Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Hver er maðurinn? „Sagan af grænmetisætunni sem borðaði lamb!“

Birting:

þann

Sigurður Laufdal

Sigurður Laufdal

Sigurður Laufdal er fyrstur til að ríða á vaðið í „Hver er maðurinn“ og eftirfarandi eru hans svör við spurningunum.

Fullt nafn?
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Fæðingardagur og ár?
15. agúst 1988

Áhugamál:
Matreiðsla hefur verið áhugamálið seinustu árin

Maki:
Thelma Björk Hlynsdóttir

Starf:
Matreiðslumaður á Bunk

Hvert er uppáhalds hráefnið þitt:
Á mér mörg uppáhalds hráefni, en ekkert eitt ákveðið. Það myndast alltaf ákveðin spenna þegar íslenska sumarið nálgast og hráefnin blómstra.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn:
Hef farið á nokkra góða enn matarupplifunin á Frantzen í Stockholm fyrr á þessu ári er minnistæðust hingað til.

Hvert er þitt mesta afrek í bransanum:
Að vinna matreiðslumann ársins 2011 var upphafið, en mesta afrek er það að hafa keppt og gengið í gegnum það ferli sem Bocuse d´or er.

Hvað er erfiðasti réttur sem hægt er að elda:
Að elda wellington hárrétt er ákveðin kúnst.

Þú ert á skítafloti og þjónninn kemur með pöntun upp á naut með bearnaise(sem þú ert ekki með á seðli) og spyr þig; Ertu til í að redda þessu?, hvað segir þú?
Fer eftir stefnu staðarins, en oftast er hægt að græja ýmislegt svo lengi sem gesturinn lætur vita með fyrirvara. Enginn fyrirvari og skítaflot eins og sagt er hér að ofan þá líklegast nei.

Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús:
Sagan af grænmetisætunni sem borðaði lamb!

Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Að keppa í Bocuse d´or einhverntímann á bilinu 2020 – 2026 er markmið sem mig langar að framkvæma.

Átt þú þér einhvern Signature dish:
Ekki enn, en reyktur beinmergur og hafþyrnisber í eftirrétt er búið að vera í uppáhaldi seinustu mánuði hjá mér.

Hversu mörgum keppnum hefur þú tekið þátt í?
7 matreiðslukeppnum.

Hver væri þín síðasta máltíð, og hver fengi þann heiður að elda hann?
Saltkjötsbollurnar hennar ömmu sem hún myndi að sjálfsögðu gera sjálf, og síðan myndi ég gera rétt sem myndi innihalda nóg af andalifur og alba trufflum 🙂

Hver er maður/kona næstu viku, og af hverju?
Ætla að senda boltann yfir á Sturlu Birgis því hann er meistari og einn af okkar frábæru matreiðslumönnum.

Við þökkum Sigurði kærlega fyrir að hafa tekið sér tíma í að svara þessum spurningum fyrir okkur og vonum að Sturla Birgisson taki við boltanum og sendi hann áfram í næstu viku.

Ef þið lumið á einhverjum skemmtilegum spurningum sem þið viljið fá svar við, þá endilega sendið þær á netfangið [email protected]

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið