Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn

Birting:

þann

Kryddmarkaður

Kryddmarkaður

Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.

Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.

Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.

Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.

Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.

Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.

Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.

Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.

Za’atar uppskrift – Kryddblanda

Mynd: úr safni

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið