Vertu memm

Keppni

Íslenskur keppandi keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu

Birting:

þann

Anton Elí Ingason

Anton Elí Ingason

Í næstu viku, 28 jan – 2 feb, fara fram Ólympíuleikar ungkokka í Indlandi og mun Ísland eiga keppanda þar. Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti hreppti Ísland 6. sætið. Til mikils er að vinna, því verðlaunafé fyrir sigur í þessari sterku keppni er 1,2 milljónir.

Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata.

Er þetta í annað sinn sem að ísland tekur þátt.

Sjá einnig: Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi

Keppandinn sem um ræðir heitir Anton Elí Ingason og er frá Akranesi. Hann hefur verið aðstoðarmaður í Boucus O´dor þegar Bjarni Siguróli keppti fyrir Íslands hönd. Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.

Peru eftirrétturinn

Peru eftirrétturinn

Anton hefur æft stíft fyrir keppnina í Hótel og matvælaskólanum undanfarnar vikur. Í æfingunum skiptir tímasetning öllu segir Anton, því keppendum er úthlutað tíma í verkefnin, aðeins 1 og hálfur tími á hverjum keppnisdegi og eru verkefnin mjög margbreytileg. Allt frá úrbeiningu á kjúklingi og elda aðalrétt úr honum yfir í bakstur á perueftirrétti eða grænmetisrétti úr framandi hráefni.

Aðspurður segir Anton að hann hlakki mest til að vinna með allt það framandi hráefni sem verður skaffað, margt nýtt sem hann hefur ekki unnið með áður.

Hinrik Carl Ellertsson

Hinrik Carl Ellertsson

Þjálfarinn hans í keppninni er Hinrik Carl Ellertsson, sem var rekstarstjóri á Dill restaurant auk þess að starfa í dag sem kennari við Hótel og matvælaskólann.

„Ég hef mikla trú á drengnum, hann hefur staðið sig vel í undirbúningi og er mikil tilhlökkun í hópnum.“

Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir og myndir frá keppninni.

Einnig verður hægt að fylgja keppendum á Instagram reikning Matarauðs.

Myndband frá keppninni árið 2016

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Myndir frá móttöku Íslenska Kokkalandsliðsins

Birting:

þann

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Í tilefni þess að íslenska kokkalandsliðið kom heim í dag frá Ólympíuleikum Matreiðslumeistara með besta árangur liðsins til þessa í alþjóðlegu stórmóti, þá bauð Klúbbur matreiðslumeistara upp á móttöku fyrir velunnara liðsins og fjölskyldur.

Móttakan fór fram í húsi Matvís við Stórhöfða 31 í Reykjavík.

Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson hélt ávarp.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnvega- og nýsköpunarráðherra ávarpaði gesti og að lokum hélt Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara ræðu.

Með fylgja myndir frá móttökunni.

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Myndir: Andreas Jacobsen

Lesa meira

Keppni

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið klukkan 17:30 í dag

Birting:

þann

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi

Kokkalandsliðið 2020

Í tilefni þess að íslenska kokka landslið kemur heim núna eftir hádegi frá Ólympíuleikum Matreiðslumeistara með bestu árangur liðsins til þessa í alþjóðlegu stórmóti þá blæs Klúbbur matreiðslumeistara til móttöku fyrir velunnara liðsins og fjölskyldur.

Móttaka fyrir íslenska kokkalandsliðið klukkan 17:30 í dag.  Allir velkomnir.

Móttakan fer fram í húsi MATVÆLA- OG VEITINGAFÉLAG ÍSLANDS Stórhöfði 31, 110 Reykjavík – gengið inn fyrir neðan hús.

DAGSKRÁ

17:30 Forseti lýðveldisins, Guðni Th Jóhannesson kemur í hús

17:40 Kokkalandsliðið kemur í hús

17:50 Ávarp forseta lýðveldisins

18:00 Ávarp Atvinnu- og nýsköpunarráðherra

18:05 Ávarp Forseta Klúbbs matreiðslumeistara

Norðurlöndin í öllum efstu sætunum á Ólympíuleikum matreiðslumeistara – Ísland lenti í þriðja sæti í samanlögðum árangri allra landsliða leikunum

Íslenska kokkalandsliðið varð í þriðja sæti í samanlögðum árangri allra á Olympíuleikum matreiðslumeistara en verðlaunaafhending fór fram í gærmorgun. Liðið vann til gullverðlauna í öllum sínum keppnisgreinum og þegar árangur allra liða hafði verið lagður saman komst Ísland á verðlaunapallinn ásamt Noregi sem lenti í fyrsta sæti og Svíþjóð sem lentu í öðru sæti. Þannig má segja að þegar landslag matreiðslunnar á heimsvísu er skoða þá standa norðurlöndin öðrum framar. Samtals voru rúmlega þrjátíu lið sem unnu sér inn keppnis rétt á leikunum.

„Við höfum sýnt það á þessum Ólympíuleikum að þrátt fyrr það að búa ekki við sama stuðning og keppnislið norðurlandana þá erum við engir eftirbátar þeirra og við erum í fremstu röð á heimsvísu og þar ætlum við að vera.  Þetta hefði þó ekki verið hægt án allra þeirra sem leggja okkur lið í að komast hingað út. Ég verð sérstaklega að þakka Íslandsstofu, Ísey skyr og MS sem hafa verið með okkur í þessu verkefni og gert okkur kleift að ná þessum árangri“

Segir Björn Bragi Bragason, Forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem er úti í Stuttgart með liðinu.

Kokkalandsliðið hefur æft stíft síðustu 8 mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Þá er ótalið það hráefnið sem flytja þarf á staðinn en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um 2.000 af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. október og stendur til 19. október. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum, annars vegar er keppt í “Chef´s table” og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Í Chef´s table er framreiddur 7 rétta hátíðarkvöldverður fyrir 10 manna borð, auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur m.a. af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. Dómarar alls staðar að úr heiminum með tilheyrandi réttindi dæma í keppnunum þar sem meðal annars er tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.

Íslenska kokkalandsliðið hefur síðustu ár skipað sér meðal þeirra færustu í matreiðslu og er nú meðal 6 bestu kokkalandsliða heims.
Í Kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fóru með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmundsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marínó Kjartansson og Ívar Kjartansson.

Sjá fleiri fréttir hér.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Keppni

Sjáðu fagnaðarlætin hjá Íslenska Kokkalandsliðinu

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson hefur tekið saman myndasyrpu af Íslenska Kokkalandsliðinu, eins og kunnugt er, hreppti 3. sætið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi.

Bjarni var dómari á Ólympíuleikunum og dæmdi í Landsliðs keppni Restaurants og Nations sem er oft kallað heiti maturinn.

Fleiri fréttir hér.

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
    Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]
  • Frozen Margarita 22.02.2020
    Frozen Margarita45 ml Padré Azul Blanco22,5 ml Triple Sec22,5 ml Lime Safi 15 ml Sykursíróp Tækni: Blandaður Glas: CoupéSkreyting: Lime (salt ef fólk vill) Aðferð: Öll hráefnin sett í blandara ásamt einum bolla af muldum klaka. Lykil atriði að hella drykknum (krapinu) í ískalt coupé glas til að halda hitastiginu frosnu sem lengst

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag