Vertu memm

Frétt

Íslenska lambakjötið fer vel af stað í Þýskalandi

Birting:

þann

Lambasteik - Steik - Kjöt

Útrás íslensks lambakjöts hefur gengið upp og ofan í gegnum árin, og ekki allir haft erindi sem erfiði.

Hlynur Ársælsson, fulltrúi þýska heildsölufyrirtækisins RW-Warenhandels á Íslandi, í samstarfi við Kjarnafæði, Icelandic Lamb ehf. og þýska markaðsfyrirtækið Albert Rauch GmbH, reynir nú nýjar leiðir í þessum efnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Hugmyndin er að feta sig hægt en örugglega inn á markaðinn með því að bjóða fólki að smakka kjötið í völdum stórmörkuðum og selja það ferskt sem munaðarvöru. Undirbúningur hefur staðið í tvö ár og prufusala er hafin undir merkinu „Vikingyr“ með góðum árangri í sex verslunum EDEKA, stærstu stórmarkaðakeðju Þýskalands.

Að sögn Ingmar Rauch frá Albert Rauch GmbH, sem staddur var hér á dögunum, er ímynd lambakjöts í Þýskalandi gjörólík þeirri ímynd sem Íslendingar hafa af vörunni.

„Þegar fólk heyrir minnst á lamb þá kemur upp í huga þess kjöt af eins árs gömlu dýri, sem er ekki eins bragðgott og íslenska lambið,“

segir Rauch í samtali við Morgunblaðið, og bætir við að Þjóðverjar neyti helst kindakjöts á páskunum.

Rauch kynntist ungur íslenska hestinum í Þýskalandi, og hefur heimsótt Ísland reglulega. Hann vill veg landsins og íslenskra afurða sem mestan.

„Ég kom fyrst til Íslands árið 2003. Í heimsóknum mínum hef ég kynnst lambakjötinu og oft furðað mig á því af hverju það er ekki á Þýskalandsmarkaði. Ég hef oft velt fyrir mér leiðum til að koma því þangað á markað, en tímasetningin var aldrei rétt,“

segir Ingmar og fagnar því að nú hafi verið fundin góð leið inn á markaðinn.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í gær.

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið