Vertu memm

Starfsmannavelta

Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?

Birting:

þann

IÐNÓ, menningarhús við Tjörnina í Reykjavík

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.

Iðnó var lokað fyrir um 8 mánuðum síðan, rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan var að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu tímum.

Iðnó skellir í lás

Markmið Reykjavíkurborgar með útleigu Iðnó er að:

 • Iðnó verði opin og lifandi miðstöð menningarstarfs sem laði að sér breiðan hóp gesta.
 • Menningarstarfsemi Iðnó verði af þeim meiði að hún auki fjölbreytni í menningarlandslagi miðborgarinnar.
 • Allri starfsemi í húsinu verði hagað á þann veg sem hæfir merkri sögu þess, byggingagerð og staðsetningu í hjarta borgarinnar. Fyllsta tillit sé tekið til þessa í innréttingum, tæknibúnaði, rekstri og umgengni.

Mat tilboða:

Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:

 • Fyrirhugaðri menningarstarfsemi og hversu vel hún samræmist markmiði Reykjavíkurborgar með útleigunni.
 • Reynslu umsækjanda af menningarrekstri.
 • Leigufjárhæð og getu til að standa skil á henni.
 • Annarri starfsemi sem eykur sýnileika hússins og aðsókn að því.

Umsækjendur sem sækjast eftir því að taka húsið á leigu skulu vera í skilum með opinber gjöld og greiðslur lífeyrissjóðsiðgjalda og geta ekki verið í vanskilum við Reykjavíkurborg.

Sérstök matsnefnd Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar ásamt fulltrúa úr menningarlífi borgarinnar mun fara yfir umsóknir.

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka ákjósanlegasta tilboði að dómi matsnefndar eða hafna öllum.

Athygli skal vakin á því að möguleiki er til veitingareksturs í Iðnó sem gæti stutt við aðra starfsemi hússins.

Samningstími:

Gert er ráð fyrir að nýr leigusamningur hefjist 1. mars 2021 og gildi til fimm ára með möguleika á framlengingu í allt að þrjú ár til viðbótar, samþykki báðir aðilar slíka framlengingu.

Samningsaðilum er heimilt að segja upp samningnum með eins árs fyrirvara, þó eigi fyrr en 1. mars 2022.

Nánari upplýsingar:

Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar tekur á móti fyrirspurnum á netfangið [email protected]

 Umsókn um leigu Iðnó 2021

Fylgigögn með umsókn:

Eftirfarandi gögnum ber að skila með umsókn:

 1. Staðfesting frá Tollstjóra að umsóknaraðili sé í skilum með opinber gjöld.
 2. Staðfesting frá viðkomandi lífeyrissjóðum að umsóknaraðili sé í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld.
 3. Greinargerð sem lýsir fyrirhugaðri menningarstarfsemi og reynslu af menningarstarfsemi.
 4. Tilgreina hverjir samstarfsaðilar umsóknaraðila eru, ef um þá er að ræða.
 5. Greiðsluhæfi leigjanda til að geta staðið undir umsömdum leigugreiðslum.

Skil umsókna:

Skilafrestur umsókna er til og með 7. febrúar 2021. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir framangreindan tíma.

Umsóknir skulu berast til menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar með annarri hvorri af eftirfarandi leiðum:

 • í lokuðu umslagi í móttöku ráðhúss Reykavíkur við Tjarnargötu.
 • með tölvupósti á [email protected]. Sendi umsækjandi þátttökutilkynningu með tölvupósti skal hann ganga úr skugga um að þátttökutilkynning hafi skilað sér til menningar- og ferðamálasviðs með staðfestingu þess efnis.

Mynd: reykjavik.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

Loka Litlu kaffistofunni

Birting:

þann

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Rekstraðilar Litlu kaffistofunnar á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni hafa ákveðið að loka Litlu kaffistofunni og síðasti áætlaði opnunardagur verður 31. júlí n.k. Litla kaffistofan er í eigu Olís. Það er Katrín Hjálmarsdóttir sem hefur séð um rekstur Litlu kaffistofuna ásamt fjölskyldu frá árinu 2017 samkvæmt heimasíðu Litlu Kaffistofunnar.

Í tilkynningu segir að rekstrarumhverfið fyrir lítil fyrirtæki hefur breyst töluvert og ekki er unnt að halda áfram rekstri.

Mynd: facebook / Litla Kaffistofan

Lesa meira

Starfsmannavelta

Kokkar af skornum skammti

Birting:

þann

Kokkur - Matreiðslumaður

Veitingageirinn.is hefur fengið fjölmargar fyrirpurnir um hvort vitað er um matreiðslumenn sem vantar vinnu.

Veitingahús og hótel hafa auglýst eftir matreiðslumönnum og lítil sem engin svör hafa komið við þeim auglýsingum.

Hér að neðan eru nokkrar auglýsingar sem óskað er eftir matreiðslumönnum í vinnu:

Metnaðarfullur Matreiðslumaður Óskast á Nýjan stað i 101 Rvk

Kokkur/Kokkar í veiðihús

Óskum eftir matreiðslumanni/vaktstjóra á Grand hótel

Óska eftir matreiðslumanni eða vönum starfsmanni í eldhúsi

Matreiðslumaður óskast á Veitingastað á Hvolsvelli

Fleiri atvinnuauglýsingar er hægt að skoða í facebook hóp á vegum veitingageirans hér: Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Starfsmannavelta

Orri Páll dregur sig úr verkefninu á Laugavegi 12

Birting:

þann

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

Orri Páll Vilhjálmsson er margverðlaunaður barþjónn

„Ég þarf að tjá mig, eftir að seinni umræða metoo hófst komu örfáir karlmenn og báðust afsökunar opinberlega. Ég var að vonast til að bylgja með gerendum að biðjast afsökunar væri að raungerist.“

Svona hefst tilkynning hjá Orra Páli á instagram story hans, en Orri hefur verið að undirbúa að opna nýjan veitingastað Botanica við Laugaveg 12 í Reykjavík.

„En það hefur ekki gerst og miðað við óendanlega margar frásagnir þá þurfum við karlmenn að horfast í augu við það að við þurfum að líta í baksýnisspegilinn og átta okkur á hvar við fórum yfir mörkin og gera betur í framtíðinni. Ég veit að ég hef gert mistök oftar en einu sinni. Því vil ég fara fram og biðjast afsökunar, því ég vil vera partur af lausninni, ekki vandamálinu.

Ég hef ákveðið að draga mig úr verkefninu á Laugavegi 12 og vonast til að þeim muni ganga allt í haginn.“

segir Orri Páll að lokum.

Arnór Bohic er eigandi Botanica, en staðurinn verður opnaður í sumar.  Botanica mun sigla í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.

Sjá einnig:

Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum

Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið