Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Kristófer: „Er að „stasa“ á Amass í Kaupmannahöfn…“

Birting:

þann

Kristófer Hamilton Lord

Kristófer Hamilton Lord

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Barði skoraði á Kristófer að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fullt nafn:
Kristófer Hamilton Lord

Fæðingardagur og ár:
1. desember, 1992

Áhugamál:
Fjallgöngur, líkamsrækt og ég verð að segja borða góðan mat.

Maki og Börn:
Nei, bara kærustu!

Hvar lærðir þú?
Ég lærði matreiðslu á Fiskfélaginu.

Núverandi starf:
Er að „stasa“ á Amass í Kaupmannahöfn eins og er, en verð á Slippnum í eyjum í sumar!

Hvert er uppáhalds hráefnið þitt:
Rauðrófan er í miklu uppáhaldi akkúrat núna, en bygg koji verður alltaf númer eitt hjá mér.

Hversu lengi hefur þú unnið í eldhúsi?
Síðan ég var 16 ára, þannig það eru kominn 10 ár síðan.

Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Ég get verið svolítið óþolinmóður.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Gleymdi heillri önd inn í ofni og ofeldaði hana.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Erfið spurning, en það er held eg Mauro Calo Greco, cheffinn á Mirazur í Frakklandi.

Hvaða skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Búllan auðvitað, besti bitinn í bænum.

Hver er skrítnasta athugasemd sem þú hefur fengið inní eldhús:
Enginn krúttleg dýr.

Hversu mörgum keppnum hefur þú tekið þátt í?
Hef tekið þátt í nokkrum, en þau helstu voru Matreiðslunemi ársins 2011, og þar af leiðandi Matreiðslunemi Norðurlanda og þar fengum við 3ja sætið. Svo var það Kokkur ársins 2015 og lenti þar í 3-4 sæti. Annars hef ég verið búsettur í Kaliforníu s.l. 3 árin, þannig maður hefur ekki tekið þátt lengi.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
19 tíma vakt í Þveránni eitt sumarið, það var VIP holl.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Vita preppinn eða djús vélin.

Besti matur sem þú hefur smakkað?
Tasting menu á Saison í San Francisco var truflaður.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Klárlega lífrænn grænmetis bóndi, með nokkrar geitur og kjúklinga.

Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Erfitt val, en Gísli Mattías er uppáhalds. Hann er að gera svo góða hluti fyrir Íslensku matarmenninguna.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Viktor Már Snorrason tekur við því hann er nettasti kokkurinn á landinu.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið