Vertu memm

Frétt

Johan Bergström á Grillmarkaðinum í kvöld

Birting:

þann

Johan Bergström, Brand Ambassador Jack Daniel's Tennessee Whiskey

Í tilefni af Reykjavík Cocktail Weekend mun Johan Bergström, Brand Ambassador Jack Daniel’s Tennessee Whiskey, vera gestabarþjónn á Grillmarkaðinum í kvöld.

Johan mun ásamt kokteilsérfræðingum Grillmarkaðarins setja saman hreint út sagt svakalegan kokteilaseðil í tilefni Reykjavík Cocktail Weekend.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Frétt

Mexíkósk kjúklingasúpa – Breytt og staðfærð að kenjum kokksins

Birting:

þann

Mexikönsk Tómatsúpa með Chili og Kjúkling

Þetta er mjög kraftmikil súpa sem gott er að ylja sér við á köldum vetrarkvöldum. Mjög sniðug í veislur sem sjálfstæður réttur eða aðalréttur. Fékk þessa hjá Agnesi á Selfossi. Breytti og staðfærði að kenjum kokksins.

400 gr soðnar kjúklingabringur í teningum
200 gr saxaður laukur
3 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
1 grænn chilipipar fínsaxaður
2 rauður chili fínsaxaður
100 gr mais
100 gr soðnar nýrnabaunir
1 lítri tómatsafi
800 gr niðursoðnir tómatar í bitum
600 ml kjúklingasoð
1 búnt saxaður ferskur coriander
½ tsk chilipiparduft
½ tsk cayennapiparduft

Svitið hvítlaukinn, chilipiparinn og laukinn í dálítilli olíu. Öllum vökva bætt sman við og soðið rólega saman í 20-30 mínútur. Setjið kjúkling, mais og nýrnabaunir í súpuna. Smakkið til og bætið við chili eða kjötkrafti ef þurfa þykir. Súpan á að vera sterk og kraftmikil.

Meðlæti:
200 gr rifinn ostur
200 ml sýrður rjómi
200 ml Guacamole
Nachos flögur
Brauð og olífuolía

Skammtið súpuna í skál fyrir hvern og einn og setið meðlætið útí. Snakkið og rifinn ost efst.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Lesa meira

Frétt

Breyttar reglur um takmörkun á samkomum taka gildi 14. ágúst – Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns

Birting:

þann

Veitingastaður

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. Við aðstæður þar sem eðli starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja 2 metra og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur skal nota andlitsgrímu. Hjúkrunarheimilum, öðrum heilbrigðisstofnunum og sambærilegum stofnunum er gert skylt að setja reglur um starfsemi sína, svo sem um heimsóknir utanaðkomandi að heimilum og stofnunum.

Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns að hámarki. Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman.

Þær breytingar sem verða með nýrri auglýsingu um takmörkun á samkomum eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem fram koma í minnisblaði hans til ráðherra frá 11. ágúst síðastliðnum.

Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum
Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Nálægðartakmörkun í íþróttum
Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.

Andlitsgrímur
Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingunni skal aðeins nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi.

Börn
Börn fædd árið 2005 eða síðar eru áfram undanskilin ákvæðum 3. gr. auglýsingarinnar sem snúa að fjöldatakmörkun og 4. gr. um almenna nálægðartakmörkun.

Breytingarnar sem hér um ræðir snúa einungis að takmörkunum á samkomum vegna farsóttar innanlands, en gildandi auglýsing fellur úr gildi 14. ágúst. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er einnig fjallað um mögulegar breytingar á fyrirkomulagi vegna skimana á landamærum. Gildandi reglugerð hvað það varðar gildir til 15. september.

 

Lesa meira

Frétt

Lögreglan lokaði einum veitingastað

Birting:

þann

Lögreglan - Tveggja metra reglan

Í gærkvöldi fór lögreglan á þrettán veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu til að kanna ástand þeirra með tilliti til tveggja metra reglunnar, rýmis og sóttvarna.

Einum þeirra var lokað og gestum gert að yfirgefa staðinn.  Ekki er tekið fram í tilkynningu frá lögreglunni hvaða veitingastaður það er.

Ástandið á fjórum veitingastöðum var í mjög góðu lagi, þar af voru tveir þeirra til mikillar fyrirmyndar. Sjö stöðum var gert að huga betur að sýnum málum ætli þeir sér að taka á móti fleira fólki. Lögreglan veittu stöðunum leiðbeiningar um hvað mætti betur fara.

Einn staður hafði ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja metra reglu á tilteknu svæði en þar var ógjörningur að fylgja henni eftir. Sóttvarnir voru heldur ekki í lagi á staðnum. Ráðstafanir til úrbóta voru gerðar tafarlaust. Skýrsla verður skrifuð á brotið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Á einum veitingastaðnum voru aðstæður með öllu óviðunandi. Of margir voru inni á staðnum miðað við stærð hans, það var alls ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna og skortur á sóttvörnum var verulegur. Lögreglan þurfti að grípa til þess ráðs að loka staðnum tímabundið og rýma hann – þ.e. vísa öllum gestum út.

Eftirliti lögreglu varðandi veitingastaði er hvergi nærri lokið. Lögreglan mun fylgjast mjög vel með stöðu mála áfram. Öryggi á veitingastöðum og þar sem fólk kemur saman er lýðheilsumál.

Mynd: logreglan.is

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag