Vertu memm

Keppni

Kjell Patrik sigraði kokkakeppnina „Norges Mesterskap“ í Noregi – Vídeó

Birting:

þann

Kokkakeppnin Norges Mesterskap í Noregi 2017

Hafliði Halldórsson yfirdómari keppninnar, Kjell Patrik Ørmen Johnsen og aðstoðarmaður hans Live Krangnes Edvardsen

Kokkakeppnin “Norges Mesterskap” var haldin í Bergen í Noregi s.l. fimmtudag og föstudag. Það var Kjell Patrik Ørmen Johnsen sem sigraði keppnina;

„Ég hef dreymt um þetta í 4 ár og ég hef unnið að undirbúningi fyrir NM síðan ég sendi inn umsóknina í keppnina snemma í vor á þessu ári“

, sagði Kjell Patrik í samtali við appetitt.no, sem fjallar nánar um keppnina og birtir myndir af verðlaunaréttunum hér.

Kokkakeppnin Norges Mesterskap í Noregi 2017

Hluti af dómarateyminu.
F.v. Christer Rødseth fyrirliði norska Kokkalandsliðsins, Jørn Lie liðstjóri norska Kokkalandsliðsins og Hafliði Halldórsson yfirdómari keppninnar

„Keppnin var flott og byggir á hefð frá 1990, margir af flottustu kokkum Noregs hafa unnið hana í gegnum tíðina. Vel að allri umgjörð staðið og haldin samhliða lítilli matarsýningu sem var vel sótt þannig að fjöldi fólks fylgdist með. Gaman að fá að vera með og vinna með frábærum fagmönnum í dómnefndinni.

Stelpurnar í keppninni voru 3 af 10 og ein þeirra í 2. sæti. Runa Kvendset sem á eftir að verða ein af þeim allra bestu með sama áframhaldi. Hlakka til að sjá stelpurnar okkar heima í úrsltum í Kokkur ársins á Íslandi.“

, sagði Hafliði Halldórsson matreiðslumaður og yfirdómari keppninnar í samtali við veitingageirinn.is.

Vídeó

Sigurður Rúnar Ragnarsson matreiðslumaður og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Spiseriet í Noregi var sérlegur myndatökumaður veitingageirans á facebook og hægt er að horfa á upptökur af beinu útsendingunum hér:

Dagur 1

Skil á fyrstu réttunum

Aðalréttir

Dagur 2

Aðalréttir og dómarateymið

Úrslitin – Hafliði með ræðu

 

Myndir: aðsendar/Hafliði Halldórsson

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið