Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Instagram mynd nóvember mánaðar 2019

Birting:

þann

Bocuse d´Or

Teymið á bak við styrktardinner hjá Bocuse d’or Akademíunni

Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í nóvember var mynd frá Lux veitingum.

Haldin var styrktarkvöldverður hjá Bocuse d’or Akademíunni í Golfskálanum Oddi, á Urriðarvelli, en Lux Veitingar sjá um allar veitingar í golfskálanum.

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Mynd: Instagram / Lux veitingar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ólafur „loðkjammi“ Ólafsson í skemmtilegu viðtali hjá Viceman

Birting:

þann

Ólafur Örn Ólafsson er framreiðslumaður að mennt

Ólafur Örn Ólafsson er framreiðslumaður að mennt

Ólafur Örn Ólafsson einnig þekktur sem meistarakokkur, vín sérfræðingur, framreiðslumaður, þjónn, sjónvarpsmaður, dansari og nú síðast loðkjammi. Það eitt er víst að það skartar enginn veitingamaður á Íslandi jafn mörgum og fjölbreyttum viðurnöfnum.

Ólafur eða Óli eins og hann er oftast kallaður, er án efa einn skemmtilegasti veitingamaður landsins, en hann var gestur Viceman í þættinum Vínkaraflan sem er hægt að hlusta í spilaranum hér að neðan:

Mynd: viceman.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kjarnafæði gefur matvælabraut VMA hraðkæli

Birting:

þann

Hraðkælir - Sjokker

Rúnar Ingi Guðjónsson (til hægri), gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði, afhenti Benedikt Barðasyni skólameistara, fyrir hönd VMA, hraðkælinn.

Óhætt er að segja að fjölmörg fyrirtæki hugsi hlýlega til skólastarfs í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og sýni skólanum í verki stuðning með margvíslegum hætti.

Slíkt er ómetanlegt og hjálpar skólanum, eins og hann vill og kappkostar, að vera í fremstu röð. Mikilvægur þáttur í starfi verknámsskóla eins og VMA er að vera vel tækjum búinn og þar stendur hnífurinn oft í kúnni því mörg tæki á verknámsbrautunum kosta mikla peninga en fjárheimildir til tækjakaupa eru hins vegar þröngar.

Mýmörg dæmi eru um að atvinnulífið hafi hlaupið undir bagga og gert VMA kleift að fá ýmsan tækjabúnað til kennslu sem ekki hefði verið mögulegt fyrir skólann að kaupa.

Nýjasta dæmið er hraðkælir – stundum kallaður sjokker – sem hefur lengi vantað í eldhúsið á matvælabraut VMA. Júlía Skarphéðinsdóttir, formaður Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, gekk í málið og setti upp áætlun um að safna fjármunum frá mörgum fyrirtækjum til þess að fjármagnað kaupin á hraðkælinum.

Hraðkælir - Sjokker

Hún hafði fyrst samband við Kjarnafæði og þurfti ekki að leita lengra því Kjarnafæði ákvað að kaupa kælinn og færa matvælabraut VMA hann að gjöf.

Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði, afhenti Benedikt Barðasyni skólameistara, fyrir hönd VMA, hraðkælinn.

Þetta er afar höfðinglegur stuðningur Kjarnafæðis við skólann og margoft áður hefur fyrirtækið verið matvælabrautinni sterkur bakhjarl. Fyrir hraðkælinn og allan stuðning Kjarnafæðis við skólastarfið vill Verkmenntaskólinn koma á framfæri einlægum þökkum til eigenda og stjórnenda fyrirtækisins.

Myndir: vma.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hafsteinn þjónn er ekkert á leiðinni heim

Birting:

þann

Hafsteinn Egilsson framreiðslumeistari

Hafsteinn Egilsson

Hafsteinn Egilsson framreiðslumaður og veitingamaður, fluttist til Tenerife fyrir um tveimur árum. Hann stendur í töluverðum rekstri á eyjunni ásamt viðskiptafélögum sínum en Hafsteinn rekur þar tvo bari og eitt hótel. Hann ræddi við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100 en þátturinn var í beinni útsendingu frá Tenerife í síðustu viku.

Fékk „kikkið“

Hafsteinn segist ætla að búa áfram á Tenerife því þar líði honum vel.

„Trausti, sonur minn, hefur búið hér 12 ár. Áður fór ég oft í heimsókn til hans í kannski viku eða tíu daga. Síðustu þrjá dagana var mig farið að hlakka til að fara aftur heim til Íslands.“

Eitt skiptið ákvað Hafsteinn að bregða út frá vananum.

„Ég ákvað einu sinni að dvelja í heilan mánuð og þá fékk ég „kikkið“ út úr því að vera hér. Ég fór í allt annan gír. Það lá ekkert á, það hægðist á öllu og manni leið vel. Svo fengum við tækifæri í að fjárfesta hér úti og stukkum á það.“

Tvo og hálfan tíma hjá gjaldkera

Hafsteinn þarf oft að fara í sendiferðir í bankaútibú á Tenerife, rekstrar síns vegna. Það reynir oft á taugarnar þar sem þolinmæðistaugar Íslendingsins eru oft þandar til hins ýtrasta. Hafsteinn segir að skrifræðið oft vera yfirþyrmandi:

„Bankakerfið hér fengi ekki háa einkun heima.  Kannski stendur utan á hurð bankans að hann eigi að opna klukkan 08:30. Korteri síðar, klukkan 08:45 er mögulega verið að snúa lyklinum. Einn daginn þurfti ég að leggja inn en þá var talningavélin biluð. Gjaldkerinn lokaði þá bara og fór heim. Svona er þetta bara.“

Það tekur sinn tíma að stunda bankaviðskipti á Tenerife og Hafsteinn rekur, í skemmtilegu spjalli við þá félaga í K100, sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, að síðasta ferð hans í bankann hafi tekið tvo og hálfan klukkutíma.

Gjaldkerinn tók m.a. upp á að loka í hálftíma og kúnninn á undan honum í röðinni lenti á kjaftatörn í þrjú korter.

„Það þarf þolinmæði hér. Það er enginn að flýta sér. Starfsfólkið er allt alúðlegt og rólegt og allt fínt hér að öðru leiti,“

sagði Hafsteinn sem fer í sund eftir golf og hlustar á Bubba í sólbaði.

um Hafstein

Hafsteinn byrjaði 1. maí klukkan 14:00 að læra þjóninn í Grillinu og starfaði á Hótel Sögu til ársins 1991. Opnaði þá ásamt Herði Sigurjónssyni Naustið og rak það til 1. janúar 1996 við góðan orðstír.

Hafsteinn var veitingastjóri á Hótel Borg til ársins 1998, er hann fór aftur á Hótel Sögu til ársins 2006 og rak þá síðustu árin veitingadeildina ásamt syni hans Níelsi Hafsteinssyni framreiðslumeistara.

Keypti Iðusali sem hann rak til ársins 2009 og keypti síðan Rauða Ljónið við Eiðistorg þar sem hann starfar enn.

Að ógleymdu átti hann ásamt syni sínum Níelsi fyrsta veitingastað þeirra Rauða Sófann frá 1989-1991.

Hafsteinn var lengi mjög virkur í Barþjónaklúbbnum og var forseti í 4 ár og stjórn í mörg ár. Hafsteinn var mikill keppnismaður og keppti bæði erlendis og hér heima og varð meðal annars Íslandsmeistari árið 1979.

Mynd: aðsend

Lesa meira
  • World Bartender Day 24.02.2020
    Alþjóðlegur dagur Barþjóna Í dag 24 febrúar er alþjóðlegur dagur barþjóna. Að gefnu tilefni langar Viceman að senda kveðjur til allra barþjóna og óska þeim til hamingju með daginn.  Það er ótrúlega margt sem starf barþjónsins felur í sér. Að búa til drykki, dæla bjór, skenkja víni eða opna gosflösku er vissulega partur af starfinu enn […]
  • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
    Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag