Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jungle opnar í miðbænum – Jónas Heiðarr: „þetta verður skemmtilegasti kokteilbar landsins“

Birting:

þann

Jungle kokteilbar

Kokteilbarinn Jungle opnar á næstum dögum við Austurstræti 9 (efri hæð), þar sem Loftið var og hét.

Eigendur eru fimm vinir og vel þekktir í barmenningunni, en þeir eru Jónas Heiðarr Guðnason og Jónmundur Þorsteinsson sem eru meirihluta eigendur. Meðeigendur eru Ólafur Andri Benediktsson, Jakob Eggertsson og Vikingur Thorsteinsson.

Jungle kokteilbar

Jungle er staðsett við Austurstræti 9 (efri hæð)

„Við munum vinna mikið með okkar hráefni. Númer 1,2 og 3 hjá okkur eru fersk hráefni í kokteilana. Ferskir safar og heimagerð síróp á hverjum einasta degi. Hvaða hráefni nákvæmlega verða á seðlinum þarf að koma í ljós þegar seðillinn er tilbúinn. Verður mikið af nýstárlegum aðferðum í bland við klassík.“

Sagði Jónas Heiðarr í samtali við veitingageirinn.is.

Ekki verður boðið uppá mat til að byrja með:

„Það er eitthvað sem okkur langar að skoða í framtíðinni.“

Sagði Jónas Heiðarr aðspurður um matseðil.

Hægt er að fylgjast með Jungle á Instagram og á Facebook.

Ekki bara kokteilar

„Það eru allir velkomnir á Jungle og við stefnum á geggjaða stemningu í takt við það. Hugmyndin á bakvið Jungle er í rauninni allt það skemmtilega, flippaða og óformleg heitin við „Tiki“ bari, mínus flipflop skórnir og hawai skyrturnar, mætir nútíma kokteilbar.

Basicly þá á þetta að vera skemmtilegasti kokteilbar landsins, með bestu kokteilana og enga óþarfa sýndamennsku. Það eiga allir að finna eitthvað gott að drekka á Jungle, hvort sem það er kokteilar, bjór, rautt, hvítt, búbblur, kaffi eða óáfengt. Við ætlum alltaf að vera með eitthvað geggjað að drekka fyrir þá sem drekka ekki áfengi, bæði kokteila og óáfenga bjóra.“

Sagði Jónas Heiðarr að lokum.

Opnunartími á Jungle er frá 15-01 á virkum og 15-03 um helgar.

Myndir frá framkvæmdum: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þrír nýir staðir opna

Birting:

þann

Forsetinn

Forsetinn á Laugavegi 51

Útgerðin – bar

Barinn Útgerðin var opnaður á Akranesi í vikunni. Hann er til húsa við Stillholt 16-18, þar sem Svarti Pétur var áður til húsa.

Búið er að taka húsnæðið allt í gegn og setja upp nýjar innréttingar og stækka staðinn.

„Þetta á að vera vettvangur skemmtunar fyrir alla Skagamenn,“

segir Eva Maren Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri Útgerðarinnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um staðinn í Skessuhorni vikunnar.

Forsetinn opnar á Laugavegi 51

Forsetinn er nýr café-bistro staður sem opnaði nú í vikunni við Laugaveg 51. Til að byrja með verður einungis drykkir í boði, þar sem lögð er áhersla á íslenska framleiðslu.

Einn af eigendum er Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata.

Dóri DNA opnar vínbar

Mikki refur, nafn sem getur bakað vöfflur á laugardögum á undan barnasýningum í Þjóðleikhúsinu en um leið fengið eldri gesti inn í smá púka á kvöldin eftir sýningar.

Sú er hugsunin á bak við nafnið á nýjum vínbar og kaffihúsi sem Dóri DNA er að opna í ágúst, einmitt í húsinu á móti Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu 18, þannig að það er ekki langt að fara þegar fólk á erindi á borð við ofangreind, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um staðinn hér.

Mynd: facebook / Forsetinn

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kaldilækur opnar á ný – Bjóða m.a. upp á pabbakók

Birting:

þann

Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík

Jón Páll ánægður með nýja hlutverkið.
Mynd: facebook / Kaldilækur

Litla rauða krúttlega kaffihúsið Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík opnaði nú á dögunum en að undanförnum árum hefur staðurinn verið opinn yfir sumartímann.

Nýju rekstraraðilar eru Jón Páll Pálmason og eiginkona hans Kerry Palmason, en áður höfðu bræðurnir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir rekið staðinn frá árinu 2017.

Bræðurnir Anton og Ólafur opna kaffihúsið Kaldalæk í Ólafsvík

Á matseðlinum er meðal annars vöfflur, kleinuhringir, muffins, gos og pabbakók, sem vænta má er fullorðinsdrykkur.

Kaldilækur í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík

Kaldilækur er staðsett í hjarta Sjómannagarðsins í Ólafsvík.
Húsið er friðað frá árinu 1910, og er um 30 fermetrar.
Mynd: skjáskot af google korti

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný fiskbúð í Njarðvík

Birting:

þann

Fiskbúð Reykjaness í Njarðvík

Sigurður Magnússon

Fiskbúð Reykjaness opnaði nýverið í húsnæði við Brekkustíg í Njarðvík. Eigandi búðarinnar er Sigurður Magnússon en hann hefur gengið með hugmyndina í maganum í um tvö ár.

Hann hafði unnið við akstur og var á leiðinni austur á land í vondu veðri og að hafa næstum fokið útaf veginum ákvað hann að hann ætlaði að taka sér eitthvað annað fyrir hendur og fór að vinna að hugmyndinni um opnun fiskbúðar.

Hann er reyndar með „fiskbúð í blóðinu“ því móðir hans rak fiskbúð við Hrinbraut í Keflavík fyrir nokkrum árum, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta sem fjallar nánar um fiskbúðina hér.

Fiskbúð Reykjaness í Njarðvík

Myndir: facebook / Fiskbúð Reykjaness

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag