Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðngreina haldið í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars 2017

Birting:

þann

Í matreiðslu og framreiðslu verður keppt í tveimur flokkum: Ungliðakeppni þar sem fer fram val á keppendum fyrir Euro Skills 2018 og nemakeppni sem er undankeppni fyrir Norrænu nemakeppnina í Danmörku 2018.

Undankeppni Euro Skills 2018

Keppt verður í matreiðslu og framreiðslu. Inntökuskilyrði eru að keppendur mega ekki vera eldri en 24 ára 1. des 2017. Sigurvegarar öðlast keppnisrétt á Euro Skills í Búdapest 26. – 28. september 2018. Sigurvegarar þurfa að vera reiðubúnir í æfingaferli ári fyrir keppni.

Nemar, sveinar og meistarar eru allir gjaldgengnir í þessa keppni eina skilyrðið er aldurstakmarkið.

 Í matreiðslu er keppnin fjögurra rétta dinner:

Skelfiskforréttur (heitur) – 2 garnish hið minnsta

 • 1 tegund af heitri sósu hið minnsta
 • Skelfiskur mystery

Service – 3 diskar (2 fyrir dómara og 1 til sýnis)

Fiskur forréttur (heitur) – 2 garnish hið minnsta

 • 1 heit sósa hið minnsta
 • Fiskur mystery

Service – 7 diskar ( 4 fyrir gesti, 2 fyrir dómara og 1 til sýnis)

Kjöt aðalréttur (heitur) – 2 tegundir af grænmeti hið minnsta

 • 1 tegund af sterkju mið minnsta
 • 1 tegund af sósu hið minnsta
 • Kjöt mystery

Service – 3 diskar eitt fat  (4 fyrir gesti á fati, 2 fyrir dómara og 1 til sýnis)

Dessert (kaldur) – 2 garnish hið minnsta

 • 1 tegund af sósu hið minnsta
 • Rétturinn verður að innihalda marzipan

Service – 7 diskar (4 fyrir gesti, 2 fyrir dómara og 1 til sýnis)

Í framreiðslu verður keppt í:

Blindsmakki á léttvíni – Vínlisti kynntur síðar

 • 4 Hvít
 • 4 Rauð

Ávaxtaskurður:

 • minnst 3 ávextir
 • mystery basket ávextir

Boxing table

 • Dúkað upp borð fyrir Rússneskan Service
 • 10 mismunandi Servéttubrot

Ostaskurður og framreiðsla

 • Lágmark þrír ostar til afgreiðslu
 • Afgreitt sem milliréttur

Klassísk Kokteilgerð

 • Blanda 3 mismunandi drykki, tvo af hverri tegund.

Upptekning á fjögurra manna borði ásamt hliðarborði

Service úr eldhús

 • 3 rétta matseðill
 • Franskur service á einum réttanna

Vínpörun 

 • fyrir 3 rétta matseðil og ostana

Undankeppni fyrir Norrænu nemakeppnina í Danmörku 2018

Keppt verður í framreiðslu og matreiðslu. Inntökuskilyrði er að nemar mega ekki vera eldri en 22 ára 1.maí 2017.

Fimm efstu keppendur í matreiðslu og framreiðslu keppa til úrslita í Hörpu á undan keppninni Kokkur ársins og Þjónn ársins í september nk. Tveir efstu í úrslitum í matreiðslu og framreiðslu munu keppa í Norrænu nemakeppninni í Danmörku 2018.

Verkleg keppni nema í matreiðslu og framreiðslu – verkefni nemanna er mystery basket

Skráning er hafin

Umsóknir berast til [email protected] merkt Norræna nemakeppnin eða Euro skills 2018 og er umsóknarfrestur til 18.febrúar

Samsett mynd frá myndum á skillsiceland.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Kristinn og Sigurður verða fulltrúar Íslands á Euro Skills keppninni í Búdapest

Birting:

þann

Euro Skills - Búdapest 2018

Kristinn Gísli Jónsson

Í forkeppni Euro Skills keppninnar í matreiðslu kepptu fimm til úrslita. Niðurstöður keppninnar voru eftirfarandi:

1. sæti Kristinn Gísli Jónsson – Dill
2. sæti Íris Jana Ásgeirsdóttir – Fiskfélagið
3. sæti Kara Guðmundsdóttir – Fiskfélagið

Euro Skills - Búdapest 2018

Sigurður Borgar

Í forkeppni Euro Skills keppninnar í framreiðslu kepptu einnig fimm til úrslita. Niðurstöður keppninnar voru eftirfarandi:

1. sæti Sigurður Borgar – Vox
2. sæti Alma Karen Sverrisdóttir – Icelandair Natura
3. sæti Gréta Sóley Arngrímsdóttir – Icelandair Natura

Kristinn Gísli Jónsson og Sigurður Borgar verða fulltrúar Íslands á Euro Skills keppninni í Búdapest sem haldin verður á næsta ári dagana 26. – 28. september 2018.

 

Myndir: Skills Iceland

Lesa meira

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Úrslit úr nemakeppni í kjötiðn – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Nemakeppni í kjötiðn 2017

Jóhannes Geir Númason yfirdómari og Helga Hermannsdóttir við vinningskæliborðið

Helga Hermannsdóttir kjötiðnaðarnemi hjá Norðlenska sigraði nemakeppnina í kjötiðn sem haldin var á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni nú um helgina.

Það voru fimm keppendur sem kepptu til úrslita og fékk hver nemandi einn lambaskrokk og tvær klukkustundir til að úrbeina skrokkinn og stilla upp í kæliborðinu með réttunum.  Allir keppnisréttir voru síðan til sölu á sýningunni.

Úrslit urðu þessi:

1. sæti – Helga Hermannsdóttir – Norðlenska
2. sæti – Alex Tristan Gunnþórsson – Kjöthúsið
3. sæti – Rakel Þorgilsdóttir – Kjarnafæði

Vídeó

Myndir

Myndir: Skills Iceland

Lesa meira

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Úrslit úr forkeppni Norrænu nemakeppninnar

Birting:

þann

Forkeppni Norrænu nemakeppninnar 2017

Dómarar fylgjast vel með

Forkeppni Norrænu nemakeppninnar var haldin á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni nú um helgina.

Framreiðsla

Samtals kepptu sjö að þessu sinni í framreiðslunni. Þau fimm hæstu sem komust áfram í forkeppninni sem haldin verður í Hörpunni í september n.k., samhliða keppninni Kokkur ársins, eru eftirfarandi í stafrófsröð.

Axel Árni Herbertsson – Bláa lónið
Rakel Siva – Radisson Blu Hótel Saga
Sandra Óskarsdóttir – Bláa lónið
Sandra Sif Eiðsdóttir – Radisson Blu Hótel Saga
Sigurður Borgar – Vox

Matreiðsla

Samtals kepptu níu að þessu sinni í matreiðslunni.  Þau fimm hæstu sem komst áfram í úrslistakeppninni sem verður haldin í Hörpu í september n.k., samhliða keppninni Kokkur ársins, eru eftirfarandi í stafrófsröð.

Bjarki Þorsteinsson – Kolabraut
Elmar Ingi Sigurðsson – Radisson Blu Hótel Saga
Michael Pétursson – Vox
Hinrik Lárusson – Radisson Blu Hótel Saga
Svala Sveinsdóttir – Icelandair Marina

Tveir efstu í úrslitum í matreiðslu og framreiðslu munu keppa í Norrænu nemakeppninni í Danmörku 2018.

Mynd: Skills Iceland

 

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag