Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Jólahlaðborð Húsasmiðjunnar slær í gegn

Birting:

þann

Undirritaður varð þess heiður njótandi að snæða jólahlaðborðið í gærkvöldi og þvílík hamingja.

Það sem er á borðinu er 3 teg síld, 3 teg brauð, terrine með sultu, 2 teg salat, pastasalat, kjúklingalæri, kjúklinganaggar, coctailpylsur, eplasalat, kartöflusalat, bayonneskinka, Purusteik, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar baunir.

Rósa Valdimarsdóttir matreiðslumeistari Húsasmiðjunnar stjórnar þessu öllu af myndarskap eins og henni tamt að gera.

Ég náði smá samtali við hana og sagði hún að það hefði verið fullt á hverjum degi frá byrjun og get ég staðfest að í gærkvöldi er ég kom rétt fyrir 18°°, þá var salurinn þegar fullur af gestum og þurfti smá bið til að fá borð.

Eins og áður sagði smakkaðist þetta alveg einstaklega vel og skapar mjög jákvæða ímynd í huga fólks til Húsasmiðjunnar sem örugglega er kjarni þess að þetta er á boðstólunum og á þessu verði kr 990 á manninn.

Eiga veitingamenn svar við þessu útspili verslunarinnar?

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið