Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum

Birting:

þann

Kex Portland

Kex Portland

„Þetta hefur farið rosa­lega vel af stað, miklu betur en við þorðum að vona. Þær áætlanir sem við gerðum eru þegar sprungnar og við erum glaðir og stoltir af því hvað þetta fær mikinn og jákvæðan meðbyr hjá heimafólki,“

segir Ólafur Ágústsson matreiðslu,- og veitingamaður í samtali við Morgunblaðið.

Ólafur hefur síðustu mánuði unnið að opnun Kex hostels í Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum. Formleg opnun var svo í byrjun nóvember og hefur Kex mælst mjög vel fyrir í borginni fyrstu vikurnar. Um það vitna umfjallanir þarlendra fjölmiðla, svosem Conde Nast Traveler og Oregon Live.

Um er að ræða hálfgerðan systurstað Kex hostels sem stendur við Skúlagötu í Reykjavík. Kristinn Vilbergsson er eigandi Kex Portland en hann var einn af stofnendum Kex á Íslandi. Síðan þá hafa aðrir tekið við þeim rekstri, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa útrás veitingamanna í Morgunblaðinu í dag.

Mynd: Instagram / Kex Portland

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið