Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Íslandshótel byggja hótel í Kvosinni að lækjargötu 12

Birting:

þann

Hótel Kvosin - Íslandshótel

Efnt var til hönnunarsamkeppni á vegum Íslandshótela og Minjaverndar fyrr á þessu ári vegna nýrrar hótelbyggingar sem áætlað er að rísi að Lækjargötu 12 í Reykjavík árið 2018. Tillaga teiknistofunnar Gláma-Kím varð fyrir valinu en hún hefur verið ein helsta teiknistofa landsins á undanförnum áratugum.

Í tillögunni tekur hönnun byggingarinnar mið af vistvænum sjónarmiðum þegar kemur að byggingar- og kerfislausnum. Mikil áhersla verður lögð á orkusparnað ásamt því að móta heilnæmt og þægilegt umhverfi fyrir gesti. Tillagan gerir ráð fyrir að nýbyggingin falli að bæjarmyndinni með lágstemmdu, hlýlegu yfirbragði en litið var til hönnunar húsa í nágrenninu þegar leitað var eftir fyrirmyndum og innblástri fyrir hönnunarvinnu. Húsin á byggingarreitnum eru misstór og byggð úr mismunandi efnum og þannig verður reynt að brjóta upp byggingarmassa hins nýja hótels þannig að byggingin lagi sig því að þeirri byggð sem fyrir er.

Tillagan gerir ráð fyrir að byggingin verði fimm hæðir auk kjallara. Á jarðhæð er fyrirhugað að hafa verslanir, veitingastað og bar, eldhús og skrifstofur auk sex almennra herbergja. Í kjallara verður heilsulind og fundarherbergi auk bílageymslu. Hótelið verður fjögurra stjörnu og í tilögum Gláma-Kím er gert ráð fyrir 115 herbergjum, þar af tíu svítur, en fjöldi herbergja getur breyst. Eitt af því sem er spennandi við þetta 2 verkefni er það mun rísa skjólsæll garður í bakgarðinum sem tengist öðrum bakgörðum á byggingarreitnum. Þannig verður til nýtt almenningsrými í miðbænum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.  Heildarbyggingarflötur ofanjarðar er áætlaður 5001 m² en neðanjarðar 1531 m², ef áætlanir ganga eftir.

Hótel Kvosin - Íslandshótel

Rekstur Íslandshótela hefur gengið afar vel á undanförnum árum og hefur fyrirtækið átt þátt í fjölgun gistirýma á Íslandi undanfarin ár, bæði á landsbyggðinni sem og í Reykjavík. Íslandshótel opnaði í júní á þessu ári Fosshótel Reykjavík, fjögurra stjörnu hótel sem jafnframt er það stærsta á landinu með 320 herbergi. Á síðasta ári opnaði Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði í gamla franska spítalanum og hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Auk þess sem byggt var við Fosshótel Vatnajökul og herbergjum fjölgað um 40 með heildarframboði upp á 66 herbergi í dag. Framkvæmdir hófust við Fosshótel Húsavík á síðasta ári en að þeim loknum mun hótelið bjóða upp á 111 herbergi ásamt 11 ráðstefnu- og fundarsölum. Framkvæmdir eru svo hafnar á Hnappavöllum við Öræfajökul en þar er áætlað að rísi nýtt fjögurra stjörnu 104 herbergja hótel, Fosshótel Jökulsárlón, á næsta ári.

Um Íslandshótel
Íslandshótel hf. eiga og reka 15 hótel. Þau eru Grand Hótel Reykjavík, 311 herbergja fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel, Hótel Reykjavík Centrum, 89 herbergja fjögurra stjörnu hótel í miðbæ Reykjavíkur og Best Western Hótel Reykjavík ásamt Fosshótelunum sem eru 12 talsins. Hjá Íslandshótelum starfa þegar mest lætur um 800 manns og í sumar mun fyrirtækið bjóða upp á rúmlega 1.400 herbergi.

 

Myndir: aðsendar/ Gláma-Kím

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið