Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jamie Oliver opnar á Hótel Borg

Birting:

þann

Jamie Oliver

Jamie Oliver

Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „ Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í Apríl/Maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Jamie´s Italian staðirnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun.

Hótel Borg

Hótel Borg

Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á íslandi segir m.a:

„Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum“

Í tilkynningu er haft eftir Jamie Oliver:

„Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands segir Jamie Oliver – Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður.

Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi“

Í fréttatilkynningu segir að Jamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ghost Kitchen er nýjung á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað

Birting:

þann

Ghost Kitchen

Hjörleifur Árnason og Sölvi Antonsson

Eftir að hafa starfað sem matreiðslumenn á hinum ýmsu veitingastöðum á Íslandi og á Norðurlöndunum, þar sem oft er mikill handagangur í öskjunni, þá sáu þeir félagarnir Hjörleifur Árnason og Sölvi Antonsson tækifæri og bjóða nú upp á krafta sína við undirbúning fyrir veitinga-, og kaffihús ofl.

„Við höfum unnið á hinum ýmsu sviðum veitingareksturs, allt frá fjólþjóða iðnaðamanna mötuneyti til Michelinstjörnu staða, leikskóla eldhúsi, vöruþróun og svo saman á Vox og Lækjabrekku svo dæmi séu tekin.“

Segir Hjörleifur Árnason matreiðslu-, og kjötiðnaðarmeistari, í samtali við veitringageirinn.is.

„Það má því segja að hvert sem verkið er, þá treystum við okkur í það.“

Pantanir eru byrjaðar að streyma inn og Hjörleifur segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.

Ghost Kitchen

Ghost Kitchen

Ghost Kitchen hefur þegar byrjað að taka við pöntunum í minni veislur þar sem veislan er afhent tilbúin eða, ef þess er óskað, þá er hægt að fá þá félaga til að elda á staðnum. Það að fá kokkinn heim og elda getur sett matarboðið á algjörlega nýtt og hærra plan.

„Öll viljum við bjóða upp á framúrskarandi gæði, góðan mat og frábæra þjónustu. Það getur hinsvegar verið erfitt að finna tíma eða rétta starfsfólkið, þar komum við inn. Leyfðu okkur að hjálpa þér, svo þú getir blómstrað.“

Segir Hjörleifur að lokum.

Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið [email protected] eða á facebook síðu Ghost Kitchen hér.

Hjörleifur stefnir einnig á að opna nýjan matarvagn á Akureyri, sjá nánar hér.

Myndir: facebook / Ghost Kitchen

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi

Birting:

þann

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi, staðsettur á planinu hjá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eigendur eru feðgarnir Móses Kjartan Jósefsson og Philip Stefán Mósesson, en þeir bjóða upp á fimm tegundir af samlokum og úrval af gæðakaffi, eins og cappuccino, espresso, americano, caffe latte og einnig gos, ís úr vél og prótein smákökur.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Langvinsælasta samlokan á Punto Caffé er Lomito Italiano sem inniheldur rifið grísakjöt, tómata, avakadó og majones.

Í stuttu spjalli við blaðamann Skessuhornsins sagði Móses að hann væri ættaður frá Chile en hefði komið til Íslands árið 1998 en flutt í Borgarnes 2017.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Splunku nýjar tegundir af samlokum eru að skríða á matseðil þessa dagana, þær heita ave pimiento og ave palta Í Ave pimiento er mayjones salat með mæjónesi kjúklingabringu, grilluð papriku og í Ave Palta er kjúklingabringu með avókadó.
Einnig býður Punto Cafféupp á nýja vegan samloku með vegan snitseli.

Punto Caffé - Matarvagn í Borgarnesi

Myndir: facebook / Punto Caffé

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Monkeys opnar formlega – Svona lítur staðurinn út – Myndir

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Monkeys

Monkeys opnaði formlega nú á dögunum, en staðurinn er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum í Reykjavík.

Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. Allir hafa þeir áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.

Veitingastaðurinn Monkeys

Veitingastaðurinn Monkeys

Sjá einnig:

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í sumar – Sjáðu myndirnar af réttunum

Matseðill

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan.

Sjá matseðilinn hér.

Veitingastaðurinn Monkeys

Vínseðill

Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum og búið er að para hið fullkomna glas með hverjum rétti ásamt frábærum kokteilum.

Myndir: facebook / Monkeys Reykjavík

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið