Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Instagram mynd ágúst mánaðar 2019

Birting:

þann

Loftur Loftsson

Loftur Loftsson

Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í ágúst s.l. er frá veitingastaðnum Tre Tjenere sem staðsettur er á eyjunni Bornholm, rétt fyrir utan Danmörk.

Á bak við veitingastaðinn standa þjónaparið Tinna Óðinsdóttir og Loftur Loftsson ásamt móður Tinnu, Ásrúnu Gísladóttur.

Sjá einnig: Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Bornholm er hátt skrifaður áfangastaður í matarferðamennsku þar sem íbúafjöldinn er 40 þúsund. Eyjan er oft kölluð “Foodie island” og er margt í boði fyrir matarunnendur, en þar er t.a.m.„slow beer“ brugghús og hágæða hveiti frá Valsemølle sem að Loftur heldur á í meðfylgjandi mynd. Bornholm reykhúsin fylgja gömlum hefðum við reykingu á síld og makríl, Bornholm snapsar eru að ryðja sér til rúms, ásamt handverks-sinnepi og fleiru spennandi í matvælaframleiðslu á eyjunni.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

Hágæða vín á Tre Tjenere

Á vínseðli Tre Tjenere eru einungis í boði vín sem eru unnin samkvæmt aldagömlum aðferðum í víngerð, óáreitt gæðavín

Mynd: Instagram / Tre Tjenere

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bóndadagurinn – Magnús á Réttinum: „Við þurftum að fara á byrjunarreit aftur…“ – Myndband

Birting:

þann

Magnús Þórisson matreiðslumeistari

Magnús Þórisson matreiðslumeistari

Bóndadagurinn er í dag og markar upphaf Þorra og þá borða Íslendingar þorramat, súra hrútspunga, svið og íslenskan gamaldags mat.

Á Suðurnesjum hafa nokkur þúsund manns sótt vinsæl þorrablót undanfarin ár. Þau verða hvergi núna en líkalega verða nokkur miklu minni í heimahúsum.

Einn þeirra sem þarf að hjálpa til í því er Magnús Þórisson matreiðslumeistari og hans fólk á Réttinum í Keflavík. Hann setti þorramat í trog og tók á móti sjónvarpsmönnum Víkurfrétta með súrum pungum.

Mynd: Skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gamla bíó í samstarf við Lux veitingar

Birting:

þann

Lux Veitingar

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson

Gamla bíó hefur hafið samstarf við Lux veitingar og munu þeir nú sjá um veitingar í öllum veislum í Gamla bíó.

Lux veitingar voru stofnaðar af þeim Hinriki Lárussyni og Viktori Erni Andréssyni árið 2018. Eins og nafnið gefur til kynna þá standa Lux veitingar fyrir lúxus, gæði og persónulega þjónustu. Viktor og Hinrik hafa starfað á mörgum af bestu veitingastöðum Íslands.

Viktor og Hinrik kynntust þegar þeir kepptu í heimsmeistarakeppni í matreiðslu ‘Bocuse d´Or árið 2017. Báðir hafa þeir mikla ástríðu fyrir keppnismatreiðslu og voru báðir í Kokkalandsliðinu um nokkur ára skeið.

Viktor Örn vann gull í keppninni kokkur ársins árið 2013 og 2014 tók hann einnig gullið í norðurlandakeppninni.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kokkarnir og kolefnisfótsporið – Landsfrægir matreiðslumeistarar á Zoom fundi

Birting:

þann

Kokkur - Matreiðslumaður

Slow food Reykjavík, hefur opnar pallborðsumræður um ábyrgð matreiðslumanna í loftslagsmálum. Kolefnisspor matvælaframleiðslu er gríðarþungt og er það mikilvægur póstur til að draga saman losun.

Hvert og eitt okkar getur gert margt, en kokkar og matreiðslumenn sem elda fyrir fjölda manns á hverjum degi geta gert meira, er fram kemur í facebook viðburði hjá Slow food Reykjavík.

Til þess að ræða þessi mál eru:

Sævar Helgi Bragason, sem gerði hina frábæru þættina: Hvað höfum við gert?, og hefur sérfræðiþekkingu á loftslagsmálum.

Dominique Plédel Jónsson sem hefur verið kyndilberi Slow food hugsjónarinnar hér á landi um árabil.

Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu, sem hefur þróað kolefnisreikni fyrir máltíðir, Matarspor

Kokkarnir

Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og eigandi Slippsins í Vestmanneyjum.

Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari í Seðlabankanum.

Gunnar Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi Mathússins Bjargarsteins í Grundarfirði.

Kristín Birta Ólafsdóttir, nýútskrifaður matreiðslumaður.

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari stýri umræðum, formaður Slow food Reykajvík og hefur mikið unnið í matarsóunarmálum.

Viðburðinum verður streymt á fésbókarsíðu Slow food Reykjavík á morgun Fimmtud. 21. janúar kl 16 – 17.30.

Áhorfendum gefst kostur á að senda inn spurningar og athugasemdir.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag