Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslenskir fagmenn svara spurningunni: Hvað minnir þig á jólin?

Birting:

þann

Jólin - Jólatré - Jólakúlur

Nokkrir fagmenn úr veitingabransanum svara spurningunni: Hvað minnir þig á jólin? Sumir misskildu spurninguna og tengdu minninguna við starfið sitt sem gerir svörin bara enn skemmtilegri og fjölbreyttari fyrir vikið.

Eggert Jónsson, bakari og konditor:

„Smákökur, Skata og heitt súkkulaði með rjóma.“

Sindri Guðbrandur Sigurðsson, matreiðslumaður:

„Helsta minningin mín af jólunum eru biðin og spennan yfir því að fara að opna pakkana, maturinn var aldrei eitthvað sem ég var spenntastur fyrir.  Ég og bræðrum mínum fannst taka óhemju langan tíma fyrir mömmu og pabba að ganga frá og vaska upp þau léku sér líklegast af því.  Afi las oftast á pakkana og oftar en ekki þá rákum við á eftir honum ef hann var of hægur haha. En í dag er maður lang spenntastur fyrir matnum og hafa það rólegt.“

Bjarni Siguróli Jakobsson, matreiðslumaður:

„Jólin byrja ekki hjá mér fyrr en ég finn rjúpu-ilminn hvarvetna heima.“

Barði Páll Júlíusson, matreiðslumaður:

„Fyrsta er auðvitað þegar ég tek þennan eina klassíska dag einhvern tíman um mitt sumarið, þar sem ég spila jólalög allan daginn í vinnuni. Síðan þegar nær dregur að jólum, þá eru nokkrar myndir eins og Harry Potter, Die Hard og Lord of the Rings (því hún kom um jólin?) sem minna mig alltaf á jólin og horfi ég yfirleitt á þær yfir vetratímabilið til að auka löngunina í jólin.“

Jóhannes Geir Númason, kjötiðnaðarmaður:

„Það sem kom fyrst upp í hugann hjá mér er kóksoðinn hamborgarhryggurinn hans pabba (Númi Geirmundsson kjötiðnaðarmeisari). Ég er enn að stæla þennan hrygg í dag, allir í minni fjölskyldu elska hann og rjómalöguðu rauðvínssósuna úr soðinu, algjörlega ómissandi.“

Logi Brynjarsson, matreiðslumaður:

„Það er rosa margt, fyrir jól kemur einungis hugsun um hvað það verður mikið flot!  Svo er það bakstur með fjölskyldunni og góður matur með engri sparsemi í hráefni.  Ég kemst samt í mesta jólaskapið og afgreiða skötuna þó ég borði hana ekki sjálfur.“

Daníel Pétur Baldursson, matreiðslumaður:

„Það sem minnir mig á jólin er skammdegið, daginn tekur að stytta og maður fer að huga að jólaréttum á matseðli og jólahlaðborðin eru skipulögð.  Börnin eru dugleg að minna mann á að það séu að koma jól og maður hefur skyldur heima fyrir líka, setja upp ljós og skreyta smá.“

Hjálmar Örn Erlingsson, matreiðslumaður:

„Rjúpur og kertaljós.“

Hafliði Halldórsson, matreiðslumaður:

„Það sem minnir mig á jólin eru sérstaklega matarhefðirnar, hjá mér og mínum eru það rjúpnaveiðar í nóvember og svo eldunin á rjúpu og meðlæti, þorláksmessuskatan sem þarf að vera ekta vestfirsk tindabykkja, hangikjötið og samveran með fólkinu mínu.“

Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður:

„Það er klárlega Toblerone jólaísinn hjá Mömmu og fara á Þorláksmessu kvöld á laugaveginn að kaupa síðustu gjöfina fyrir jólin.“

Sævar Már Sveinsson, framreiðslumaður:

„Hjá mér er það að baka Lúsíubrauð og hlusta á Jólaplötuna með Svanhildi Jakobs. Sú hugsun ratar beint í bernskuna.“

Gunnlaugur P. Pálsson, framreiðslumaður:

„Hjá mér er það í lok september þegar ég geri grunnin að jólaglögginni sem þarf að liggja og marinerast í 2 mánuði. Blanda saman kanil, nelikkum, engifer og sultuðum appelsínu berki í lög af dökku rommi og cognac, þá kemur svona jólalykt og undirbúningur jólanna er hafinn.“

Magnús Ólafsson, matreiðslumaður:

„Brúna lagkakan hennar mömmu, allt á kafi í snjó, að fá í skóinn, ég var svo lengi eina barnabarnið og fékk hundrað pakka.“

Styrmir Bjarki Smárason, framreiðslumaður:

„Maturinn er held ég að sé á toppnum þarna.  Þegar villibráðaréttirnir byrja að mæta á staðina og hvað hver og einn ætlar að gera.  Svo er auðvitað árlega Jólabjóra smakkið yndislegt.“

Örn Erlingsson, matreiðslumaður:

„Það sem ég elska við jólin er að það er mikil  vinna og aukavinna í boði á mörgum veitingastöðum og svo korter í jól kemst maður í jólagírinn með fjölskyldunni eftir öll lætin í desember.“

Jóhanna Húnfjörð, framreiðslumaður:

„Snjórinn finnst mér alltaf búa til jólin og svo er það jólamaturinn í góðri fjölskyldustemningu.
En sem mikið jólabarn get ég séð jólin í öllum hlutum í kringum mig þegar þau fara að nálgast.“

Ólafur Sveinn Guðmundsson, matreiðslumaður:

„Fyrir mér hafa jólin undanfarin ár verið langur og erfiður mánuður með löngum vöktum, sárum fótum og endalausum tímaskorti.“

Hilmar B. Jónsson, matreiðslumaður:

„Hamborgarhryggurinn og jólaljósin“

Rúnar Gíslason, matreiðslumaður:

„Ég segi að matarlega þá minnir grafinn lax og villigæs mig alltaf á jólin.“

Halldóra Guðjónsdóttir, framreiðslumaður:

„Ég elska jólin svo það er svo ótalmargt sem minnir mig á jólin.
En það sem minnir mig mest á jólin eru falleg jólaljós & snjór, jólatréið, heitt kakó, gott rauðvín og góður matur í faðmi fjölskyldunnar.“

 

Gleðileg jól kæru lesendur.

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel faldir veitingastaðir

Birting:

þann

Faldir veitingastaðir

Í maí birti Great Big Story myndband á Youtube um veitingastaði sem allir eiga það sameiginlegt að vera vandlega faldir.

Á meðal veitingastað er matsölustaður í bílaþvottastöð í Los Angeles, filippseyskan veitingastað, Michelin veitingastaði og kínverskan veitingastað sem er falinn undir torgi í Madríd, höfuðborg Spánar.

Það hefði verið gaman að sjá veitingastaðinn ÓX í myndbandinu, en hann er falinn á bak við Sumac á Laugavegi 28 og er talinn besti veitingastaðurinn á Íslandi að mati White Guide.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess

Birting:

þann

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun

Matkráin í Hveragerði hlýtur umhverfisverðlaun.
Mynd: hveragerdi.is

Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlýtur Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2020.

Hlýtur umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2020 fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess .. þar sem smekkvísi og hugmyndarauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi .

Í tilkynningu frá Matkránni segir:

„Ágætu Hvergerðingar, sunnlendingar allir og borgarbúar!
það er ekki laust við að vorið sé komið og sumar innan seilingar.
Og hvað gera “bændur” þá? jú sópa bæjarhelluna og taka fram útihúsgögnin.
Einnig hefur verið sett markísa og hitalampar til að gera notalegt.
Vonandi fáum við gott sumarstarfsfólk um helgar svo okkur takist að þjóna ykkur sem best.
Hlökkum til sumarvertíðar og erum vel undir hana búin.
Takmarka þarf gestafjölda en það vitum við öll gestir og veitingamennirnir og finnum útúr því saman.
Matkráin hlaut umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og erum við sérlega ánægðir og þakklátir fyrir þau.
Gleðilegt sumar og njótum þess að vera til.“

Veitingahúsið Matkráin í Hveragerði hóf starfsemi fyrsta dag júní mánaðar 2019.

Nýr veitingastaður í Hveragerði

Ekta danskt smurbrauð

Matkráin býður meðal annars upp á ekta danskt smurbrauð.

Myndir af smurbrauði: facebook / Matkráin

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er þessi Viceman?

Birting:

þann

Andri "Viceman" Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Andri „Viceman“ Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Fertugasti þátturinn er kominn út í Happy Hour hlaðvarpinu á vefnum viceman.is og það var Viceman sjálfur sem settist í stól viðmælanda.

Sá sem settist í stól Viceman sem spyrill var snillingurinn Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson eða Hjörvar eins og hann er oftast kallaður. Hjörvar semur meðal annars spurningar fyrir þáttaröðina Bjórdælan sem er að finna í Happy Hour.

Það var Hjörvar sjálfur sem hafði frumkvæðið enda hafði hann lengi langaði til að fá að spreyta sig sem spyrill í podcast þætti. Kom hann þá með þá hugmynd að hann skyldi fá að stjórna Happy Hour og láta Viceman í viðmælenda sætið og rekja sögu hans eins og gjarnan er gert í þáttunum.

Tv. Hjörvar og th.Viceman á góðri stundu (og nokkrum árum yngri)

Tv. Hjörvar og th.Viceman á góðri stundu (og nokkrum árum yngri)

Upptakan er frá því í desember á síðasta ári en hún var að mestu leyti gerð til gamans og engin sérstök áætlun um að birta hana.  Það var óhjákvæmilegt að komast hjá því að birta upptökuna með Hjörvari og Viceman og þá sérstaklega fyrir spyrils hæfileika Hjörvars.

Síðan Happy Hour fór í loftið í október 2019 hafa margir spurt sig þeirra spurningar “Hver er þessi Viceman?”

Þeirri spurningu er svarað í þættinum Takeover hér að neðan:

Fleiri fréttir af Andra hér.

Mynd: viceman.is

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag