Vertu memm

Keppni

Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall – „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!“

Birting:

þann

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi

Kokkalandsliðið hreppti 3. sæti á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu, en úrslitin voru kynnt rétt þessu í Stuttgart í Þýskalandi.

„Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!!!!!!“

er skrifað á facebook síðu Kokkalandsliðsins.

Þetta er í fyrsta skipti sem Íslenska Kokkalandsliðið kemst á verðlaunapall, en besti árangurinn á Ólympíuleikunum hingað til er 9. sætið.

Úrslit urðu:
1. sæti – Noregur
2. sæti – Svíþjóð
3. sæti – ísland

Innilega til hamingju.

Um keppnina

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi

Kokkalandsliðið 2020

Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnaði keppnin 25 ára afmæli. Þar mættust um 2.000 af færustu kokkum heims sem kepptu sín á milli um gull, silfur og brons verðlaunin. Keppnin hófst 14. október 2020 og stóð yfir til 19. október 2020. Lið frá um 60 þjóðum kepptu á leikunum.

Dómarar alls staðar að úr heiminum með tilheyrandi réttindi dæmdu í keppnunum þar sem meðal annars var tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.

Íslenska Kokkalandsliðið keppti í tveimur keppnisgreinum og fyrri keppnin var svo kallað „Chefs Table“ og seinni grein liðsins var „Hot Kitchen“.

Kokkalandslið fékk gull fyrir báðar keppnisgreinarnar en mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.

Chef´s table

Í Chef´s table var framreiddur 7 rétta hátíðarkvöldverður fyrir 10 manna borð, auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstóð m.a. af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og dessert

Hot Kitchen

Í keppninni um heitu réttina „Hot Kitchen“ var útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti.

Æfði stíft í 8 mánuði

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu 8 mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Þá er ótalið það hráefnið sem flytja þurfti á staðinn en Kokkalandsliðið lagði áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

Kokkalandsliðið 2020:

Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara
Kristinn Gísli Jónsson
Snorri Victor Gylfason
Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
Ísak Darri Þorsteinsson
Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson
Ísak Aron Ernuson
Chidapha Kruasaeng

Auk þess fóru með út aðstoðarmenn:

Ari Þór Gunnarsson
Aþena Þöll Gunnarsdóttir
Dagur Hrafn Rúnarsson
Guðmundur Halldór Bender
Kristján Örn Hansson
Valur Bergmundsson
Jón Þór Friðgeirsson
Ragnar Marinó Kjartansson
Ívar Kjartansson

 

Myndir: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir / facebook: Kokkalandsliðið

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið