Euro Skills keppnin fer fram dagana 1. – 3. desember nk. í Gautaborg. Keppnin er haldin annað hvert ár á móti World Skills keppninni. Keppnin í ár er haldin í Gautaborg og koma keppendur víða að frá Evrópulöndunum. Nú fara sjö keppendur frá Ísland út og keppa þau í jafnmörgum greinum. Reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.
Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS, standa fyrir þátttöku Íslands í Euro Skills keppninni í matreiðslu ásamt Verkiðn.
Hafliði Halldórsson og Iðunn Sigurðardóttir
Iðunn Sigurðardóttir keppir fyrir hönd Íslands. Iðunn lauk sveinsprófi í desember 2015. Hún var matreiðslunemi á Fiskfélaginu og meistari hennar var Lárus Gunnar Jónasson. Hún var með hæstu einkunn á sveinsprófi árið 2015 og fékk verðlaun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Iðunn tók þátt í Norrænu nemakeppninni í matreiðslu árið 2014 og eins tók hún þátt í Norrænni keppni ungra matreiðslumanna í Danmörku í apríl sl. Iðunn er yfirmatreiðslumaður á Matarkjallaranum og hóf störf þar í maí sl.
Keppni í Gautaborg stendur yfir í þrjá daga. Verkefnin í keppninni eru eftirfarandi:
Anda galantine.
Eftirréttur þar sem megin hráefnið er marsipan.
Fiskréttur í forrétt, hráefnið er óþekkt.
Skelfisréttur, þar sem meginhráefnið er „Euorpean lobster“.
Aðalréttur, aðalhráefni er kjöt sem er óþekkt. Keppendur skera fyrir.
Heitt og kalt fingurfæði.
Kex eða smákökur með ávaxtasalati.
Þjálfari og dómari er Hafliði Halldórsson matreiðslumaður.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs
Íslenska teymið fagnaði vel og innilega. F.v. Hinrik Örn Lárusson aðstoðarmaður Viktors, Viktor Örn Andrésson Bocuse d´or keppandi, Sturla Birgisson dómari fyrir Íslands hönd, Sigurður Helgason þjálfari og Orjan Johannessen forseti dómnefndar
Eins og kunnugt er þá lenti Ísland í þriðja sætið af tuttugu og fjórum þjóðum í Bocuse d´Or sem haldin var í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar s.l. Það var Viktor Örn Andrésson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Hinrik Örn Lárusson.
Grænmetisrétturinn
Hráefnið sem keppendur þurftu að elda úr var 100% grænmetis réttur án eggja og mjólkurvara VEGAN. Keppendur framreiddu fjórtán diska fyrir dómara. Þetta er í fyrsta skipti sem grænmetis réttur er í Bocuse d´Or.
Kjötrétturinn
Ásamt Vegan réttinum þurftu keppendur að matreiða hinn fræga Bresse kjúkling og skelfisk og Viktor framreiddi hann á glæsilegu silfur fati sem kostar svipað og nýr lítill fólksbíll.
Keppendur þurftu að sameina þessi tvö hráefni ásamt meðlæti á fat fyrir fjórtán manns. Bresse kjúklingurinn og skelfiskur var einmitt aðalhráefnið í fyrstu Bocuse d´Or keppninni árið 1987.
Kjötrétturinn
Það voru Bandaríkin sem fóru með sigur af hólmi í keppninni og Norðmenn fengu silfur.
Heildarúrslit í Bocuse d´Or 2017
Viktor keppti í fyrra í undankeppni Bocuse d´Or og var sú keppni haldin í Búdapest höfuðborg Ungverjalands. Viktor lenti í 5. sæti í undankeppninni og að auki hlaut hann eftirsóttu verðlaunin: Besti fiskrétturinn, en uppistaðan í fiskréttinum var Styrja og kavíar. Maturinn var borinn fram á fallegum viðarplötum og á glæsilegu speglafati.
Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins og fulltrúi Íslands í Bocuse d´or keppninni árið 2015. Sigurður lenti í 7. sæti í undankeppni Bocuse d´or árið 2014 og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson.
Sigurður lenti síðan í 8. sæti árið 2015 í sjálfri aðal Bocuse d’Or keppninni sem haldin er annað hvert ár í Lyon í Frakklandi og honum til aðstoðar var Rúnar Pierre Heriveaux.
Bocuse d´Or hinn óumdeilda heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu hefur verið haldin síðan 1987 og hélt upp á 30 ára afmælið sitt núna í janúar 2017.
Fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999, en það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Árið 2001 vann Hákon Már Örvarsson til bronsverðlauna.
Til gamans má geta að Ísland hefur verið í topp 10 sætum frá því Ísland tók fyrst þátt í Bocuse d’Or keppninni árið 1999.
Vídeó
Meðfylgjandi myndir eru af réttunum sem tryggðu Viktori þriðja sætið í Bocuse d´Or 2017, ásamt myndbandi sem að Bjarni Gunnar Kristinsson tók upp og klippti til.
Veitingageirinn.is með ítarlega umfjöllun
Veitingageirinn.is fylgdist grannt með Bocuse d´Or keppninni eins og hefur verið gert í gegnum árin, en hægt er að lesa brot af yfirlit frétta á eftirfarandi vefslóðum eða allar Bocuse d´Or fréttir með því að smella hér:
Einbeiting og kraftur. Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or keppandi og honum til aðstoðar Hinrik Örn Lárusson til hægri.
Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður er á Bocuse d´or í Lyon í Frakklandi og að sjálfsögðu með myndavélina á lofti eins og honum einum er lagið.
Hér að neðan má sjá nokkur myndbrot frá því í morgun þar sem Viktor Örn Andrésson keppir fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar er Hinrik Örn Lárusson.
Nú rétt í þessu var Viktor að skila réttunum sínum og það var ekki annað hægt að sjá í útsendingunni að allt var óaðfinnanlegt. Verðlaunaafhendingin verður sýnd í beinni útsendingu í dag klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Fyrir kvöldið voru gerðar stuttar vídeókynningar á matnum sem hægt er að sjá í fyrri hluta myndbandsins hér að neðan en í seinni hlutanum eru klippur úr veitingageira snappinu. Til gamans má geta að á þriðjudaginn 3. janúar s.l. barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um flygildi sem var á sveimi yfir tónlistar- og samkomuhúsinu Hörpu. „Engin hætta var á ferðum“ sagði Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari Hörpu og áhugaljósmyndari, í samtali við mbl.is, en Bjarni var þá að taka upp efni fyrir Hátíðarkvöldverðinn.
Vídeó
Mynd: skjáskot úr myndbandi
Myndbandsgerð:
Bjarni Gunnar Kristinsson
Unnar Ari grafískur hönnuður
Guðjón Steinsson
Sveinn Steinsson