Vertu memm

Starfsmannavelta

Johansen Deli til sölu

Birting:

þann

Johansen Deli

Johansen Deli- Matarmagasín er til sölu en reksturinn er staðsettur á horni Þórunnartúns og Borgartúns.

Um er að ræða, kaffi, mat- og sælkerahús með alls konar góðgæti til sölu. Lítið mál að breyta í annan rekstur eða auka fjölbreytni þess sem fyrir er. Á staðnum er lítið eldhús, aðstaða til smurbrauðs- og matargerðar og starfsmannaaðstaða. Langtímaleigusamningur fylgir rekstrinum til 2025.  Ásett verð er 9.5 milljónir.

Johansen Deli

Johansen Deli er staðsett á horni Þórunnartúns og Borgartúns.

Myndir: facebook / Johansen Deli

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Starfsmannavelta

Kaffihúsið Varmó í Vestmannaeyjum lokar

Birting:

þann

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Kaffihúsið og mötuneytið Varmó í Vestmannaeyjum við Strandveg 51 á horni Herjólfsgötu og Strandvegs hefur lokað fyrir fullt og allt, en þetta tilkynntu eigendur viðskiptavinum sínum í morgun.

Eigendur eru Aldís Atladóttir og Kristinn Andersen.

„Því miður er komin upp sú staða að ég verð að loka Café Varmó, það eru 10 ár í dag 1. apríl síðan við Kiddi opnuðum“

segir Aldís í tilkynningu, en reksturinn hefur verið erfiður síðustu mánuði og svo bættist kórónuveiru-faraldurinn við sem gerði útslagið.

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Í gegnum árin hefur kaffihúsið Varmó boðið upp á góðar tertur, kaffi og brauðmeti og heitan mat í hádeginu og á kvöldin alla virka daga. Eigendur eru Aldís Atladóttir frá Varmadal (Varmó) og Kristinn Andersen (Kiddi á hótelinu).

Café Varmó í Vestmannaeyjum

Staðurinn bauð upp á fjölbreyttan heimilismat

Myndir: facebook / Café Varmó

Lesa meira

Starfsmannavelta

Thelma Theodórsdóttir ráðin hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík

Birting:

þann

Thelma Theodórsdóttir

Thelma Theodórsdóttir

Nýr hótelstjóri, Thelma Theodórsdóttir, hefur verið ráðin á Fosshótel Reykjavík sem er stærsta hótel landsins með alls 320 herbergi auk fullkominni funda- og ráðstefnuaðstöðu.

Einnig rekur hótelið Bjórgarðinn og hinn rómaða veitingastað Haust Restaurant. Hótelið er hluti af Íslandshótelum sem er stærsta hótelkeðja landsins.

Í tilkynningu kemur fram að Thelma lauk Bachelor of International Business in Hotel and Tourism Management, frá háskólanum César Ritz í Sviss árið 2010 eftir að hafa lokið diplómanámi í hótel og veitingahúsarekstri frá Menntaskólanum Kópavogi í samstarfi við César Ritz. Meðal fyrirtækja sem Thelma hefur starfað fyrir eru César Ritz, Centerhotels og Icelandair Hotels en hún hefur starfað í hótelgeiranum frá árinu 2003. Thelma starfaði í þrjú ár í bandaríska sendiráðinu þar sem hún gengdi stöðu siðameistara.

Thelma hefur starfað hjá Íslandshótelum frá árinu 2015 þegar hún kom að opnun Fosshótel Reykjavík og gegndi þar stöðu aðstoðarhótelstjóra til ársins 2018. Þar kom hún einnig að rekstri Haust Restaurant og Bjórgarðinum. Thelma tók í framhaldi við sem hótelstjóri á Hótel Reykjavík Centrum í mars 2018 ásamt rekstri á veitingastöðunum Uppsölum og Fjalakettinum. Thelma hefur setið í fagnefndum Íslandshótela og komið að stefnumótun og innleiðingum ferla hjá hótelkeðjunni. Að auki starfar Thelma sem kennari í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri við Opna háskólann í Reykjavík í samstarfi við César Ritz háskólann í Sviss.

Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnuhótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.

Mynd: Sigurjón Ragnar

Lesa meira

Starfsmannavelta

Hjörtur Valgeirsson ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela

Birting:

þann

Hjörtur Valgeirsson

Hjörtur Valgeirsson

Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela. Hjörtur lauk BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifaðist með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.

Hjörtur hefur starfað við hótelstörf frá árinu 1998 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði hann í Kína við veitingarekstur og gæðastjórnun. Hjörtur var í stjórnendateymi við innleiðingu á fyrsta Hilton hóteli Íslands á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hann starfaði í 3 ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandshótelum.

Einnig hefur Hjörtur starfað á The Halkin London og Crowne Plaza London. Á árunum 2014 – 2016 starfaði Hjörtur sem hótelstjóri á Centerhotel Þingholti. Frá árinu 2016 hefur Hjörtur starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli landsins og stýrt þar að auki veitingastöðunum Haust Restaurant og Bjórgarðinum.

Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnu hótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.

Mynd: aðsend

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag