Vertu memm

Starfsmannavelta

KEA hættir við hótelbyggingu

Birting:

þann

Tölvuteiknuð mynd af KEA hóteli sem átti að rísa við Hafnarstræti. Ljóst er að ekkert verður af byggingu hótelsins. Mynd/KEA.

Tölvuteiknuð mynd af KEA hóteli sem átti að rísa við Hafnarstræti. Ljóst er að ekkert verður af byggingu hótelsins. Mynd/KEA.

KEA hefur skilað lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. KEA hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð, að því er fram kemur á fréttavefnum Vikudegi.

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að ekki hafi skapast skilyrði fyrir því að áform félagsins á lóðinni gangi eftir eins og lagt var upp með.

„Forsendur fyrir verkefninu hafa frá upphafi verið traustur hótelrekandi sem leigjandi og eðlileg lánsfjármögnun. Eins og mál hafa atvikast í ferðaþjónustunni á síðasta ári með falli WOW Air sem og aðstæðum á lánamarkaði að þá eru ekki forsendur fyrir því að hefja verkefnið á þessum tímapunkti,“

segir Halldór í samtali við vikudagur.is sem fjallar nánar um málið hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Johansen Deli til sölu

Birting:

þann

Johansen Deli

Johansen Deli- Matarmagasín er til sölu en reksturinn er staðsettur á horni Þórunnartúns og Borgartúns.

Um er að ræða, kaffi, mat- og sælkerahús með alls konar góðgæti til sölu. Lítið mál að breyta í annan rekstur eða auka fjölbreytni þess sem fyrir er. Á staðnum er lítið eldhús, aðstaða til smurbrauðs- og matargerðar og starfsmannaaðstaða. Langtímaleigusamningur fylgir rekstrinum til 2025.  Ásett verð er 9.5 milljónir.

Johansen Deli

Johansen Deli er staðsett á horni Þórunnartúns og Borgartúns.

Myndir: facebook / Johansen Deli

Lesa meira

Starfsmannavelta

Hjörtur Valgeirsson ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela

Birting:

þann

Hjörtur Valgeirsson

Hjörtur Valgeirsson

Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela. Hjörtur lauk BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifaðist með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.

Hjörtur hefur starfað við hótelstörf frá árinu 1998 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði hann í Kína við veitingarekstur og gæðastjórnun. Hjörtur var í stjórnendateymi við innleiðingu á fyrsta Hilton hóteli Íslands á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hann starfaði í 3 ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandshótelum.

Einnig hefur Hjörtur starfað á The Halkin London og Crowne Plaza London. Á árunum 2014 – 2016 starfaði Hjörtur sem hótelstjóri á Centerhotel Þingholti. Frá árinu 2016 hefur Hjörtur starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli landsins og stýrt þar að auki veitingastöðunum Haust Restaurant og Bjórgarðinum.

Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnu hótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Starfsmannavelta

Gleðipinnar fá grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu

Birting:

þann

Jóhannes Ásbjörnsson

Jóhannes Ásbjörnsson

Eigendur Keiluhallarinnar, Saffran, Hamborgarafabrikkunnar og fleiri veitingastaða hafa nú formlega sameinast undir nafni Gleðipinna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samkeppniseftirlitið veitti samþykki sitt fyrir samrunanum í dag. Eigendur Gleðipinna eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson, Guðmundur Auðunsson og Bjarni Stefán Gunnarsson ásamt feðgunum Jóhanni Þórarinssyni og Þórarni Ragnarssyni.

Vöruþróun í samstarfi við bestu kokka landsins

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Gæða- og vöruþróunarvinna verður rauði þráðurinn í starfsemi Gleðipinna og hafa reynslumiklir matreiðslumenn verið fengnir til að leiða þá vinnu. Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson hefur undanfarið unnið með Hamborgarafabrikkunni og hannað nýja hamborgara á borð við Svöluna, Herra Hnetusmjör og Stefán Karl.

Þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson vinna nú að vöruþróun fyrir American Style, Saffran og Roadhouse og munu í framhaldinu vinna með fleiri stöðum undir merkjum Gleðipinna að nýjungum á matseðlum þeirra. En þess má geta að á næstunni verða kynntir nýir réttir á Saffran úr smiðju þeirra Viktors og Hinriks. Viðskiptavinir allra veitingastaða innan Gleðipinna geta því átt von á ýmsum nýjungum á næstu misserum en höfuðáherslan í þeim verður á aukin gæði matar og þjónustu.

Gleðipinnar

Veitingastaðirnir sem tilheyra Gleðipinnum eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn.

Glöð með græna ljósið. Viðskiptavinir geta séð breytingar strax

Viðskiptavinir veitingastaða Gleðipinna munu verða strax varir við breytingar. American Style veitingastaðurinn í Skipholti hefur fengið glænýtt útlit og Stælborgarinn klassíski hefur fengið gæðauppfærslu og innheldur nú 120 gr. af kjöti í stað 90 gr. áður og þá er hann borinn fram í nýrri gerð af hamborgarabrauði.  Þá má geta þess að Roadhouse hefur verið algjörlega endurnýjaður innanstokks og einnig hafa tveir af Saffran stöðunum fengið andlitslyftingu.

Jóhannes Ásbjörnsson segir:

„Við erum afskaplega glöð með að vera komin með græna ljósið. Við höfum skýra sýn á það hvert við stefnum og nú getum við loksins hafist handa og látið hendur standa fram úr ermum. Okkur hefur gengið vel með þá staði sem við höfum opnað, Fabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza. Markmiðið með þessari sameiningu er að beita okkar aðferðafræði á hin vörumerkin í samstæðunni með það fyrir augum að hámarka gæði. Ég hef þá trú að ef þú setur þér skýr markmið og fylgir þeim eftir þá nærðu árangri.

Lykillinn er vinna af heilindum að því að skapa virði fyrir viðskiptavininn, bera virðingu fyrir þörfum hans og finna rétta jafnvægið á milli verðs og gæða. Við höfum jafnframt opnað nýja vefsíðu Gleðipinna þar sem fylgjast má með því sem ber hæst hjá veitingastöðum Gleðipinna hverju sinni. Hugmyndin er að opna dyrnar og leyfa viðskiptavinum okkar og starfsfólki að fylgjast með ferðalagi okkar næstu misserin og árin.

Þar verður hægt að fræðast um þær breytingar sem við hyggjumst gera og nálgast ýmsar skemmtilegar upplýsingar um starfsfólkið okkar og staðina.“

Jóhann Þórarinsson, einn eigenda Gleðipinna:

„Við fögnum þessari niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við sameininguna verður til öflugt félag á veitingamarkaði sem hefur á að skipa frábæru starfsfólki. Framundan eru spennandi og krefjandi tímar sem munu fela í sér fjölmörg tækifæri sem við ætlum að nýta til enn frekari sóknar og uppbyggingar.

Aukin stærð og slagkraftur mun gera okkur kleift að hlúa enn frekar að okkar viðskiptavinum og starfsfólki og það er verkefni sem við hlökkum til að takast á við.“

María Rún Hafliðadóttir, mannauðsstjóri Gleðipinna:

„Hjá Gleðipinnum starfa um 700 manns af 38 þjóðernum á 26 veitingastöðum. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur heldur er markmið okkar að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólkið og byggja upp fyrirtæki sem það er stolt að vinna hjá.

Ein stærsta áskorunin á okkar markaði er að laða að rétta fólkið og halda því sem lengst og einmitt með því að hlúa vel að okkar fólki þá byggjum við upp eftirsóknarverðan vinnustað.“

Nýr vefur Gleðipinna: www.gledipinnar.is

 

Mynd: úr einkasafni / Jóhannes Ásbjörnsson

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
    Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]
  • Frozen Margarita 22.02.2020
    Frozen Margarita45 ml Padré Azul Blanco22,5 ml Triple Sec22,5 ml Lime Safi 15 ml Sykursíróp Tækni: Blandaður Glas: CoupéSkreyting: Lime (salt ef fólk vill) Aðferð: Öll hráefnin sett í blandara ásamt einum bolla af muldum klaka. Lykil atriði að hella drykknum (krapinu) í ískalt coupé glas til að halda hitastiginu frosnu sem lengst

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag