Vertu memm

Uppskriftir

Kjúklingasalat með grænum aspars og eplum

Birting:

þann

Kjúklingasalat

Hráefni:
600 gr steiktur kældur kjúklingur í bitum -beinlaus
4 stykki soðinn grænn aspars í bitum eða 1 dós niðursoðinn
1 grænt epli afhýtt og skorið í litla bita
1 stk rauðlaukur fínsaxaður
2 stk harðsoðin söxuð egg
1 rauð paprika fínsöxuð
1 græn paprika fínsöxuð
1 tsk madras karrý
1 tsk paprikuduft
2 msk agave síróp
250 ml sýrður 18% rjómi
250 ml majonnaise
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Öllu blandað vel saman og látið „taka sig“ í kæli í 2-3 tíma.  Framreitt með góðu salati og nýbökuðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Salat með sýrðri olíudressingu

Birting:

þann

Salat með sýrðri olíudressingu

Fyrir 4

2 msk. íslensk repjuolía
1 límóna, safi
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. hrásykur
1 salathaus, u.þ.b. 150 g
Blandað salat
½ gúrka
graslaukur
þunnt skornar gulrætur

Salat með sýrðri olíudressingu

Aðferð:

Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið ískál.
Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið

Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti.

Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Lesa meira

Uppskriftir

Bakaðir kleinuhringir með hlynsírópsgljáa

Birting:

þann

Bakaðir kleinuhringir með hlynsíróps gljáa

Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze’i með ekta vanillu.

Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!

Kleinuhringir, 12-14 stk

Hveiti, 180 g

Lyftiduft, 1,5 tsk

Matarsódi, 0,5 tsk

Salt, 0,25 tsk

Brúnkökukrydd, 1 tsk

Mjólk, 80 ml

Jógúrt, 80 ml

Smjör, 60 g

Vanilludropar, 2 tsk

Egg, 1 stk / Stórt

Púðursykur, 120 g

Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál.

Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur.

Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast.

Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu.

Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni.

Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.

Hlynsíróps „glaze“ gljái

Smjör, 60 g

Rjómi, 1 msk

Hlynsíróp. 60 ml

Vanillustöng, 1 stk

Flórsykur, 180 g

Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast.

Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum.

Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze’ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze’ið harðnar.

Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson

Lesa meira

Uppskriftir

Veistu hvernig á að gera carbonara rétt? Michelin kokkar sýna þér réttu handtökin – Vídeó

Birting:

þann

Carbonara - Magnus Nilsson, Carlo Mirarchi, Heinz Beck, Luciano Monosilio

Þessi klassíski rómverski pastaréttur samanstendur af aðeins fjórum hráefnum – eggi, osti, svínakjöti og svörtum pipar, en hann hefur stöðugt verið bætt við með rjóma, sveppum svo fátt eitt sé nefnt.

Ekta uppskriftin kallar á feitari „guanciale“ úr svínakjálka og „pecorino“ (sauðfjármjólk) osti.

Hér eru fjórir Michelin-stjörnukokkar sem sýna þér nákvæmlega hvernig á að búa til carbonara.

 

Samsett mynd: skjáskot úr myndböndum

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið