Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er þessi Viceman?

Birting:

þann

Andri "Viceman" Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Andri „Viceman“ Pétursson er framreiðslumeistari að mennt

Fertugasti þátturinn er kominn út í Happy Hour hlaðvarpinu á vefnum viceman.is og það var Viceman sjálfur sem settist í stól viðmælanda.

Sá sem settist í stól Viceman sem spyrill var snillingurinn Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson eða Hjörvar eins og hann er oftast kallaður. Hjörvar semur meðal annars spurningar fyrir þáttaröðina Bjórdælan sem er að finna í Happy Hour.

Það var Hjörvar sjálfur sem hafði frumkvæðið enda hafði hann lengi langaði til að fá að spreyta sig sem spyrill í podcast þætti. Kom hann þá með þá hugmynd að hann skyldi fá að stjórna Happy Hour og láta Viceman í viðmælenda sætið og rekja sögu hans eins og gjarnan er gert í þáttunum.

Tv. Hjörvar og th.Viceman á góðri stundu (og nokkrum árum yngri)

Tv. Hjörvar og th.Viceman á góðri stundu (og nokkrum árum yngri)

Upptakan er frá því í desember á síðasta ári en hún var að mestu leyti gerð til gamans og engin sérstök áætlun um að birta hana.  Það var óhjákvæmilegt að komast hjá því að birta upptökuna með Hjörvari og Viceman og þá sérstaklega fyrir spyrils hæfileika Hjörvars.

Síðan Happy Hour fór í loftið í október 2019 hafa margir spurt sig þeirra spurningar “Hver er þessi Viceman?”

Þeirri spurningu er svarað í þættinum Takeover hér að neðan:

Fleiri fréttir af Andra hér.

Mynd: viceman.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið