 rif rifinn hvítlaukur
6 msk ólífuolía
Blandið öllu saman í skál.

Hrefna Rósa Sætran

Hrefna Rósa Sætran
Mynd: Björn Árnason

Myndir og höfundur: Hrefna Sætran matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Beikonvafinn bjórdósaborgari – Grilluppskrift

Birting:

þann

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Beikonvafinn bjórdósaborgari
fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti

Hamborgari
300 g 30% feitt nautahakk (fyrir hvern hamborgara)
2 sneiðar beikon
SPG-kryddblandan eða uppáhalds hamborgarakryddið ykkar
2-3 sveppir
¼ laukur
Olía
2 sneiðar cheddarostur
Kartöflu-hamborgarabrauð
Uppáhalds BBQ-sósan ykkar

Aðferð

  1. Kyndið grillið í 250 gráður.
  2. Mótið kúlu úr hakkinu, þrýstið bjórdós niður í miðjuna og búið til holu í kjötið. Mótið hamborgarann utan um botn bjórdósarinnar. Mjög mikilvægt er að nota bjórdós svo að grillarinn hafi nóg af grillvökva meðan á eldun stendur.
  3. Opnið bjórinn og fáið ykkur sopa.
  4. Skerið sveppi og lauk í sneiðar og steikið upp úr olíu, annars verður hamborgarinn alltof blautur.
  5. Vefjið beikonsneiðum utan um hamborgarann og kryddið með SPG eða uppáhalds hamborgarakryddinu ykkar.
  6. Fyllið hamborgarann með steiktu sveppunum, lauknum, einni sneið af cheddarosti og bbq-sósu.
  7. Grillið hamborgarann á óbeinum hita í u.þ.b. 15 mínútur.
  8. Þegar tvær mínútur eru eftir setjið þið cheddarostsneið yfir.
  9. Hitið hamborgarabrauðið á grillinu í nokkrar sekúndur og setjið borgarann saman. Toppið með bbq-sósu. Það þarf ekkert meðlæti með borgaranum þar sem það er allt inni í hamborgaranum.
  10. Auðvitað getið þið samt bætt við ykkar uppáhalds meðlæti.
Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Beikonvafinn bjórdósaborgari fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti

Með fylgir klippa úr BBQ þættinum á Stöð 2 fyrr í vetur ásamt uppskrift og aðferð.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Höfundur er Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Lesa meira

Uppskriftir

Saltfisks-carpaccio með rauðri sósu

Birting:

þann

Saltfiskur

Forréttur fyrir 4

320 gr vel útvatnaður saltfiskur
1 sítróna
skvetta af góðri ólífuolíu

Rauð sósa

2 rauðar paprikur brenndar, afhýdd-ar og fínt saxaðar
2 tómatar afhýddir, kjarninn skorinn burt og fínt saxað
1 rauður chili, kjarninn skorinn burt,fínt saxaður
salt og pipar
skvetta af góðri ólífuolíu
½ búnt steinselja fínt söxuð

Blandið öllu saman í skál og kryddið til eftir smekk

Saltfiskurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og skipt niður á fjóra diska, plastfilma sett yfir og þrýstið vel niður á fiskinn með höndum og jafnið vel út.

Takið filmuna af og kreistið vel af sítrónu yfir fiskinn og skvettið olíunni yfir, síðan er fiskurinn hulinn þunnu lagi af rauðu sósunni og borinn fram með fersku salati og sítrónu.

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið