Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvernig á að heilsteikja strút? – Myndband

Birting:

þann

Strúturinn var 110 kíló að þyngd

Strúturinn var 110 kíló að þyngd

Sonny Side, þáttastjórnandi youtube rásarinnar „Best Ever Food Review“ birti nú á dögunum myndband þar sem hann sýnir hvernig á að heilsteikja strút. Ekki er vitað um hvort að slík heilsteiking hafi verið gerð áður, en gjörningurinn fór fram í borginni Saigon í Víetnam.

Aðferðin og eldunin var langt ferli, en fyrst var strúturinn marineraður í 26 klukkustundir, en heildarþyngd á strútinum var 110 kíló.

Í marineringunni var rauðvín, vatn, salt, pipar, hvítlaukur og sykur. Því næst var strúturinn kryddaður með hvítlauk, basilikum, timjan, oregano og ýmsum kryddum.

Fuglinn var síðan reyktur í 2 tíma og var viðurinn Jackfruit notaður við reykinguna. Fuglinn var eldaður í 16 klukkustundir við lágan hita eða um 100°c.

Með strútinum var borið fram kornbrauð, coleslaw, kartöflumús og með sósu sem gerð var úr soðinu.

Á meðan eldunin stóð yfir á fuglinum, þá elduðu þeir strútsegg, skáru síðan í tvennt, tóku eggjarauðuna úr og bættu við hana mayó, pipar, salt, cayenne, paprikukrydd, súrar gúrkur og jalapeno, beikon og sprautað aftur ofan í strútseggið.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá allt ferlið, sjón er sögur ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Herfileg mistök í eldhúsinu

Birting:

þann

Með fylgir skemmtilegt myndband sem sýnir myndbrot frá mistökum við matargerð. Síðasta myndbrotið er stórbrotið, sjón er sögu ríkari:

What's for dinner

Posted by FailArmy on Wednesday, May 13, 2020

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tommi á Búllunni enn með mörg járn í eldinum

Birting:

þann

Tómas Andrés Tómasson matreiðslumeistari

Tómas Tómasson matreiðslumeistari

Á áttræðisaldri er Tómas Tómasson matreiðslumeistari og veitingamaður enn með mörg járn í eldinum.

Nýverið var opnuð Hamborgarabúlla Tómasar í Nørrebro í Kaupmannahöfn og framundan er opnun Búllu í Keflavík. Þá verður Búlluappið tekið í notkun á næstunni.

Hann settist niður með ViðskiptaMogganum og ræddi um gengi veitingastaða sinna í kórónuveirufaraldrinum, hér heima og erlendis, verslun í miðborginni og mátt trúarinnar í meðlæti og mótlæti.

Mynd: tommis.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Grandi Mathöll með skemmtilega dagskrá um verslunarmannahelgina – Uppfært: AFLÝST

Birting:

þann

Uppfært – 30 júlí 2020

Grandi Mathöll: „Í ljósi hertra reglna höfum við aflýst dagskránni um helgina. Það verður opið og við fylgjum eftir settum reglum til hins ítrasta“

Grandi Mathöll með skemmtilega dagskrá um verslunarmannahelgina

Grandi Mathöll býður upp á skemmtilega dagskrá um verslunarmannahelgina. Frítt er inn á alla viðburði og það er ekkert aldurstakmark.

Nóg rými er fyrir gesti og gangandi bæði inni í Mathöll og einnig á útisvæðinu við höfnina. Sérstakt rými verður í boði fyrir gesti sem vilja sitja saman og viðhalda tveggja metra reglunni.

Dagskráin skiptist í fjögur hólf alla daga. Grillað verður tvisvar á dag með ljómandi góða músík í græjunum. Happy hour og viðburðir eru milli 14:00 – 18:00 og svo verður stemningin keyrð upp klukkan 20:00 með plötusnúðum eða lifandi tónlist. Ásamt auglýstri dagskrá verður fleira skemmtilegt að gera eins og til dæmis dorg veiði og borðtennis.

Facebook viðburður hér.

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag