Vertu memm

Keppni

Íslenska Kokkalandsliðið í 9. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu – Úrslitin úr öllum greinum hér

Birting:

þann

Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í matreiðslu 2016

Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í matreiðslu 2016
Mynd: olympiade-der-koeche.com

Í gær lauk Ólympíuleikarnir í matreiðslu sem haldnir voru í Erfurt á Þýskalandi og eru þetta stærstu Ólympíuleikarnir sem haldnir hafa verið frá upphafi eða frá árinu 1900.  25 þúsund gestir komu á leikana til að fylgjast með 2000 matreiðslumenn frá 59 þjóðum keppa til verðlauna í hinum ýmsum greinum.

Í landsliða keppninni var Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í samanlögðum stigum, Finnland var í öðru sæti og Sviss í þriðja sæti.

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Íslenska Kokkalandsliðið hlaut fern verðlaun
Mynd: Stefanía Ingvarsdóttir

Eins og fram hefur komið þá fékk Íslenska Kokkalandsliðið gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og bronsverðlaun.  Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art” og í 9. sæti í samanlögðum stigum. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í ungliða keppni Kokkalandsliða undir 25 ára, þá sigraði Svíþjóð, Sviss í 2. sæti og Noregur í 3. sæti.  pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í landshluta keppninni sigraði liðið frá Stokkhólm í Svíþjóð, liðið í 2. sæti var frá Skåne í Svíþjóð og í 3. sæti var liðið frá Amber Alliance í Rússlandi. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í veislu-, og mötuneytis keppninni sigraði lið Fazer frá Finnlandi og lið frá höfuðstöðvum Fazer var í 2. sæti og í 3. sæti var liðið frá Nationale Catering í Danmörku. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í útskurði „Life Carving“ sigraði Kao Shih Ta, í 2. sæti var Domenico Lucignano og Kuan-Min Chen í 3. sæti. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Fleira tengt efni hér.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið