Vertu memm

Starfsmannavelta

Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?

Birting:

þann

IÐNÓ, menningarhús við Tjörnina í Reykjavík

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.

Iðnó var lokað fyrir um 8 mánuðum síðan, rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan var að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu tímum.

Iðnó skellir í lás

Markmið Reykjavíkurborgar með útleigu Iðnó er að:

 • Iðnó verði opin og lifandi miðstöð menningarstarfs sem laði að sér breiðan hóp gesta.
 • Menningarstarfsemi Iðnó verði af þeim meiði að hún auki fjölbreytni í menningarlandslagi miðborgarinnar.
 • Allri starfsemi í húsinu verði hagað á þann veg sem hæfir merkri sögu þess, byggingagerð og staðsetningu í hjarta borgarinnar. Fyllsta tillit sé tekið til þessa í innréttingum, tæknibúnaði, rekstri og umgengni.

Mat tilboða:

Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:

 • Fyrirhugaðri menningarstarfsemi og hversu vel hún samræmist markmiði Reykjavíkurborgar með útleigunni.
 • Reynslu umsækjanda af menningarrekstri.
 • Leigufjárhæð og getu til að standa skil á henni.
 • Annarri starfsemi sem eykur sýnileika hússins og aðsókn að því.

Umsækjendur sem sækjast eftir því að taka húsið á leigu skulu vera í skilum með opinber gjöld og greiðslur lífeyrissjóðsiðgjalda og geta ekki verið í vanskilum við Reykjavíkurborg.

Sérstök matsnefnd Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar ásamt fulltrúa úr menningarlífi borgarinnar mun fara yfir umsóknir.

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka ákjósanlegasta tilboði að dómi matsnefndar eða hafna öllum.

Athygli skal vakin á því að möguleiki er til veitingareksturs í Iðnó sem gæti stutt við aðra starfsemi hússins.

Samningstími:

Gert er ráð fyrir að nýr leigusamningur hefjist 1. mars 2021 og gildi til fimm ára með möguleika á framlengingu í allt að þrjú ár til viðbótar, samþykki báðir aðilar slíka framlengingu.

Samningsaðilum er heimilt að segja upp samningnum með eins árs fyrirvara, þó eigi fyrr en 1. mars 2022.

Nánari upplýsingar:

Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar tekur á móti fyrirspurnum á netfangið [email protected]

 Umsókn um leigu Iðnó 2021

Fylgigögn með umsókn:

Eftirfarandi gögnum ber að skila með umsókn:

 1. Staðfesting frá Tollstjóra að umsóknaraðili sé í skilum með opinber gjöld.
 2. Staðfesting frá viðkomandi lífeyrissjóðum að umsóknaraðili sé í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld.
 3. Greinargerð sem lýsir fyrirhugaðri menningarstarfsemi og reynslu af menningarstarfsemi.
 4. Tilgreina hverjir samstarfsaðilar umsóknaraðila eru, ef um þá er að ræða.
 5. Greiðsluhæfi leigjanda til að geta staðið undir umsömdum leigugreiðslum.

Skil umsókna:

Skilafrestur umsókna er til og með 7. febrúar 2021. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir framangreindan tíma.

Umsóknir skulu berast til menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar með annarri hvorri af eftirfarandi leiðum:

 • í lokuðu umslagi í móttöku ráðhúss Reykavíkur við Tjarnargötu.
 • með tölvupósti á [email protected]. Sendi umsækjandi þátttökutilkynningu með tölvupósti skal hann ganga úr skugga um að þátttökutilkynning hafi skilað sér til menningar- og ferðamálasviðs með staðfestingu þess efnis.

Mynd: reykjavik.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Veitingastaðurinn Eyrin á Akureyri hættir rekstri

Birting:

þann

Eyrin veitingastaður

Fyrir rúmlega ári síðan tóku hjónin, Aðalheiður Hannesdóttir og Guðmundur Ragnar Sverrisson, við veitingarekstrinum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Sjá einnig:

Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi

Þau sendu frá sér tilkynningu um að loka staðnum þar sem rekstur veitingastaðarins stóð ekki undir sér vegna COVID 19.

Hjónin Aðalheiður Hannesdóttir og Guðmundur Ragnar Sverrisson.

Eigendur Eyrinnar eru hjónin, Aðalheiður Hannesdóttir og Guðmundur Ragnar Sverrisson.

Tilkynningin í heild sinni:

„Kæru viðskiptavinir.
Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum það að Eyrin Restaurant hefur verið lokað. Eftir frábærar viðtökur Akureyringa og annarra gesta frá því að við opnuðum haustið 2019 vorum við spennt fyrir því að bjóða upp á dýrindis veitingar við notalegt andrúmsloft í Menningarhúsinu Hofi til framtíðar.

Hinsvegar eftir gríðarlegar áskoranir í kjölfar Covid-19 sem við reyndum að aðlagast eftir fremsta megni með dyggri aðstoð gesta okkar er það orðið ljóst að rekstur Eyrin Restaurant stendur ekki undir sér. Eyrin Restaurant var rekinn af okkur hjónunum Guðmundi og Aðalheiði og voru flutningar norður yfir heiðar með börnum okkar fimm fyrirhugaðir og að allir myndu leggja árar í bát við að skapa framúrskarandi veitingastað á Akureyri. Eftir mikla íhugun höfum við því miður sætt okkur við að vegna áhrifa Covid-19 mun sá draumur ekki verða að veruleika.

Við viljum þakka ótrúlega góðar viðtökur og viðskipti við okkur, það hefur verið okkur ómæld ánægja að taka á móti ykkur síðastliðna 14 mánuði.

Guðmundur og Aðalheiður, Eyrin Restaurant“

Myndir: facebook / Eyrin veitingastaður

Lesa meira

Starfsmannavelta

Rótgróinn veitingastaður lokar

Birting:

þann

Café Bleu Kringlunni

Café Bleu Kringlunni

Café Bleu er rótgróinn veitingastaður og kaffihús á Stjörnutorgi Kringlunnar sem hefure boðið upp á góða þjónustu sem og fjölbreyttan matseðil hefur verið lokað samkvæmt heimildum fréttastofu mbl.is.

Café Bleu Kringlunni

„Já, það er rétt,“ segir Berglind Hallgrímsdóttir sem rekið hefur Café Bleu ásamt Einari Val Einarssyni undanfarin þrettán ár í samtali við visir.is en þau tóku við rekstrinum árið 2007.

Café Bleu var upphaflega opnaður í október 1999 og eiga margir íslenskir fagmenn í veitingageiranum góðar minningar um veitingastaðinn, þá bæði sem störfuðu á staðnum og aðrir sem kíktu í kaffi til þeirra.

Fregnir herma einnig að miklar breytingar verða á Stjörnutorgi sem er veitingasvæði Kringlunnar, en það verður endurhannað og þar á meðal opnar nýr veitingastaður þar sem Café Bleu var áður staðsett.

Myndir: facebook / Café Bleu Kringlunni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Hátæknivæddasti Food bar í heimi til sölu

Birting:

þann

Ice+fries

Í apríl í fyrra opnaði einn tæknilega fullkomnasti bar heims. Róbotar sáu um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur var á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi.

Sjá einnig:

Einn háþróaðasti veitingastaður heims opnar á Hafnartorgi – Róbotar sjá um að hrista kokteila

Staðurinn heitir Ice+fries Glacierfire og er staðsettur við Hafnartorg í Reykjavík.

Nú er staðurinn til sölu, en í fréttatilkynningu segir að Ice+fries er sérstaklega byggður upp með „franchise“ og útrás til annarra landa í huga og fyrirmynd annarra Ice+fries staða í heiminum.

Í kjölfar opnunar Ice+fries í Reykjavík í fyrra, var stefnt að opnun fleiri staða, víðsvegar um heiminn. Má þar nefna, Berlín, Lissabon og París. Erlendar hótel og veitingahúskeðjur sýndu strax áhuga á Ice+fries, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ice+fries

Glacierfire hefur eytt yfir 2 milljónir dollara (um 270 milljónir ísl. kr.) í byrjunarkostnað til koma hugmyndinni á framfæri.

Ice+frie er einnig með GlacierFire vörumerkið til sölu, drykkjarvörufyrirtæki með fjölbreyttar lúxus drykkjarvörur sem drykkjarvörubirgir fyrir veitingastaðina., sjá vefsíðu hér.  Sem getur selst með eða aðskilið. Enda tvær ólíkar viðskiptahugmyndir.

Einnig stórkostlegir möguleikar þar, enda hafa erlendir aðilar talað um Glacierfire sem best heppnaða markaðssetning í drykkjarvörum, sem þeir hafa séð. Einn eigandana vill halda áfram með með merkið og er með sterk erlend dreifingasambönd.

Ice+fries

Í tilkynningu frá eigendum staðarins spá þeir miklu góðæri á næsta leiti, enda fjölda Covid bóluefna að fara í umferð á Íslandi og „food bar“ inn verði sérstaklega vinsæll meðal ferðamanna og þungmiðja í næturlífi Reykjavíkur og því kjörið viðskiptatækfæri.

Áhugasamir geta haft samband við Arnar Loftsson Löggiltan fasteigna-, og fyrirtækjasala ([email protected]), sem sér um söluna.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið