Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Keppnin um Gyllta Glasið 2014 lauk í gær – Úrslit verða kynnt 20. maí

Birting:

þann

Dívurnar Sigrún & Alba

Dívurnar Sigrún & Alba

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2014 sem var haldin í 10. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2013 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 12. – 13. maí.

Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins ásamt kennurum við Hótel & matvælaskóla Íslands og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.

Alls voru það 30 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir og Ástþóri Sigurvinssyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu og mest krefjandi blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu og frábærum veitingum.

Þátttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær miðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 113 vín til leiks frá 11 vínbirgjum og verða úrslit formlega tilkynnt ásamt smökkun þeirra á þriðjudaginn 20. maí n.k. á Vínbarnum klukkan 17.00 og hvetjum við alla þá sem komu að Gyllta Glasinu að mæta ásamt öðrum sem áhuga hafa.

 

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Þorleifur Sigurbjörnsson
Ritari & gjaldkeri

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið