Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Michael; „..þetta endaði í 36 tíma vakt“

Birting:

þann

Michael Pétursson

Áttu mynd af þér til að birta með viðtalinu?
Michael: Færð eina af mér 14 ára þegar ég er að byrja í bransanum.

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Pétur skoraði á son sinn að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fullt nafn:
Michael Pétursson

Fæðingardagur og ár:
16. des 1998

Áhugamál:
Matreiðsla, Skotveiði, veiði, snjóbretti, fjórhjól.

Maki og Börn:
Anika Sól Ólafsdóttir. Mattías Máni – 9 mánaða

Hvar lærðir þú?
Byrjaði að læra matreiðslu á Vox hjá Fannari Venn og kláraði svo á Mathúsi garðabæjar einnig hjá Fannari Venn.

Núverandi starf:
RVK Meat

Hvernig er að elda með pabba sínum?
Það er mjög gaman að elda með honum, við náum vel saman inni í eldhúsinu.

Er pabbi þinn að skipa þér mikið fyrir þegar þið eldið saman?
Neei… hann er meira svona að spyrja hvað ég myndi vilja gera, því hann er svo gamall og úreltur eins og hann segir sjálfur.

Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Auðvelt að gera mig brjálaðan í skapinu.

Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Mathús Garðabæjar

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Það er hægt að velja á milli tveggja stórra mistaka sem ég gerði frekar nýlega.. það er þegar ég grillaði heila plastfötu af rótargrænmeti (fötuna sjálfa með grænmetinu í) og þegar ég sullaði niður 10 lítrum af skelfisksúpu inni í miðjum kæli.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Mér er í raun alveg sama hvern ég er að elda fyrir.. ég vill bara gera góðan mat og vona að fólki líki vel við hann.. sama hver það er.

Á hvaða veitingastað/skyndibitastað ferðu á til að borða eftir vakt?
Ég er ekki stoltur af því en yfirleitt verður olís fyrir valinu ef ég fer eitthvert.

Þú ert á skítafloti og þjónninn kemur með pöntun upp á naut með bearnaise (sem þú ert ekki með á seðli) og spyr þig; Ertu til í að redda þessu?, hvað segir þú?
Þá væri ég líklegast orðinn pirraður á flotinu og myndi segja eitthvað leiðinlegt við þjóninn.. en myndi samt reyna að redda því ef ég væri með hráefnið til staðar.. það tekur bara tíma.

Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús:
Man ekki hvað er skrítnasta, en örugglega leiðinlegasta er vegan glútenfrítt high tea á Vox.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Ég var einhverntímann yfir nótt þegar einhver araba prins leigði út hótelið og vildi hafa room service allann sólarhringinn.. þetta endaði í 36 tíma vakt.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Hnífur líklegast.

Ef þú værir strandglópur á eyðieyju hvaða 3 hluti myndir þú hafa með þér?
Hníf, vatn og skjól.

Besti matur sem þú hefur smakkað?
Hrossasteik sem var á matseðlinum á Vox.

Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Það er ómögulegt að svara þessari spurningu því þeir eru svo margir sem ég dáist að og lít upp til.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Ætli maður hefði ekki bara farið á sjó eða eitthvað.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Sigurbjörg Hannah, því hún er guðmóðir barnsins míns og góð vinkona.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið