Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Jólaborgarinn seldur í bílförmum – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði - Jólaborgarinn

Jólaborgarinn á Torginu

Að bjóða upp á hamborgara tileinkuðum jólum er sífellt að aukast og eru margir veitingastaðir sem bjóða upp á Jólaborgara.

„Mæli með jólaborgaranum á Torginu sem er svo vinsæll að hann selst í bílförmum“

sagði Daníel matreiðslumaður eitt sinn í léttu gríni. Ég sló að sjálfsögðu til og prófaði, meira að segja tvisvar.

Torgið á Siglufirði býður upp á einstaklega góðan jólahamborgara sem inniheldur 150 gramma nautaborgara frá Kjötsmiðjunni með 18% fituinnihaldi, grísapurusteik, heimalagað jólarauðkál, sojagljáðan lauk, chillimæjó og toppað með camembert. Þetta er svo borið fram í hamborgarabrauði frá Ölgerðinni með tómatsósu og frönskum.

Herlegheitin kosta 2.690 og eru í boði til áramóta.

Virkilega góður hamborgari. Gott jafnvægi á milli sætu og hamborgarans, flott eldun, nær medium rare en medium sem gerir hann einstaklega safaríkan. Í seinni heimsókn minni var hann aðeins meira eldaður, en engu að síður algjört lostæti. Ég hefði nú seint trúað því að ég ætti eftir að finna bragð af jólum í hamborgara. Einu sinni er allt fyrst!

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið