Vertu memm

Uppskriftir

Hvernig á að matreiða rauðrófur? Sjáðu fagmennina matreiða rauðrófur

Birting:

þann

Rauðrófur

Það eru til fjölmargar aðferðir við að matreiða rauðrófur, súrsaðar, ristaðar, gljáðar, gufusoðnar svo fátt eitt sé nefnt.

Michelin kokkarnir Gordon Ramsay, Rasmus Kofoed og fleiri snillingar sýna í meðfylgjandi myndböndum sína aðferð við að matreiða rauðrófur:

Gordon Ramsay – Balsamic beetroot with Roqufori

Simon Hulstone – Golden Beetroot Ketchup

Colin McGurran – Lobster with beetroot

Rasmus Kofoed – A bite of beetroot

Lidia Bastianich – Beetroot Risotto with goat cheese and balsamic

Efsta mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected]ingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar >>

Uppskriftir

Japanskt mjólkurbrauð

Birting:

þann

Japanskt mjólkurbrauð

Japanskt mjólkurbrauð

Hokkaido-mjólkurbrauð er ótrúlega mjúkt og loftmikið, þökk sé einfaldri tækni sem felur í sér hveitijafnings-„startara“, sem heitir tangzhong. Hveitijafningi er blandað saman í lokaútgáfu deigsins og framkallar það dásamlega mjúkt brauð.

Tangzhong (fordeig eða hveiti-jafningur)

3 msk. (43 g) vatn
3 msk. (43 g) nýmjólk
2 msk. (14 g) gott brauðhveiti

Deigið

2 1/2 bollar (298 g) hveiti
2 msk. (18 g) mjólkurduft eða 2 mat- skeiðar (11g) þurrmjólk
1/4 bolli (50 g) sykur
1 tsk. salt
1 msk. þurrger
1/2 bolli (113 g) nýmjólk
1 stórt egg
1/4 bolli (4 msk., 60 g) brætt ósaltað smjör

Aðferð

Til að búa til tangzhong:

Sameinið öll innihaldsefnin í litlum potti og þeytið þar til engir kekkir eru eftir.

Setjið pottinn á lágan hita og eldið blönduna, þeytið stöðugt, þar til hún er þykk og skán myndast á botni pönnunnar, í um þrjár til fimm mínútur.

Flytjið tangzhong yfir í litla blöndunarskál eða mælibikar og látið það kólna niður að stofuhita.

Til að búa til deigið:

Blandið tangzhong saman við hráefnið (deigið) sem eftir er, blandið síðan saman og hnoðið saman – með hendi eða hrærivél – þar til það er slétt og teygjanlegt.

Mótið deigið í kúlu og látið það hvíla í létt smurðri skál í 60 til 90 mínútur, þar til það er orðið loftkennt en ekki endilega tvöfaldað í stærð.

Losið deigið varlega úr skálinni og skiptið því í fjóra til átta jafna hluta og mótið hvert stykki í kúlu.

Setjið kúlurnar í létt smurt form eða pönnu. Breiðið yfir pönnuna og látið brauðið hvíla í 40 til 50 mínútur, þar til það er orðið aðeins loftkennt.

Hitið ofninn í 180 gráður. Penslið brauðið með mjólk eða eggjablandi (1 stórt egg slegið með 1 msk. köldu vatni) og bakið í 25 til 30 mínútur, þar til það er orðið gullbrúnt ofan á og mælið með hitamæli, miðjan ætti að vera að minnsta kosti 90 gráður.

Takið brauðið úr ofninum. Leyfið því að kólna í minnst 10 mínútur.

Ábending:
Þetta mjúka deig er líka nothæft í fallega steikta kleinuhringi eða kanilsnúða.

Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.

Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Uppskriftir

Girnilegt og gott hnetubrauð

Birting:

þann

Hnetubrauð

Girnilegt og gott hnetubrauð

Innihald
3 egg
300 g ósöltuð hnetublanda, fæst til dæmis í Costco ( hakkið helminginn í matvinnsluvél)
300 g fræblanda og þurrkaðir ávextir, eins og trönuber eða apríkósur
2 tsk. flögusalt
0,5 dl bráðið smjör ef vegan er gott að nota ólífuolíu

Aðferð
Stillið ofninn á 175 °C.

Hakkið gróft helminginn af hnetublöndunni, setjið í skál.

Blandið saman öllum hnetum og fræjum ásamt hökkuðum hnetum í skál.

Bræðið smjörið og setjið út í.

Bætið eggjunum út í og hrærið vel saman.

Gott er að setja smjörpappír í formið, smyrjið samt með smá olíu, setjið deigið varlega ofan í, sléttið og jafnið toppinn, setjið í ofninn og bakið í 45 mínútur.

Látið kólna aðeins á grind áður en það er borðað.

Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.

Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Uppskriftir

Quiche Lorraine með beikoni, spergilkáli og lauk

Birting:

þann

Quiche Lorraine - Eggjakaka

Quiche Lorraine er upprunanlega frá Frakklandi og hentar vel í brunch, hádegis-, og kvöldverð. Hægt er að bera fram Quiche Lorraine bæði kalda og heita.

Þetta er frábær, léttur réttur t.d í hádeginu með góðu salati. Franskara en allt sem franskt er.

Deig:
250 gr hveiti
1 tsk salt
150 gr kalt smjör
1 eggjarauða
5o ml kalt vatn

Hnoðað saman og hvílt í kæli í að minnsta kosti 2 tíma. Fletjið síðan þunnt út og komið fyrir í springformi. Látið deigið ná c.a. 2-3 cm upp á hliðar formsins. Kælið.

Fylling:
125 gr reykt flesk í bitum (blanserað stutta stund)
2 litlir laukar í sneiðum (blanserað stutta stund)
250 gr spergilkál í bitum (Soðið í 3 mínútur í saltvatni)
60 gr rifinn ostur
4-5 dl mjólkursósa bætt með rjóma (Þykkt mjólk og rjómi með smjörbollu)
3 eggjarauður
3 egg
Múskat, salt og pipar

Látið allt vatn renna vel af káli, lauk og fleski, og setjið í bökuformið. Hrærið egg og ost út í kælda sósuna og hellið yfir fyllinguna. Bakið við 190 gráður í 35-55 mínútur allt eftir stærð formsins og þykkt bökunnar.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag