Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kaldilækur opnar á ný – Bjóða m.a. upp á pabbakók

Birting:

þann

Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík

Jón Páll ánægður með nýja hlutverkið.
Mynd: facebook / Kaldilækur

Litla rauða krúttlega kaffihúsið Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík opnaði nú á dögunum en að undanförnum árum hefur staðurinn verið opinn yfir sumartímann.

Nýju rekstraraðilar eru Jón Páll Pálmason og eiginkona hans Kerry Palmason, en áður höfðu bræðurnir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir rekið staðinn frá árinu 2017.

Bræðurnir Anton og Ólafur opna kaffihúsið Kaldalæk í Ólafsvík

Á matseðlinum er meðal annars vöfflur, kleinuhringir, muffins, gos og pabbakók, sem vænta má er fullorðinsdrykkur.

Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík

Kaldilækur er staðsett í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík.
Húsið er friðað frá árinu 1910, og er um 30 fermetrar.
Mynd: skjáskot af google korti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

PopUp kaffihús opnar á Glerártorgi á Akureyri

Birting:

þann

PopUp kaffihús opnar á Glerártorgi á Akureyri

PopUp kaffihús opnar á Glerártorgi á Akureyri
Mynd: facebook / Glerártorg verslunarmiðstöð

Nú geta kaffiþyrstir gestir Glerártorgs á Akureyri glaðst þar sem PopUp kaffihús hefur opnað þar sem Kaffi Torg var áður til húsa. Fjöldi ljúffengra kaffidrykkja úr hágæðakaffi frá Te & Kaffi verða á boðstólnum auk fjölda brauðrétta og bakkelsis.

Kaffi torg - Kaffihús á Glerártorgi á Akureyri

PopUp kaffihús hefur opnað þar sem Kaffi Torg var áður til húsa.
Mynd: Facebook / Kaffi Torg.

Eigendur kaffihússins bjóða uppá ýmsar tækninýjungar þar sem viðskiptavinum standa til dæmis til boða snertilausar lausnir við pöntun en á öllum borðum er stafrænn matseðill og hægt er að borga með snjalltæki.

Opnunartímar kaffihússins er:
Virka daga 10:00-19:00
Laugardaga 10:00-17:00
Sunnudaga 13:00-17:00

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Noma opnar hamborgarastað

Birting:

þann

POPL - Noma

Einn besti veitingastaður í heimi Noma, sem er einnig þekktur fyrir 18 rétta matseðil sem kostar litlar 54 þúsund á mann, stefnir nú á að opna hamborgarastað.

Tveggja Michelin-stjörnu veitingastaðurinn Noma sem staðsettur er í Kaupmannahöfn í Danmörku, í eigu René Redzepi, opnar hamborgarastaðinn POPL við Strandgötuna í Kaupmannahöfn þar sem fjölbreyttur matseðill verður í boði.

Um 6 mánaðarbið er eftir borði á Noma en á POPL verður hægt að ganga beint inn frá götunni og panta rétti til að borða á staðnum eða taka með. Það er ekkert launungarmál að Noma fer í þessar framkvæmdir vegna heimsfaraldursins Covid-19.

POPL - Noma

Starfsfólkið á POPL

POPL er frá latneska orðinu „populus“ sem þýðir fólk, og mun staðurinn opna 3. desember næstkomandi.

Bragðgóður matseðill, þar sem boðið verður upp á mahóní samloka með þangfræjum og krækiberjum, nautakjöts-, grænmetis-, og vegan hamborgara, franskar og nokkra hliðardiska.

POPL - Noma

Hamborgararnir kosta í kringum 3000 íslenskar krónur og franskar og aðrir hliðardiskar á 1000 íslenskar krónur.

„Við leggjum mikla alúð og metnað í hamborgarana, nautakjötið kemur t.a.m. frá lífrænum býlum við strendur Vaðhafsþjóðgarðsins. Grænmetis- og vegan hamborgararnir eru gerðir úr gerjuðum kínóa.“

segir René Redzepi fréttatilkynningu.

Heimasíða POPL

Myndir: poplburger.com

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sælkerabúð Slippsins opnar í desember

Birting:

þann

Sælkerabúð Slippsins - Slippurinn í Vestmannaeyjum

Eigendur Slippsins
Auðunn Arnar Stefnisson, Katrín Gísladóttir, Indíana Auðunsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson

Síðastliðna daga hafa eigendur Slippsins í Vestmannaeyjum unnið hörðum höndum að breyta veitingarými ÉTA að Strandvegi 79 í sælkerabúð Slippsins.

Opnað verður snemma í desember og verður búðin opin fram að áramótum.

Ferskur fiskur og fiskréttir, gómgleðjandi ostar, gæða hráskinkur og meyrnað kjöt ásamt nokkrum gæðavörum í bland verður í boði í sælkerabúðinni.

„Við höfum fengið til liðs við okkur Eirný Ostasérfræðing sem oft hefur verið kennd við Ljúfmetisverslunina Búrið og Matarmarkað Íslands sem hún hefur stjórnað um árabil sem ætlar að vera okkur innan handar. Ekki hægt að fá betri reynslu inn í fjölskyldufyrirtækið okkar.“

Segir í tilkyningu frá Slippnum.

Hægt verður að panta sérlagað Nauta wellington fyrir jól og áramót, ásamt mismunandi týpum af gröfnum laxi, hinni víðfrægu humarsúpu Slippsins, súkkulaðimús svo eitthvað sé nefnt.

Mynd: facebook / Slippurinn

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag