Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Keahótel högnuðust um 136 milljónir

Birting:

þann

Keahótel - Hótel Kea

Hagnaður Keahótela ehf. nam rúmlega 136 milljónum króna á síðasta ári og dróst hann saman um tæplega þrjár milljónir króna á milli ára.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu nú 1.159 milljónum króna, sem er 211 milljónum minna en ári fyrr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 164 milljónum króna, en var 167 milljónir króna ári fyrr.

Eignir Keahótela námu 492 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 333 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins 159 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið 32%.

Í lok ársins voru tveir hluthafar í félaginu. Hvannir eiga 40% eignarhlut og Horn II á 60% hlutafjárins.

Greint frá á vef Viðskiptablaðsins.

 

Mynd: keahotels.is

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið