Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Iðandi mannlíf undir berum himni – Ottó: „Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“ – Myndir

Birting:

þann

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar með yfirskriftinni „Iðandi mannlíf undir berum himni“ hefur verið í gangi í tvö ár og hefur Pétur Andreas Maack borgarhönnuður haldið utan um það ásamt Salóme Þorkelsdóttur.

„Við höfum unnið að því með rekstraraðilum að fá þá til að vera sýnilegri og teygja sig út í borgarlandið.  Það gerum við með því að veita til dæmis eigendum veitingastaða og kaffihúsa svæðið fyrir utan reksturinn til afnota.

Þessir rekstraraðilar geta þá búið til notaleg útisvæði og jafnvel dekkað upp borð og fengið þannig stærra svæði fyrir sinn veitingarekstur. Þetta ýtir auðvitað undir sölu á stöðunum en það sem borgin græðir á þessu er aukið mannlíf.

Við viljum hafa borgina okkar lifandi.“

segir Pétur í frétt á reykjavik.is.

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir mega nota aðstöðuna

21 hvílustæði hafa verið í notkun í borginni í sumar.

„Þetta eru 35 bílastæði sem hafa verið lögð undir fólk í stað bíla,“

segir Pétur. Í mörgum stæðanna hafa verið byggðir pallar með borðum og stólum og víða hefur verið lagt gervigras. Þá hafa sumir skapað aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að geyma hjól sín í stæðunum, en markmiðið er alltaf það sama, þ.e. að fólk vilji nýta svæðin til að hafa það gott.

„Þetta er meira en tvöföldun frá því í fyrra. Eigendur veitingastaða og aðrir rekstraraðilar eru að vakna til lífsins. Þeir sjá nágranna sína byggja upp flott útisvæði, sem iða af fólki og vilja vera með, sem er frábært.“

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir rekstraraðilar í borginni geta sótt um að vera með í verkefninu. Nú í sumar gilda afnotaleyfi útisvæðanna til fyrsta október s.l., en Pétur segir að virki verkefnin vel sé sjálfsagt að leyfa þeim að standa áfram yfir veturinn.

Dæmi um rekstraraðila sem hafa tekið þátt og skapað skemmtileg útisvæði eru Salka Valka á Skólavörðustíg, Fish and chips á Frakkastíg, Kaktus Espressobar við Vitastíg og blómabúðin Barónessan, við Barónsstíg.

„Það eru því ekki bara veitingaaðilar sem fá þessi afnot af borgarlandinu heldur einnig verslanir,“

bendir Pétur á.

„En við minnum líka alltaf á að þessi svæði eru almannaeign og þau mega allir nýta. Allir mega fá sér sæti og njóta þessara svæða þótt ekkert sé keypt. Borgin á þetta land en rekstraraðilar fá þessi afnot.“

„Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg“

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson eigendur Fish & Chips

„Þetta útisvæði hefur gengið vonum framar hjá okkur.  Ekki síst fyrir minni staði og eftir lokanir og fl. útipallar eins ólíkir og mest má vera.“

Segir Ottó Magnússon eigandi Fish & Chips í samtali við veitingageirinn.is.

„Frábært að fá líf út á götur þessa fáu daga vikur yfir sumarið eins og víða þekkist erlendis.  Hjá okkur er þetta bara yfir sumartímann og við munum klárlega sækja um aftur.

Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“

Myndir: reykjavik.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Dominique Plédel Jónsson endurkjörin formaður Slow Food

Birting:

þann

Slow Food aðalfundur - 10. nóvember 2021

Fundurinn var haldinn á Zoom og að þessu sinni var það nauðsynlegt þar sem flest eru ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Ný stjórn var kosin á Slow Food aðalfundinum 10. nóvember s.l.

Fimm af sjö stjórnarmönnum óskuðu ekki eftir endurkjöri og nýja stjórnin sem var kosin á aðalfundinum, er þar af leiðandi að mestu leyti ný.

Í henni sitja:

  • Dominique Plédel Jónsson, formaður (endurkjörin), Reykjavík
  • Gunnþórunn Einarsdóttir, gjaldkeri (endurkjörin), Reykjavík
  • Axel Sigurðsson, Selfoss, matvæla og næringafræðingur
  • Ragnar Egilsson, markaðsfræðingur sem ætlaði í nám í UNISG í Pollenzo, Reykjavík
  • Sif Matthíasdóttir, geitabóndi, Stykkishólmi
  • Sveinn Garðarsson, frumkvöðull, Bárðárdal
  • Þórhildur M. Jónsdóttir, formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla, varamaður, Skagaströnd

Fleiri Slow Food fréttir hér.

Mynd: slowfood.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þetta er klárlega jólamatseðillinn sem þú verður að prófa – Myndir

Birting:

þann

Jólamatseðillinn á veitingastaðnum Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík er glæsilegur að líta á.  Jólin á Kol hófust 15. nóvember s.l. og stendur yfir til 23. desember.

Kol opnaði árið 2013, en staðurinn hefur verið einn sá fremsti veitingastaður á Íslandi með gæði á mat, kokteilum og góða þjónustu, sjá nánar hér.

Með fylgja myndir af jólaréttunum í ár, þá bæði af kvöldverðamatseðlinum og jólabrönsinum, en brönsinn hófst í morgun:

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Hreindýra Fillet og Anda Confit.
Fondant kartöflur, steikt rósakál, sætkartöflu og svarthvítlauks mauk, sýrður skarlottulaukur og rifsberja soðgljái

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Villibráðasúpa.
Sýrð sinnepsfræ, bláberja og timjan rjómaostur, brauðteningar

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólaplatti.
Graflax taco, hangikjötstartar, rósmaríngrafin naut, laxa ceviche, tígrisrækju tempura,
20 mánaðar gamall Tindur, lime aioli, eldpipar marmelaði

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Karamellu Dome.
Mjólkursúkkulaðimús fyllt með karamellu, mandarínu og piparköku ís, ristaðar möndluflögur, amarena kirsuber

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Tígrisrækja Tempura.
lime aioli, eldpipar marmelaði

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Egg Benedikt
Hunangsgljáður hamborgarahryggur, brioche brauð, sýrt rauðkál, ostasósa og trufflu hollandaise
Andaconfit og Belgísk Vaffla
Eldpipar majó, granatepli, jarðskokkar

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Egg Benedikt.
Hunangsgljáður hamborgarahryggur, brioche brauð, sýrt rauðkál, ostasósa og trufflu hollandaise

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólabröns á Kol.
Graflax Pönnukaka.
Graflax sósa, og djúpsteikt katafi

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Mandarínu og piparköku ís.
ristaðar möndluflögur og ber

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ekkert kjöt í boði hjá Geranium

Birting:

þann

Geranium - Rasmus Kofoed

Rasmus Kofoed fyrir miðju

Michelin kokkurinn Rasmus Kofoed í Kaupmannahöfn hefur staðfest að hann muni taka kjöt af matseðlinum á veitingastaðnum sínum Geranium, en staðurinn er í öðru sæti á lista heims yfir 50 bestu veitingastaði, frá og með janúar 2022.

Sjá einnig:

Veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn valinn besti veitingastaður í heimi – Sjáðu fagnaðarlætin í Noma – Vídeó

„Mér finnst kominn tími á breytingar hjá Geranium. Mér líkar alltaf við áskorun og næsta áskorun er að búa til ótrúlega flotta og nýja rétti fyrir matseðilinn.“

Segir Kofoed í fréttatilkynningu.

Kofoed mun samt sem áður bjóða upp á signature réttina sína sem hann og hans teymi hafa þróað í gegnum árin og gestir geta pantað réttina fyrirfram.

Kofoed heillast af heilbrigðum lífsstíl:

„Þegar þú ferð á alla þessa frábæru veitingastaði, jafnvel Geranium, jafnvel þótt áherslan hafi alltaf verið að skapa gott jafnvægi í máltíðinni, þá er það stundum bara of mikið. Of mikið prótein, of mikil fita osfr.“

Þessi tilkynning kemur í sömu viku og bandaríski matreiðslumaðurinn Daniel Humm frá Eleven Madison Park tilkynnti um brottför sína frá Claridge’s í London, eftir að hótelið hafnaði sýn hans um 100 prósent vegan-væðingu á matseðli.

Sjá einnig:

Daniel Humm hættir á Claridge eftir ágreining um vegan-væðingu

Mynd: geranium.dk / Claes Bech-Poulsen

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið