Vertu memm

Frétt

Íslenskir kokkar í aðalhlutverki í þýskri bók

Birting:

þann

Länderküche: Island - Das Kochbuch. Kulinarische Entdeckungen im Land der Feen und Trolle. Rezepte,Landschaftsfotografie, Produzentenporträts

Í bókinni eru uppskriftir og viðtöl við 20 þekkta íslenska kokka, matreiðslumenn, áhugakokka, matvælaframleiðendur og kaffihúsaeigendur

Nú á dögunum kom út bók hjá bókaútgáfunni Christian Verlag í Þýskalandi.  Gudrun M. H. Kloes er þýðandi og höfundur.

Um er að ræða veglega bók á þýsku, en í henni eru viðtöl við 20 þekkta íslenska kokka, matreiðslumenn, áhugakokka, matvælaframleiðendur og kaffihúsaeigendur og hver þeirra er með 2 uppskriftir.

Við val uppskrifta var lögð áherslu á hráefni sem er einnig fáanlegt í þýskumælandi löndum. Auk þess eru í bókinni pistlar eftir Gudrunu Kloes um daglega lífið á Íslandi með klassískum uppskriftum, t.d. rúgbrauðið og brúntertu.

Gudrun M. H. Kloes

Gudrun flutti til Íslands fyrir rúmlega 30 árum og hefur verið búsett hér síðan. Hún hefur unnið margvísleg störf bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni en ávallt haft ritstörf og þýðingavinnu í hávegum.

ISLAND-KOCHBUCH eftir Maike Hanneck

ISLAND-KOCHBUCH eftir Maike Hanneck

Áslaug Snorradóttir tók ljósmyndir af réttunum, veitingastöðunum, kokkunum en einnig fylgja landslagsmyndir víða að af landinu. Áslaug er fær matarljósmyndari en hún hefur áður gefið út uppskriftabækur, einnig í samstarfi við kokka. Hún hefur t.a.m. unnið að sjónvarpsefni með Sveini Kjartanssyni matreiðslumeistara „Fagur fiskur“.

Gudrun hefur áður gefið út margvislegt efni um Ísland, þ.á.m. bókina Erotic Iceland. Hún rekur litla bókaútgáfu á Laugarbakka, sem m.a. gefur út ISLANDKOCHBUCH eftir Maike Hanneck. en sú bók er einnig til á frönsku.

Maike er dóttir Gudrunar og á heima í Þýskalandi en hún bjó mörgum árum á Íslandi og starfaði m.a. í gamla Staðarskála. Þær mæðgur hafa gefið út uppskriftabækur um íslenska matargerð, enda miklir matgæðingar.

Bókin er fáanleg hér á Amazon.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Frumvarp til breytinga á lögum vegna vinnslu iðnaðarhamps

Birting:

þann

Iðnaðarhampur

Iðnaðarhampur.
Algengt er að fólk hafi illan bifur á henni vegna þess að henni er oft ruglað saman við hamp sem ræktaður í þeim tilgangi að framleiða vímuefni.

Birt hafa verið í samráðsgátt drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um ávana- og fíkniefni vegna vinnslu iðnaðarhamps. Með frumvarpinu er lagt til að stjórnsýsla og verkefni sem varða innflutning á fræjum til landsins til ræktunar á iðnaðarhampi verði færð frá Lyfjastofnun til Matvælastofnunar. Umsagnarfrestur er til 4. mars.

Sjá einnig:

Ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns? Myndir og vídeó

Síðastliðið vor veitti heilbrigðisráherra Lyfjastofnun undanþáguheimild með reglugerðarbreytingu sem gerði innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Reglugerðin á sér stoð í 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%.

Eins og fram kom í tilkynningu ráðuneytisins um reglugerðarbreytinguna lagði ráðherra áherslu á að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða. Skýra þyrfti lagagrundvöll þessara mála og ábyrgð þeirra stofnana sem þurfa að koma að framkvæmdinni þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps. Skipaður var starfshópur í þessu skyni og eru frumvarpsdrögin sem nú eru birt til umsagnar niðurstaða af vinnu hans.

Sjá einnig:

Michelinstjörnu veitingastaður notar matarprentara og útkoman er ótrúleg – Sjáðu myndbandið

Í starfshópnum áttu sæti fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fulltrúi Lyfjastofnunar og fulltrúi Matvælastofnunar.

Athygli er vakin á því að frumvarpsdrögin fjalla ekki um CBD olíu (Cannabidiol) en þau mál eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

Birting:

þann

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt breyttar sóttvarnaraðgerðir

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og líkamsræktarstöðvar en þar er jafnframt óheimilt að hafa fleiri en 50 manns í rými.  Á íþróttakeppnum verður nú heimilt að hafa áhorfendur. Þetta er megininntak tilslakana á samkomutakmörkunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn voru gerðar varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum og átti reglugerðin að gilda til 3. mars. Í ljósi góðar stöðu á faraldrinum innanlands telur sóttvarnalæknir óhætt að gera enn frekari tilslakanir nú þegar, enda hafa aðgerðir á landamærum verið hertar til að draga enn frekar úr líkum á því að smit berist frá útlöndum. Fá smit hafa greinst innanlands undanfarið og þá hjá fólki sem þegar var í sóttkví. Ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar. Sóttvarnalæknir segir ekki hægt að fullyrða að landið sé „veirufrítt“ og brýnir því fyrir fólki að vera áfram varkárt og gæta að sóttvörnum.

Reglur um grímunotkun verða óbreyttar og áfram verður 2 metra nándarregla meginviðmið en þó með ákveðnum undantekningum eins og að neðan greinir.

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum:

Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda.

Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum.

 • Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum.
 • Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
 • Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.
 • Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.
 • Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil.
 • Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi.

Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.

Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.

Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í  hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns.

Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.

Mynd: stjornarradid.is

Lesa meira

Frétt

Í nógu að snúast hjá SFV

Birting:

þann

Eldhús - Ostrur

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa í nógu að snúast þessa dagana.

SFV sendi nú rétt í þessu frá sér eftirfarandi tíðindi af starfi samtakanna.

 • Við höfum ítrekað reynt að fá fund með Eflingu og Sólveigu Önnu. Það hefur ekki gengið eftir þar sem hún krefst þess að við gefum út yfirlýsingu fyrst sem styður þeirra baráttu um harðari refsingu til handa þeim sem ekki ná að borga vörsluskatta og laun við gjaldþrot. Fyrst er það að segja að við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að tala fyrir hönd félags sem enn er ekki formlega stofnað og hins vegar er skoðun Eflingar á skjön við fyrri samþykktir aðila vinnumarkaðarins og mun harðari.
 • Við áttum fund með fulltrúa Landlæknis um breytingu á sóttvarnarlögum og sendum inn tillögur í síðustu viku. Við erum að vona að þær komist inn þegar næstu breytingar eiga sér stað. Jákvæður fundur en það eru enn allir á bremsunni.
 • Við áttum fund með Áslaugu Örnu Dómsmálaráðherra sem tók okkur vel.
 • Við stefnum á stofnfund SFV 17 mars. Til að svo megi verða þurfum við rýmri samkomutakmarkanir og vonandi gengur það eftir. Við munum senda út nánari tilkynningu síðar en viljum hvetja ykkur til að bjóða ykkur fram til starfa og í stjórn. Þá þurfum við að fá fleiri veitingastaði með í félagið. Við höfum séð að samstaða er algjört grunnskilyrði þess að ná athygli og til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri.
 • Jóhann í Foodco sagði sig frá stjórnarstörfum nýlega og þökkum við honum kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Við auglýstum eftir nýjum aðila í undirbúningshópinn og Björn í Skúla Craft bar er mættur til leiks og við hlökkum til samstarfsins.

Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur boðað tilslakanir á sóttvarnarreglum sendu forsvarsmenn SFV þingmönnum og ríkisstjórn áskorun í dag, sem hægt er að lesa hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið