Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jason Atherton opnar nýtt veitingahús

Birting:

þann

Biltmore hótelið í Mayfair í Lundúnum

Biltmore hótelið í Mayfair í Lundúnum

Breski Michelin kokkurinn Jason Atherton opnar í dag, 21. apríl, nýtt veitinga,- og kaffihús sem staðsett er á Biltmore hótelsins í Mayfair í Lundúnum.

Einungis tvö ár eru síðan að Jason opnaði nýjan fine dining veitingastað sem ber heitið Betterment og er staðsett á Grosvenor Square hótelinu. Hótelið hafði þá farið í miklar endurbyggingu sem kostuðu ríflega 60 milljón pund.

Biltmore hótelið í Mayfair í Lundúnum

Jason Atherton kjúklingaborgarinn frægi

Café Biltmore verður opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 12 til 22 og framreiðir kokteila, vín, kampavín og létta rétti, t.a.m. signature rétti Atherton, steiktan kjúklingaborgara (sjá meðfylgjandi mynd), heimabakað pasta og eldbaka pizzu og sítrónutart með jógúrtsorbet.

Einungis útisæti eru í boði, þá bæði á Café Biltmore og Betterment, en áætlað er að opna aftur fyrir þjónustu innanhúss þann 17. maí n.k. ef takmarkanir stjórnvalda leyfa vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Jason Atherton er fæddur 6. september 1971 og er enskur matreiðslumaður og veitingamaður. Veitingastaður hans Pollen Street Social hlaut Michelin stjörnu árið 2011 sem þá var opnunarár veitingastaðarins. Hann var yfirkokkur á Michelin veitingastaðnum Maze í London sem er í eigu Gordon Ramsay, en Jason hætti 30. apríl 2010. Árið 2014 stjórnaði Jason sjónvarpsþáttunum My Kitchen Rules.

Myndir: facebook / The Biltmore Mayfair

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið