Vertu memm

Keppni

Iðunn í 10. sæti í EuroSkills matreiðslu keppninni – Myndir og vídeó

Birting:

þann

EuroSkills keppnin 2016

Iðunn Sigurðardóttir

Iðunn Sigurðardóttir lenti í 10. sæti af 21 keppendum á EuroSkills matreiðslu keppninni sem fram fór dagana 1. – 3. desember í Gautaborg.  Í fyrsta sæti var Johan Kurkela frá Finnlandi, í öðru sæti var Manuela Wechselberger frá Austurríki og í þriðja sæti var Ruth Hansom frá Bretlandi.  Þjálfari Iðunnar var Hafliði Halldórsson matreiðslumaður.

Eins og áður segir þá fór EuroSkills keppnin fram dagana 1. – 3. desember s.l. í Gautaborg í Svíþjóð.  Keppnin er haldin annað hvert ár á móti WorldSkills keppninni. Keppendur koma víða að frá Evrópulöndunum, 28 löndum og yfir 500 keppendur.  Um 65 þúsund gestir komu á keppnisstað.

Sjö keppendur frá Íslandi kepptu í jafnmörgum greinum, en reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.  Frá Íslandi var keppt í hársnyrtiiðn, matreiðslu, pípulögnum, rafvirkjun, grafísk miðlun, málmsuðu, húsasmíði.

Ísland fékk Medallion for Exellence í pípulögnum, matreiðslu og rafvirkjun, en sú viðurkenning er veitt fyrir faglega vinnu í keppninni.

Það er Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS sem standa fyrir þátttöku Íslands í EuroSkills keppninni í matreiðslu ásamt Verkiðn.

Næsta EuroSkills verður haldið í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018.

Vídeó

Með fylgir vídeó af samantekt hjá Gunnari Kjartanssyni sem var einn af keppendum í EuroSkills:

Myndir

Einnig fylgja myndir af Íslenskum keppendunum í öðrum iðngreinum:

 

Myndir: euroskills2016.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið