Vertu memm

Frétt

Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningar veittar í annað sinn

Birting:

þann

Award of Excellence 2018 - Icelandic Lamb

Í dag veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 21 veitingastöðum viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“. Viðurkenningu hlutu veitinga- og gististaðir fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.

Award of Excellence 2018 - Icelandic Lamb

Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb ávarpaði gesti

Þetta er í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurbjörgu Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Award of Excellence 2018 - Icelandic Lamb

Lambatartar var meðal annars í boði við athöfnina

Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu.

Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

 • Bjarteyjarsandur Hvalfirði
 • Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
 • Fiskfélagið
 • Fiskmarkaðurinn
 • Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
 • Grillið- Hótel Sögu
 • Haust Restaurant – Fosshótel Reykjavík
 • Hótel Anna
 • Hótel Smyrlabjörg
 • Íslenski Barinn
 • Kopar
 • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
 • Matarkjallarinn
 • Múlaberg Bistro
 • Narfeyrarstofa
 • Rústík
 • Salka Húsavík
 • Slippurinn Vestmannaeyjum
 • Sushi Social
 • Von Mathús Hafnarfirði
 • VOX

Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. Eitt af markmiðum markaðsstofunnar er að kynna íslenska sauðfjárrækt, matarmenningu, handverk og hönnun fyrir erlendum ferðamönnum. Það er meðal annars gert með víðtæku samstarfi og öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum undir merkjum Icelandic Lamb. Merkinu er ætlað að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða.

Myndir: GeiriX

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Þetta eru Michelin veitingastaðirnir á Norðurlöndunum

Birting:

þann

MICHELIN Nordic Countries 2021

Nú í vikunni tilkynnti Michelin hvaða veitingastaðir á Norðurlöndunum hrepptu stjörnuna frægu.  Verðlaunaafhendingin fór fram í Helsinki í Finnlandi við hátíðlega athöfn.

Dill restaurant fékk Michelinstjörnu annað árið í röð, en Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir í samtali við visir.is vera mikill heiður að staðnum hafi verið veitt Michelinstjarna annað árið í röð.

Gunnar Karl Gíslason

Michelin-stjörnukokkurinn okkar Íslendinga, Gunnar Karl Gíslason á Dill

Dill var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlaut Michelinstjörnu. Það var árið 2017 en staðurinn missti svo stjörnuna árið 2019. Þá sneri Gunnar Karl aftur úr útlegð í New York og einsetti sér að endurheimta stjörnuna. Það tókst í fyrra og nú heldur Dill stjörnunni eftirsóttu.

„Þetta er ótrúlega sætt eftir þetta erfiða ár sem allir eru búnir að fara í gegnum. Ekki bara fyrir mig, þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla í veitingageiranum með allskonar lögum, reglum og takmörkunum,“

segir Gunnar í skemmtilegu viðtali við mb.is.

Aðrir staðir á Íslandi sem fá sérstaka einkunn frá Michelin, þ.e. fyrir andrúmsloft, þægindi staðarins og matinn, en þeir eru Matur og Drykkur, Moss, ÓX og Sümac.

Michelin veitingastaðir á öllum Norðurlöndunum 2021

Svona lítur Michelin listinn út á öllum Norðurlöndunum 2021, þeir veitingastaðir sem eru með eina til þrjár stjörnur:

NOREGUR:

Ein stjarna:

Kontrast, Oslo
Omakase by Vladimir Pak, Oslo
Statholdergaarden, Oslo
Sabi Omakase, Oslo
Bare, Bergen
Under, Lindesnes
Credo, Trondheim
Fagn, Trondheim
Speilsalen, Trondheim

Tvær stjörnur:

Re-Naa, Stavanger

Þrjár stjörnur:

Maaemo, Oslo (veitingastaðurinn fær aftur þrjár stjörnurnar sem hann hafði áður en þeir fluttu til Bjørvika)

SVÍÞJÓÐ:

Ein stjarna:

Aira, Stockholm NY
Project, Gøteborg NY
Äng, Tvååker NY
Hotell Borgholm, Borgholm NY
PM og vänner
Agrikultur, Stockholm
Sushi Sho, Stockholm
Eksted, Stockholm
Operkällaren, Stockholm
Etoille, Stockholm
Bhoga, Gøteborg
28+, Gøteborg
Koka, Gøteborg
SK Mat og människor, Gøteborg

Tvær stjörnur:

Oaxen Krog, Stockholm
Gastrologik, Stockholm
Aloé, Stockholm
Vollmers, Malmø

Þrjár stjörnur:

Frantzen

DANMÖRK:

Ein stjarna:

The Samuel, København NY
Substans, Aarhus NY
Lyst, Vejle NY
Syttende, Sønderborg NY
Ti trin ned, Fredericia
Dragsholm Slot Gourmet, Hørve
Me-Mu, Vejle
Lyst, Vejle
Kadeau Bornholm, Bornholm
Essens, Prestø
Gastromé, Aarhus
Fredrikshøj, Aarhus
Domestic, Aarhus
Søllerød Kro, Københanvn
Formel B, Københanvn
Alouette, Københanvn
Marchal, Københanvn
Kokkeriet, Københanvn
Kiin Kiin, Københanvn

Tvær stjörnur:

Kong Hans Kælder, København NY
AOC, København
Jordnær, København
Alchemist, København
Kadeau, København
Henne Kirkeby, Henne

Þrjár stjörnur:

Noma, København (fékk eina stjörnu og þar með í fyrsta sinn sem að þessi heimsfrægi veitingastaður hlýtur þrjár stjörnu)
Geranium, København

FINNLAND:

Ein stjarna:

Finnjävel Salonki, Helsinki NY
Inaari, Helsinki
Olo, Helsinki
Palace, Helsinki
Grön, Helsinki
Ora, Helsinki
Demo, Helsinki

FÆREYJAR

Tvær stjörnur

Koks, Leinavatn

ÍSLAND:

Ein stjarna:

Dill, Reykjavik

Verðlaunaafhendinguna er hægt að horfa á í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi:

Fleiri Michelin fréttir hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Frétt

Endurskoðun á eftirlitskerfi með matvælum, mengunarvörnum og hollustuháttum

Birting:

þann

eldhús

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar  eftirlitskerfi hins opinbera með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum. Eftirlitið er í dag bæði í höndum ríkisstofnana og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á tíu heilbrigðiseftirlitssvæðum, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.

Samkvæmt stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hefur verið lögð áhersla á að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og að stjórnsýsla sé skilvirk og réttlát. Með það fyrir augum óskuðu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir því að endurskoðunarfyrirtækið KPMG myndi greina framkvæmd hins opinbera eftirlits. Niðurstaða greiningarinnar er sú að endurskoða þurfi núverandi eftirlitskerfi, m.a. þar sem ósamræmis gæti í framkvæmd opinbers eftirlits og skráningum eftirlitsaðila, auk þess sem 39% munur sé á hæsta og lægsta tímagjaldi heilbrigðisnefnda.

Greiningarvinna þessi var sett af stað m.a. í kjölfar ábendinga um að sá fjöldi stjórnvalda sem fer með eftirlitið hafi leitt til þess að kröfum í eftirlitinu sé misjafnlega framfylgt og að gjaldskrár eftirlitsaðila séu mismunandi.

Ráðherrarnir kynntu málið á fundi ríkisstjórnar í gær þar sem fram kom að fyrirhugað sé að vinna tillögur að breytingum á núverandi eftirlitskerfi.

Við vinnuna verður litið til skýrslu KPMG og athugasemda sem við hana bárust. Haft verður samráð við haghafa, þ. á m. Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Kristján Þór úthlutar 566,6 milljónum úr Matvælasjóði

Birting:

þann

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 566,6 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 verkefna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóði, en í ár bárust 273 umsóknir um styrki.

Fjögur fagráð voru stjórn sjóðsins til ráðgjafar, eitt í hverjum styrkjaflokki, og skiluðu þau til stjórnar forgangsröðun verkefna eftir einkunnum ásamt umsögnum um hvert verkefni fyrir sig. Stjórn Matvælasjóðs skilaði tillögum til ráðherra hinn 3. september sl. og hefur ráðherra fallist á þær. Öllum umsækjendum mun berast svar við umsóknum sínum ásamt umsögn um verkefnin.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Það er gríðarlegur kraftur og gróska í íslenskri matvælaframleiðslu vítt og breytt um landið. Þær umsóknir sem sjóðnum bárust í ár eru skýr vitnisburður um það. Það var ein af lykiláherslum mínum við stofnun sjóðsins að hann myndi styrkja verkefni um allt land og að stuðningur við matvælaframleiðslu verði sem næst uppruna hennar.

Sú jafna dreifing styrkja milli landshluta sem birtist við þessa úthlutun er því sérstaklega ánægjuleg. Styrkir Matvælasjóðs eru um leið skýr skilaboð; stjórnvöld eru að fjárfesta í framtíðinni. Fjárfesta í aukinni verðmætasköpun.”

Jöfn dreifing milli landshluta

Þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum eiga uppsprettu vítt og breitt um landið, líkt og sjá má hér að neðan:

 • Vesturland 9%
 • Vestfirðir 8%
 • Norðurland vestra 14%
 • Norðurland eystra 15%
 • Austurland 7%
 • Suðurland 15%
 • Suðurnes 7%
 • Höfuðborgarsvæðið 27%

Meðal verkefna sem hljóta styrk að þessu sinni eru:

 • Útfærsla hugmynda og prófun á fæðubótarefni úr tilteknum spírum og sykrum úr þörungum.
 • Vöruþróun á millimáli og ídýfum úr broddmjólk. 
 • Tilraun til notkunar þangsafa við vökvaræktun grænmetis.
 • Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum.
 • Verkefni um að framleiða umhverfisvænni matvælaumbúðir.
 • Framleiðsla á hafraskyri úr íslenskum höfrum.
 • Hagkvæmnisathugun fyrir uppsetningu frostþurrkunarvers fyrir matvæli á Íslandi
 • Fullvinnsla á grjótkrabba og aukaafurðum af próteinríkum.
 • Verkefni um framleiðslu á húðvörum úr íslenskum jurtum og hliðarafurðum matvælaframleiðslu.
 • Áhrif endurnýjunar íslenska fiskiskipaflotans á kolefnisspor afurða.
 • Verkefni um hreina fiskiolíu í vesturvíking.

Styrkir skiptust svo milli deilda Matvælasjóðs:

Bára: Styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkþegar geta verið fyrirtæki sem stofnuð á síðustu fimm árum, sem og frumkvöðlar sem vilja þróa hugmynd, hráefni eða aðferðir sem tengjast íslenskri matvælaframleiðslu.
29 verkefnum verður boðið til samninga um styrk úr Báru, fyrir alls kr. 80.997.952,-

Kelda: Styrkir verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar sem styður við markmið sjóðsins um nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.
20 verkefnum verður boðið til samninga um styrk úr Keldu fyrir alls kr. 261.446.107,-

Afurð: Styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu og stuðla þar með að verðmætasköpun.
7 verkefnum verður boðið til samninga um styrk úr Afurð fyrir alls kr. 109.574.350.

Fjársjóður: Styrkir verkefni sem hafa það markmiði að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu.
8 verkefnum verður boðið til samninga um styrk úr Fjársjóði, fyrir alls kr. 114.565.550,-.

Fjögur fagráð

Fagráð sjóðsins eru fjögur og voru stjórn sjóðsins til ráðgjafar. Þau voru skipuð aðilum sem höfðu þekkingu á ýmsum sviðum, m.a. matvælaframleiðslu, nýsköpun, vísindarannsóknum og markaðssetningu. Fagráð fóru yfir umsóknir og skiluðu stjórn forgangsröðun verkefna eftir einkunnum ásamt umsögnum um hvert verkefni fyrir sig. Við mótun tillagna tók stjórn einnig tillit til búsetu, kyns umsækjenda og verkefnastjóra ásamt því að horft var til þess að skiptingin á milli atvinnugreina væri sem jöfnust. Margrét Hólm Valsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs kynnti tillögur stjórnar að úthlutun fyrir ráðherra. 

Hægt er að fylgjast með starfsemi sjóðsins á heimasíðunni www.matvælasjóður.is

Mynd: stjornarradid.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið