Vertu memm

Frétt

Hver er James Beard?

Birting:

þann

James Andrew Beard

James Andrew Beard

James Andrew Beard fæddist þann 5 maí 1903 í Portland, Oregon og voru foreldrar hans Elizabeth og John Beard. Móðir hans var mikil áhugamanneskja um mat og matarmenningu og rak hún gistihús. Faðir hans vann sem tollafgreiðslumaður í Portland. Á sumrin vörðu þau miklum tíma við ströndina í bænum Gerhart, Oregon, og fiskuðu, veiddu skelfisk og tíndu vilt ber og elduðu úr öðru því sem náttúran gaf þeim.

Eftir stutta skyldunám við Reed háskólann í Portland árið 1923 fór Beard með leiklistarhóp í ferð um landið og erlendis. Hann stundaði nám erlendis í nokkur ár og lærði leiklist, en kom aftur til Bandaríkjanna árið 1927. Hann reyndi að komast í leiklistina eða kvikmyndaiðnaðinn í nokkurn tíma, en um 1935 vantaði honum fastar tekjur við hinar ábótasömu tekjur sem hann hafði af leiklistinni og stofnaði veisluþjónustu. Hann stofnaði smárétta-veisluþjónustu sem hann kallaði „Hors d’Oeuvre Inc & Canapés“ árið 1940, og varð síðar „Cooking it Outdoors“ árið 1942, sem var fyrsta alvöru útieldhús.

Beard varði stríðsárunum að hluta í dulmálsvísindi en aðallega með Sameinuðu-sjómannaþjónustunni með því að setja upp sjóliða mötuneyti í Puerto Rico, Rio de Janeiro, Marseilles og Panama.

Þegar hann kom aftur til New York árið 1945, sökkti hans sér í matargerðarlistina. Frá 1945 til 1955 gaf hann út bækurnar „Fowl og Game Cookery“,“The fireside Cookbook“, „Paris Cuisine“, „James Beard’s Fish Cookery“, „How to Eat Better for Less Money“ ( með Sam Aaron frá Sherry-Lehmann vínbúiðinni), „The Complete Book of Outdoor Cookery“ (með Helen Evans Brown), og „The Casserole Cookbook“. Hann kom fram í sjónvarpi í hans eigin þætti sem var fyrst matreiðsluþáttur á NBC árið 1946, og síðar í fjölmörgum öðrum þáttum í bæði sjónvarpi og útvarpi. Hann skrfiaði fróðlegar greinar í Woman’s Day, Gourmet, og House and Garden, starfaði sem ráðgjafi fyrir marga veitingahúsaeigendur og matvælaframleiðendur, auk þess að reka sinn eigin veitingastað við Nantucket. Hann var í brennidepli Amerískar matargerðarlistar.

Árið 1955 stofnaði hann „The James Beard Cooking Scool. Hann hélt áfram að kenna matreiðslu næstu 30 árin bæði við skólana sína (í New York og Seaside, Oregon) og um allt land í klúbbum, skólum og á öðrum stöðum. Hann var þreitulaus ferðamaður og kynnti ferskt, hollt og gott hráefni og matargerðarlist fyrir þjóð sinni sem var fyrst þá að uppgvöta matargerðarhefð landsins.

Hann hélt einnig áfram að skrifa matreiðslubækur sem flestar urðu mjög virtar og eru margar enn til og notaðar eins og „The James Beard Cookbook“ (1959), „James Beard’s Treasury of Outdoor Cooking“ (1960), „Delights and Prejudices“ (1964), „James Beard’s menus for Entertaining“ (1965), James Beard’s American Cookery“ (1972), „Beard on Bread“ (1973), „Beard on Food“ (1974), „James Beard’s Theory and Practice of Good Cooking“ (1977), „The new James Beard“ (1981), og „Beard on Pasta“ (1983).

Þegar James Beard dó, 82 ára að aldri, þann 21 janúar 1985, skildi hann eftir sig mikinn arf matargerðarlistar til næstu kynslóða matreiðslumanna, húsmæðra og allra áhugamanna um matargerðarlist. Hann hefur verið titlaður faðir Amerískar matargerðarlistar og nafn hans verður hillt það sem eftir er.

Í dag er sérstök verðlaunaathöfn haldin árlega sem mætti líkja við „Óskar“ veitingamanna og ber nafnið „The James Beard Awards“ þar sem veitingamönnum þeim sem þykja hafa skarað fram úr á árinu eru heiðraðir og veitt verðlaun fyrir árangur sinn.

Heimild: www.jamesbeard.org

Elvar Örn Reynisson – mars 2002

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið