Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Íslenskt þema á Michelin veitingastað í London

Birting:

þann

Texture - Iceland

Veitingastaðurinn Texture býður upp á íslenskt þema aðeins í nokkra daga þar sem boðið verður upp á fimm rétta kvöldverð og parað með sérvöldu víni.  Það er mateiðslumeistarinn Agnar Sverrisson eigandi Texture sem hefur tekið saman matseðilinn sem inniheldur humar, hreindýr með súkkulaðisósu, íslenska skyrið með bláberjum.

Texture - Iceland

Veislan fer fram í herbergi sem tekur einungis 16 manns í sæti og herlegheitin fara fram dagana 8. til 15 október næstkomandi.  Herbergið verður umbreytt í íslenskt landslag með lifandi mosa á veggjum, íslenskar trjágreinar og ull og í loftinu verða Norðurljós á meðan gestir njóta matarins.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Texture með því að smella hér.

 

Myndir: texture-restaurant.co.uk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið