Vertu memm

Keppni

Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall – „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!“

Birting:

þann

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi

Kokkalandsliðið hreppti 3. sæti á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu, en úrslitin voru kynnt rétt þessu í Stuttgart í Þýskalandi.

„Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!!!!!!“

er skrifað á facebook síðu Kokkalandsliðsins.

Þetta er í fyrsta skipti sem Íslenska Kokkalandsliðið kemst á verðlaunapall, en besti árangurinn á Ólympíuleikunum hingað til er 9. sætið.

Úrslit urðu:
1. sæti – Noregur
2. sæti – Svíþjóð
3. sæti – ísland

Innilega til hamingju.

Um keppnina

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi

Kokkalandsliðið 2020

Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnaði keppnin 25 ára afmæli. Þar mættust um 2.000 af færustu kokkum heims sem kepptu sín á milli um gull, silfur og brons verðlaunin. Keppnin hófst 14. október 2020 og stóð yfir til 19. október 2020. Lið frá um 60 þjóðum kepptu á leikunum.

Dómarar alls staðar að úr heiminum með tilheyrandi réttindi dæmdu í keppnunum þar sem meðal annars var tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.

Íslenska Kokkalandsliðið keppti í tveimur keppnisgreinum og fyrri keppnin var svo kallað „Chefs Table“ og seinni grein liðsins var „Hot Kitchen“.

Kokkalandslið fékk gull fyrir báðar keppnisgreinarnar en mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.

Chef´s table

Í Chef´s table var framreiddur 7 rétta hátíðarkvöldverður fyrir 10 manna borð, auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstóð m.a. af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og dessert

Hot Kitchen

Í keppninni um heitu réttina „Hot Kitchen“ var útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti.

Æfði stíft í 8 mánuði

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu 8 mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Þá er ótalið það hráefnið sem flytja þurfti á staðinn en Kokkalandsliðið lagði áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

Kokkalandsliðið 2020:

Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara
Kristinn Gísli Jónsson
Snorri Victor Gylfason
Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
Ísak Darri Þorsteinsson
Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson
Ísak Aron Ernuson
Chidapha Kruasaeng

Auk þess fóru með út aðstoðarmenn:

Ari Þór Gunnarsson
Aþena Þöll Gunnarsdóttir
Dagur Hrafn Rúnarsson
Guðmundur Halldór Bender
Kristján Örn Hansson
Valur Bergmundsson
Jón Þór Friðgeirsson
Ragnar Marinó Kjartansson
Ívar Kjartansson

 

Myndir: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir / facebook: Kokkalandsliðið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bocuse d´Or

Enn ein frestunin á Bocuse d’Or

Birting:

þann

Bocuse d´Or - Sirha Spirit

Bocuse d’Or hefur sent frá sér tilkynningu um frestun á evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar vegna Covid-19 ástandsins. Í fyrra var tilkynnt að keppnin yrði haldin í Tallinn Eistlandi nú í júní 2020 sem síðar var frestað til 3. – 4. september næstkomandi.

Nú rétt í þessu var ný dagsetning tilkynnt sem er 15. og 16. október 2020 og verður eins og áður segir haldin í Tallinn í Eistlandi.  Aðalkeppnin verður haldin 26. og 27. janúar 2021 í Lyon í Frakklandi líkt og hefur verið frá upphafi keppninnar.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands í forkeppninni.

Sjá einnig:

Bocuse d´Or: hver verður þjálfari og aðstoðarmenn Sigurðar?

Lesa meira

Keppni

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2020 – fyrri partur

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2020

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2020 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 7. júní sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina, svo viljum við sérstakalega þakka Ásmundi á Grand Hóteli fyrir að veita okkur fyrsta flokks aðstöðu með mjög stuttum fyrirvara.

Gyllta Glasið 2020

Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.

6 hvítvín ( tvö voru hnífjöfn ), 10 rauðvín og 4 rósavín hlutu Gyllta glasið 2020 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:

J. Lohr Cardonnay 2018

Peter Lehmann Portrait Riesling Eden Valley 2017

Beringer Founder’s Estate Chardonnay 2016

Chateau Ste Michelle Riesling 2018

Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2016

Beringer Napa Valley Chardonnay 2015

Rauðvín:

Trivento Golden Reserve Malbec 2018

Hess Select North Coast Cabernet Sauvignon 2016

Thelema Mountain Shiraz 2015

Emiliana Coyam 2017

Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2018

Trapiche Gran Medalla Malbec 2016

Alamos Malbec 2018

Trapiche Perfiles Malbec 2018

Matua Valley Pinot Noir 2018

Brancott Pinot Noir 2016

Rósavín:

La Baume Pinot Noir Rosé 2019

Cameleon Pink Shiraz 2018

Tommasi Baciorosa 2019

Stemmari Rosé 2019

Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli

Gyllta Glasið 2020

Gyllta Glasið 2020

Gyllta Glasið 2020

Gyllta Glasið 2020

Lesa meira

Keppni

Úrslit í fagkeppni MFK

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Breytt fyrirkomulag var á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í ljósi aðstæðna vegna COVID-19, en í stað veglegrar verðlaunadagskrár var gefinn út í staðinn veglegur bæklingur þar sem dómarar og verðlaunavörur kynntar.

Smellið hér til að sjá öll úrslitin í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag