Vertu memm

Frétt

Íhuga lokun Íslendingahótels í Austurríki vegna afbókana

Birting:

þann

Hotel Speiereck

Hotel Speiereck
Mynd: facebook / Hotel Speiereck

Guðvarður Gíslason hótel- og veitingamaður hefur ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirunnar á rekstur hans, en hann rekur skíðahótelið Skihotel Speiereck í bænum St. Michael im Lungau í Austurríki og Gamla bíó hér heima á Íslandi.

Guðvarður „Guffi“ Gíslason veitingamaður
Mynd: úr safni

Skíðahótelið keypti hann í desember síðastliðnum ásamt félögum sínum Árna Rúdólfi Rúdólfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni og sáu þeir fram á líf og fjör þar um páskana. Eins og staðan er núna er ólíklegt að svo verði.

Sjá einnig: Hópur Íslendinga kaupa Íslendingahótelið í austurrísku Ölpunum

„Hótelið í Austurríki hefur verið þekkt fyrir að vera heimavöllur Íslendinga og það hafa verið afbókanir undanfarið. Ástæðan er nú ekki hræðsla við veiruna sem slíka, enda hefur ekki komið upp neitt tilfelli á því svæði og fullt að gera í brekkunum.

Það er meira það að fólk er ekki tilbúið að fara í viku til útlanda og lenda síðan í tveggja vikna stoppi, þá geturðu alveg farið í þriggja vikna frí í Karabíska hafinu,“

segir Guðvarður kíminn í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Vídeó

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið