Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Iðunn Sigurðardóttir keppir í Euro Skills í Gautaborg

Birting:

þann

Iðunn Sigurðardóttir

Iðunn Sigurðardóttir

Euro Skills keppnin fer fram dagana 1. – 3. desember nk. í Gautaborg.  Keppnin er haldin annað hvert ár á móti World Skills keppninni.  Keppnin í ár er haldin í Gautaborg og koma keppendur víða að frá Evrópulöndunum. Nú fara sjö keppendur frá Ísland út og keppa þau í jafnmörgum greinum. Reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.

Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS, standa fyrir þátttöku Íslands í Euro Skills keppninni í matreiðslu ásamt Verkiðn.

Hafliði Halldórsson og Iðunn Sigurðardóttir

Hafliði Halldórsson og Iðunn Sigurðardóttir

Iðunn Sigurðardóttir keppir fyrir hönd Íslands.  Iðunn lauk sveinsprófi í desember 2015. Hún var matreiðslunemi á Fiskfélaginu og meistari hennar var Lárus Gunnar Jónasson. Hún var með hæstu einkunn á sveinsprófi árið 2015 og fékk verðlaun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Iðunn tók þátt í Norrænu nemakeppninni í matreiðslu árið 2014 og eins tók hún þátt í Norrænni keppni ungra matreiðslumanna í Danmörku í apríl sl.  Iðunn er yfirmatreiðslumaður á Matarkjallaranum og hóf störf þar í maí sl.

Keppni í Gautaborg stendur yfir í þrjá daga. Verkefnin í keppninni eru eftirfarandi:

  • Anda galantine.
  • Eftirréttur þar sem megin hráefnið er marsipan.
  • Fiskréttur í forrétt,  hráefnið er óþekkt.
  • Skelfisréttur, þar sem meginhráefnið er „Euorpean lobster“.
  • Aðalréttur, aðalhráefni er kjöt sem er óþekkt. Keppendur skera fyrir.
  • Heitt og kalt fingurfæði.
  • Kex eða smákökur með ávaxtasalati.

Þjálfari og dómari er Hafliði Halldórsson matreiðslumaður.

 

Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Bjarni Gunnar Kristinsson

Þessir réttir tryggðu Viktori þriðja sætið í Bocuse d´Or – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2017

Íslenska teymið fagnaði vel og innilega.
F.v. Hinrik Örn Lárusson aðstoðarmaður Viktors, Viktor Örn Andrésson Bocuse d´or keppandi, Sturla Birgisson dómari fyrir Íslands hönd, Sigurður Helgason þjálfari og Orjan Johannessen forseti dómnefndar

Eins og kunnugt er þá lenti Ísland í þriðja sætið af tuttugu og fjórum þjóðum í Bocuse d´Or sem haldin var í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar s.l.  Það var Viktor Örn Andrésson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Hinrik Örn Lárusson.

Bocuse d´Or 2017

Grænmetisrétturinn

Hráefnið sem keppendur þurftu að elda úr var 100% grænmetis réttur án eggja og mjólkurvara VEGAN. Keppendur framreiddu fjórtán diska fyrir dómara. Þetta er í fyrsta skipti sem grænmetis réttur er í Bocuse d´Or.

Bocuse d´Or 2017

Kjötrétturinn

Ásamt Vegan réttinum þurftu keppendur að matreiða hinn fræga Bresse kjúkling og skelfisk og Viktor framreiddi hann á glæsilegu silfur fati sem kostar svipað og nýr lítill fólksbíll.

Keppendur þurftu að sameina þessi tvö hráefni ásamt meðlæti á fat fyrir fjórtán manns.  Bresse kjúklingurinn og skelfiskur var einmitt aðalhráefnið í fyrstu Bocuse d´Or keppninni árið 1987.

Bocuse d´Or 2017

Kjötrétturinn

Það voru Bandaríkin sem fóru með sigur af hólmi í keppninni og Norðmenn fengu silfur.

Heildarúrslit í Bocuse d´Or 2017

Bocuse d´Or 2017

Viktor keppti í fyrra í undankeppni Bocuse d´Or og var sú keppni haldin í Búdapest höfuðborg Ungverjalands.  Viktor lenti í 5. sæti í undankeppninni og að auki hlaut hann eftirsóttu verðlaunin: Besti fiskrétturinn, en uppistaðan í fiskréttinum var Styrja og kavíar.  Maturinn var borinn fram á fallegum viðarplötum og á glæsilegu speglafati.

Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins og fulltrúi Íslands í Bocuse d´or keppninni árið 2015.  Sigurður lenti í 7. sæti í undankeppni Bocuse d´or árið 2014 og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson.

Sigurður lenti síðan í 8. sæti árið 2015 í sjálfri aðal Bocuse d’Or keppninni sem haldin er annað hvert ár í Lyon í Frakklandi og honum til aðstoðar var Rúnar Pierre Heriveaux.

Bocuse d´Or hinn óumdeilda heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu hefur verið haldin síðan 1987 og hélt upp á 30 ára afmælið sitt núna í janúar 2017.

Fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999, en það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Árið 2001 vann Hákon Már Örvarsson til bronsverðlauna.

Bocuse d´Or 2017

Til gamans má geta að Ísland hefur verið í topp 10 sætum frá því Ísland tók fyrst þátt í Bocuse d’Or keppninni árið 1999.

Vídeó

Meðfylgjandi myndir eru af réttunum sem tryggðu Viktori þriðja sætið í Bocuse d´Or 2017, ásamt myndbandi sem að Bjarni Gunnar Kristinsson tók upp og klippti til.

Veitingageirinn.is með ítarlega umfjöllun

Veitingageirinn.is fylgdist grannt með Bocuse d´Or keppninni eins og hefur verið gert í gegnum árin, en hægt er að lesa brot af yfirlit frétta á eftirfarandi vefslóðum eða allar Bocuse d´Or fréttir með því að smella hér:

[feed url=“http://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“10″ ]

Myndir: bocusedor.com

Lesa meira

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bocuse d´or: Viktor hefur lokið keppni – Keppnisdagur Viktors í hnotskurn – Vídeó

Birting:

þann

Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or

Einbeiting og kraftur.
Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or keppandi og honum til aðstoðar Hinrik Örn Lárusson til hægri.

Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður er á Bocuse d´or í Lyon í Frakklandi og að sjálfsögðu með myndavélina á lofti eins og honum einum er lagið.

Hér að neðan má sjá nokkur myndbrot frá því í morgun þar sem Viktor Örn Andrésson keppir fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar er Hinrik Örn Lárusson.

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Viktor hefur lokið keppni

Nú rétt í þessu var Viktor að skila réttunum sínum og það var ekki annað hægt að sjá í útsendingunni að allt var óaðfinnanlegt.  Verðlaunaafhendingin verður sýnd í beinni útsendingu í dag klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

 

Myndband og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Bjarni Gunnar Kristinsson

Hátíðarkvöldverður KM í máli og myndum

Birting:

þann

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara 2017

Kanína, jarðskokkar, blandaðir sveppir

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara var haldinn í gær laugardaginn 8. janúar í Hörpu.  Um 150 matreiðslumenn, 60 framreiðslumenn og nemar komu beint eða óbeint að því að gera kvöldið ógleymanlegt.  Gestirnir voru um 430 þar sem boðið var upp á fjölbreyttan hátíðarkvöldverð.

Skrunið niður til að horfa á vídeó.

Sjá einnig: Einn flottasti Hátíðarkvöldverður á Íslandi á næsta leiti – Sjáðu mat-, og vínseðilinn hér

Fyrir kvöldið voru gerðar stuttar vídeókynningar á matnum sem hægt er að sjá í fyrri hluta myndbandsins hér að neðan en í seinni hlutanum eru klippur úr veitingageira snappinu.  Til gamans má geta að á þriðjudaginn 3. janúar s.l. barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um flygildi sem var á sveimi yfir tónlistar- og samkomuhúsinu Hörpu.  „Engin hætta var á ferðum“ sagði Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari Hörpu og áhugaljósmyndari, í samtali við mbl.is, en Bjarni var þá að taka upp efni fyrir Hátíðarkvöldverðinn.

Vídeó

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Myndbandsgerð:
Bjarni Gunnar Kristinsson
Unnar Ari grafískur hönnuður
Guðjón Steinsson
Sveinn Steinsson

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag