Vertu memm

Frétt

Í nógu að snúast hjá SFV

Birting:

þann

Eldhús - Ostrur

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa í nógu að snúast þessa dagana.

SFV sendi nú rétt í þessu frá sér eftirfarandi tíðindi af starfi samtakanna.

 • Við höfum ítrekað reynt að fá fund með Eflingu og Sólveigu Önnu. Það hefur ekki gengið eftir þar sem hún krefst þess að við gefum út yfirlýsingu fyrst sem styður þeirra baráttu um harðari refsingu til handa þeim sem ekki ná að borga vörsluskatta og laun við gjaldþrot. Fyrst er það að segja að við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að tala fyrir hönd félags sem enn er ekki formlega stofnað og hins vegar er skoðun Eflingar á skjön við fyrri samþykktir aðila vinnumarkaðarins og mun harðari.
 • Við áttum fund með fulltrúa Landlæknis um breytingu á sóttvarnarlögum og sendum inn tillögur í síðustu viku. Við erum að vona að þær komist inn þegar næstu breytingar eiga sér stað. Jákvæður fundur en það eru enn allir á bremsunni.
 • Við áttum fund með Áslaugu Örnu Dómsmálaráðherra sem tók okkur vel.
 • Við stefnum á stofnfund SFV 17 mars. Til að svo megi verða þurfum við rýmri samkomutakmarkanir og vonandi gengur það eftir. Við munum senda út nánari tilkynningu síðar en viljum hvetja ykkur til að bjóða ykkur fram til starfa og í stjórn. Þá þurfum við að fá fleiri veitingastaði með í félagið. Við höfum séð að samstaða er algjört grunnskilyrði þess að ná athygli og til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri.
 • Jóhann í Foodco sagði sig frá stjórnarstörfum nýlega og þökkum við honum kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Við auglýstum eftir nýjum aðila í undirbúningshópinn og Björn í Skúla Craft bar er mættur til leiks og við hlökkum til samstarfsins.

Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur boðað tilslakanir á sóttvarnarreglum sendu forsvarsmenn SFV þingmönnum og ríkisstjórn áskorun í dag, sem hægt er að lesa hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

Birting:

þann

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt breyttar sóttvarnaraðgerðir

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og líkamsræktarstöðvar en þar er jafnframt óheimilt að hafa fleiri en 50 manns í rými.  Á íþróttakeppnum verður nú heimilt að hafa áhorfendur. Þetta er megininntak tilslakana á samkomutakmörkunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn voru gerðar varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum og átti reglugerðin að gilda til 3. mars. Í ljósi góðar stöðu á faraldrinum innanlands telur sóttvarnalæknir óhætt að gera enn frekari tilslakanir nú þegar, enda hafa aðgerðir á landamærum verið hertar til að draga enn frekar úr líkum á því að smit berist frá útlöndum. Fá smit hafa greinst innanlands undanfarið og þá hjá fólki sem þegar var í sóttkví. Ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar. Sóttvarnalæknir segir ekki hægt að fullyrða að landið sé „veirufrítt“ og brýnir því fyrir fólki að vera áfram varkárt og gæta að sóttvörnum.

Reglur um grímunotkun verða óbreyttar og áfram verður 2 metra nándarregla meginviðmið en þó með ákveðnum undantekningum eins og að neðan greinir.

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum:

Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda.

Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum.

 • Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum.
 • Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
 • Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.
 • Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.
 • Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil.
 • Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi.

Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.

Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.

Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í  hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns.

Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.

Mynd: stjornarradid.is

Lesa meira

Frétt

Áskorun til stjórnvalda Frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV)

Vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum

Birting:

þann

Veitingastaður

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVF) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugðra afléttinga á sóttvörnum innanlands.

1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými.
Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa.

2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna.
Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SVF skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi.

3. Að opnunartími verði færður til 23:00.
Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að
geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SVF eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu.

Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu.

Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðumm, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum.

SVF taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Fjölmörg gjaldþrot í veitingageiranum

Birting:

þann

Gjaldþrot

Fjölmörg fyrirtæki í veitingageiranum hafa orðið að leita greiðsluskjóls eða verið úrskurðuð gjaldþrota undanfarna mánuði. Háar fjárhæðir krafna í þrotabúin hafa vakið athygli.

Miami Bar bætist við langan og rándýran lista.  Staðurinn hefur þó verið opnaður að nýju undir öðru rekstrarfélagi, að því er fram kemur á dv.is sem fjallar um fjölmörg gjaldþrot veitinga-, skemmti-, eða gististaðar á skömmum tíma hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag