Vertu memm

Frétt

Ítalskir dagar á Einsa Kalda í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

Einsi Kaldi og Michele Mancini (Mike)

Einsi Kaldi og Michele Mancini (Mike)

Michele Mancini (Mike), meistarakokkur frá Ítalíu mun sjá til þess að angan og bragð Toskanahéraðsins berist um veitingastaðinn Einsa kalda dagana 14., 15 og 16. mars n.k.

Mike er yfirkokkur á veitingastaðnum Enoteca L’olivo, en hann er staðsettur á hótel Stella Della Versilia, í Toskana héraði og er í eigu góðvinar hans Gianluca Buffon, markvarðarins snjalla.

Einsi og Mike ætla að byrja á að bjóða uppá pasta námskeið fimmtudaginn 14. mars.

Föstudaginn 15. mars og laugardaginn 16. mars verður síðan pop-up kvöldverður á Einsa kalda þar sem hefðbundnir ítalskir réttir verða í öndvegi, s.s. eins og gnocchi, osso bucco, carpacccio, lasagna o.fl.

Verðið fyrir kvöldverðinn er 8.900 kr.

Mynd: facebook / Einsi Kaldi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið