Vertu memm

Uncategorized @is

Hvetjum alla til að bjóða fram krafta sína – Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara

Birting:

þann

Logo Klúbbur Matreiðslumeistara KMKæru félagar

Ég vona að allir hafi notið sín yfir hátíðarnar og færi óskir um gleði og farsæld á nýju ári.

Eins og undanfarna áratugi byrjar árið hjá Klúbbnum á okkar árlega Galadinner eða hátíðarkvöldverð eins og hann hefur verið kallaður síðustu ár.  7. janúar verður hátíðarkvöldverðurinn haldinn í 30. sinn og er því stórafmæli framundan en þema kvöldsins er einmitt „afmæli“. Friðgeir Ingi hefur farið fyrir undirbúningsnefndinni og stefnir allt í frábæra kvöldskemmtun hjá Friðgeiri og félögum. Eins og oft áður er orðið uppselt og gestir komnir yfir 400 sem er frábært og sýnir glögglega hversu eftirsóknavert það er að koma og taka þátt.

Stjórnarfundur NKF verður haldinn á Íslandi 6. janúar næstkomandi og verður stjórnin öll gestir á kvöldinu og verður það skemmtilegt að leyfa þeim að upplifa kvöldið með okkur því lýsingar okkar á hátíðarkvöldverðinum vekja mikla athygli útfyrir landssteinana.

Að lokum þá vil ég hvetja alla félagsmenn KM sem og aðra kokka og nema að koma og taka þátt í glæsilegustu veislu ársins, það þarf margar hendur til að vinna veislu sem þessa og einnig skemmtilegt að hitta góða félaga í hátíðarskapi.

Munum öll eftir snyrtilegum kokkaklæðnaði og hreinum skóm :), þeir félagar sem hafa verið sæmdir orðum skulu bera þær um kvöldið. Strompar verða á staðnum.

Fordrykkur hefst kl 18:00 og því er gott að koma fyrr eða hafa samband við Friðgeir til að bjóða fram krafta sína.

Hlakka til að sjá sem flesta og ítreka að allir eru velkomnir og sérstaklega nemarnir ykkar.

Matreiðslumaður ársins 2015

Bestu kveðjur,
Björn Bragi Bragason
Forseti KM.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið