Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Iðandi mannlíf undir berum himni – Ottó: „Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“ – Myndir

Birting:

þann

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar með yfirskriftinni „Iðandi mannlíf undir berum himni“ hefur verið í gangi í tvö ár og hefur Pétur Andreas Maack borgarhönnuður haldið utan um það ásamt Salóme Þorkelsdóttur.

„Við höfum unnið að því með rekstraraðilum að fá þá til að vera sýnilegri og teygja sig út í borgarlandið.  Það gerum við með því að veita til dæmis eigendum veitingastaða og kaffihúsa svæðið fyrir utan reksturinn til afnota.

Þessir rekstraraðilar geta þá búið til notaleg útisvæði og jafnvel dekkað upp borð og fengið þannig stærra svæði fyrir sinn veitingarekstur. Þetta ýtir auðvitað undir sölu á stöðunum en það sem borgin græðir á þessu er aukið mannlíf.

Við viljum hafa borgina okkar lifandi.“

segir Pétur í frétt á reykjavik.is.

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir mega nota aðstöðuna

21 hvílustæði hafa verið í notkun í borginni í sumar.

„Þetta eru 35 bílastæði sem hafa verið lögð undir fólk í stað bíla,“

segir Pétur. Í mörgum stæðanna hafa verið byggðir pallar með borðum og stólum og víða hefur verið lagt gervigras. Þá hafa sumir skapað aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að geyma hjól sín í stæðunum, en markmiðið er alltaf það sama, þ.e. að fólk vilji nýta svæðin til að hafa það gott.

„Þetta er meira en tvöföldun frá því í fyrra. Eigendur veitingastaða og aðrir rekstraraðilar eru að vakna til lífsins. Þeir sjá nágranna sína byggja upp flott útisvæði, sem iða af fólki og vilja vera með, sem er frábært.“

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir rekstraraðilar í borginni geta sótt um að vera með í verkefninu. Nú í sumar gilda afnotaleyfi útisvæðanna til fyrsta október s.l., en Pétur segir að virki verkefnin vel sé sjálfsagt að leyfa þeim að standa áfram yfir veturinn.

Dæmi um rekstraraðila sem hafa tekið þátt og skapað skemmtileg útisvæði eru Salka Valka á Skólavörðustíg, Fish and chips á Frakkastíg, Kaktus Espressobar við Vitastíg og blómabúðin Barónessan, við Barónsstíg.

„Það eru því ekki bara veitingaaðilar sem fá þessi afnot af borgarlandinu heldur einnig verslanir,“

bendir Pétur á.

„En við minnum líka alltaf á að þessi svæði eru almannaeign og þau mega allir nýta. Allir mega fá sér sæti og njóta þessara svæða þótt ekkert sé keypt. Borgin á þetta land en rekstraraðilar fá þessi afnot.“

„Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg“

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson eigendur Fish & Chips

„Þetta útisvæði hefur gengið vonum framar hjá okkur.  Ekki síst fyrir minni staði og eftir lokanir og fl. útipallar eins ólíkir og mest má vera.“

Segir Ottó Magnússon eigandi Fish & Chips í samtali við veitingageirinn.is.

„Frábært að fá líf út á götur þessa fáu daga vikur yfir sumarið eins og víða þekkist erlendis.  Hjá okkur er þetta bara yfir sumartímann og við munum klárlega sækja um aftur.

Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“

Myndir: reykjavik.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið