Vertu memm

Áhugavert

Hvað er súkkat?

Birting:

þann

Skráp sítróna

Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.

Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.

Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate. Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.

Heimildir:
Orðabanki Íslenskrar málstöðvar
Citron hjá NewCROP, Purdue-háskóla
Celebrate Sukkot
Vísindavefurinn

Mynd: úr safni

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected] Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Lesa meira
Auglýsingapláss

Áhugavert

Bragðmikið og litríkt ferðalag – Vegan hlaðborð á Grand Hótel Reykjavík

Birting:

þann

Vegan hlaðborð á Grand Hóteli

Í tilefni alþjóðlega veganmánaðarins hefur veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hotel  Reykjavík undanfarna viku boðið upp á veganrétti á matseðli sínum, auk þess sem  einnig er á boðstólum vegan hlaðborð bæði í hádeginu og kvöldin og ekki eru sömu réttir í hádeginu og kvöldin.

Hvatningin að því að setja upp þetta hlaðborð, er að nú er alþjóðlegi veganmánuðurinn sem er janúar 2020. Samtök grænkera á íslandi  í samstarfi við Veganvary sem er stærsta alþjóðlega hreyfingin sem hvetur fólk til að gerast Vegan í janúar og helst allt árið.  Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti veganfæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Eftir jólamánuðinn kílóum þyngri á líkama og sál er tilvalið að stíga út fyrir dyrnar og horfa í átt að breytingum á lífsstíl og hugmyndaræði, t.d. gefst Þeim sem er annt um lífríkið, kostur á að sjá og upplifa öðruvísi matargerð og að það er líf eftir að dýraafurðum sleppir, meira að segja spennandi líf.

Eins og margir hef ég reynt nokkrum sinnum að taka út dýraafurðir úr fæðinu, en alltaf fallið í sama farið, bragð af osti, mjólkursúkkulaði eða rjómaís kallaði alltaf fram uppgjöf. Og hvernig átti að elda máltíð úr grænmeti eingöngu?

Nú aftur á móti eftir að hafa mætt á Grand Hotel er viðhorfið mun bjartsýnna. Innkoman var glæsileg og hlaðborðið sérlega aðlaðandi og freistandi.. móttökurnar ánægjulegar.

Vegan hlaðborð á Grand Hóteli

Úlfar Finnbjörnsson

Það var augljóst að þarna voru listamenn að störfum, bæði hvað varðar réttina og fallegar skreytingar á borði, en matreiðslumenn eru þekktir fyrir að vera hugmyndaríkir og hugrakkir þegar kemur að matargerð.  Þarna í fararbroddi fer yfirmatreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sem þekktur er fyrir áhuga sinn á að nota jurtir og grænmeti í rétti sína, en hann hefur hann um árabil stundað sjálfur grænmetisræktun og týnt jurtir um landið.

Vegan hlaðborð á Grand Hóteli

Rauðrófu wellingon

Upplifunin af að horfa og borða  var uppljómun, það er þá hægt að vera vegan!  Bara hugrekki, gleði og hugmyndaauðgi!  Úlfar talar um frelsi í matargerð og bar  hlaðborðið vitni um það,  rauðrófu wellingon, döðlubuff og bakaður fenell, bakað blómkál og  úrval af ótrúlegum gómsætum grænmetisréttum.  Þá var hlaðborðið fallega skreytt með íslenskum greinum og blómum.

Eftirréttarborðið var heimur út af fyrir sig, kom virkilega á óvart hve ljúffengar kökur úr veganríkinu geta verið ljúffengar og bragðgóðar og skilja eftir góða tilfinningu að hafa ekki innihaldið neitt úr dýraríkinu.

Virkilega spennandi veisla fyrir veganúa og okkur sem hafa ekki þorað að stíga skrefið til fulls. Óttinn við að vegan fæði sé einhæft leiðinlegt, bragðdauft og fráhrindandi gufaði upp, og í staðinn kom þessi tilfinning að maðurinn gæti  ef til  vill átt framtíð í vændum, þar sem virðing og þakklæti fyrir auðlegð  lífríkis jarðar komi í stað græðgi og misnotkun

Bestu þakkir fyrir þetta bragðmikla og litríka ferðalag á Grand Hotel.

Texti: Kristín Garðarsdóttir
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Lesa meira

Áhugavert

Þessir veitingastaðir opnuðu á árinu 2019

Birting:

þann

Veitingastaður

Að fylgjast með öllum nýju veitingastöðunum sem opnuðu á síðasta ári hefur verið erfitt enda greinilegt vinsælt að opna veitingastaði á árinu sem var að líða.

Hér fyrir neðan er listi (listinn er ekki tæmandi) yfir þá veitingastaði sem opnuðu á árinu 2019 á Íslandi og einnig íslenskir fagmenn úr veitingabransanum sem opnuðu veitingastaði erlendis:

Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum

Nýr veitingastaður opnar – Teppanyaki í fyrsta sinn á Íslandi

O´Learys breytist í Sport & Grill heimavöllur Ella

Skúrinn flytur og Skipperinn opnar

Jungle opnar í miðbænum – Jónas Heiðarr: „þetta verður skemmtilegasti kokteilbar landsins“

Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi

Matarhjallinn opnar bráðlega

Kurdo Kebab er nýr veitingastaður á Akureyri

Reykjavík fish opnar nýtt útibú

Dill opnar að nýju á Laugavegi 59

Þórarinn bakari opnar veitingastað

Simmi Vill breytir banka í veitingastað

Vitinn mathús opnar á Akureyri

Axel opnar níunda staðinn í miðausturlöndunum

Íslenskur yfirmatreiðslumaður og meðeigandi á nýjum veitingastað í Noregi

Matstöðin opnar á Höfðabakka

Gló Engjateig opnar á ný – Myndir – Flottur og girnilegur Gló matseðill

Stökk er nýr veitingastaður á Laugaveginum

Centrum Kitchen & Bar er nýr veitingastaður í göngugötunni á Akureyri

Elías kokkur opnar litríkan Tacobíl í Reykjanesbæ – Allt seldist upp á fyrsta degi

Nýr veitingastaður á Selfossi – Skyndibitastaður í hollari kantinum

RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði

Hofland Eatery er nýr veitingastaður í Hveragerði

Almar bakari opnar nýtt bakarí og kaffhús á Selfossi

Nýr veitingastaður á Laugavegi 178

Nýr hamborgarastaður opnar í september

Verksmiðjan á Akureyri opnar formlegra í dag – Myndir

Þriðji Lemon veitingastaðurinn á norðurlandi opnar

Ís-listasafn og bar opnar á Laugaveginum

Nýr og glæsilegur veislusalur opnar í Grindavík

Bergsson taco by night opnar formlega – Alvöru upplifun fyrir bragðlaukana

Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur

Nýr veitingastaður í Hveragerði

Laundromat enduropnað

Bæjarins Beztu Pylsur opnar loksins á Akureyri

Nýr Kore staður í Kringlunni

Nýr skandinavískur veitingastaður á Spáni – Einar býður upp á skandinavískan mat í bland við spænskan

Nýtt hótel í Borgarfirðinum

Kári Þorsteins til Egilsstaða – Opnar veitingastað í Nielsenshúsinu

Smurstöðin hættir og nýr veitingastaður tekur við

Eiriksson Brasserie opnar formlega

Opna fjórða veitingastaðinn

Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Mathöll Höfða – framkvæmdum miðar vel áfram – Myndir

Nýr Lemon veitingastaður opnar á Akureyri

Systir er nýr veitingastaður á Hverfisgötu 12

 

Lesa meira

Áhugavert

Skemmtilegt viðtal við Agga í nýjum þætti Máltíðar

Birting:

þann

Agnar Sverrisson, matreiðslumaður og eigandi Michelin-veitingastaðarins Texture í London

Agnar Sverrisson, matreiðslumaður og eigandi Michelin-veitingastaðarins Texture í London

Agnar Sverrisson, matreiðslumaður og eigandi Michelin-veitingastaðarins Texture í London er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í nýjum þætti Máltíðar. Aggi, eins og hann er alltaf kallaður, á sér merkilega sögu þó ungur sé. Hann byrjaði sem nemi á Hótel Sögu fyrir tilstilli afa síns, Agnars Guðnasonar, ráðunautar sem starfaði hjá Búnaðarfélaginu. Ekki var áhuginn mikill í fyrstu en árið 1992 fékk Aggi hugljómum sem varð til þess að hann ákvað að í framtíðinni skyldi hann opna veitingastað í London.

„Ég sagði við sjálfan mig að til þess að geta opnað veitingastað í London þyrfti ég að hysja upp um mig brækurnar þannig að ég fór að vinna að því leynt og ljóst að reyna að hafa áhuga. Síðan ákvað ég að taka þetta alla leið og verða bestur í þessu.“ Aggi stóð við orð sín og útskrifaðist með prýðiseinkunnir úr Hótel- og veitingaskólanum skömmu síðar.

21 árs yfirkokkur á Grillinu

Aggi segir m.a. frá því í viðtalinu þegar hann fór fyrst til starfa á erlendri grundu en var svo kallaður heim til þess að taka við sem yfirkokkur í Grillinu aðeins 21 árs gamall. Sú vist endaði raunar snögglega þegar hann var rekinn fyrir miður góð mannleg samskipti.

„Ég hélt að ég kynni allt saman og væri heldur betur tilbúinn í þetta. Eftir á að hyggja áttar maður sig á því að maður var alltof, alltof ungur að taka við sem yfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu. Ég var síðar rekinn með skömm og látinn taka pokann minn „med det samme“. Það var dáldið erfitt,“ segir Aggi.

Glæstur ferill í London

Þegar Agnar fór til starfa hjá Raymond Blanc má segja að ferill hans hafi tekið stökk fram á við. Kynni hans við þennan heimsþekkta kokk leiddu ýmislegt gott af sér og segir Aggi frá því að hann eigi honum allt að þakka. „Þarna lærði maður hluti sem maður hafði aldrei séð eða heyrt áður.“

Of mikið notað af salti og sósum

Hafliði spyr Agnar út í álit hans á íslenska veitingageiranum og Aggi liggur ekki á skoðun sinni í þeim efnum fremur en öðrum.

„Það er margt rosa jákvætt. Það er gaman að sjá flotta skyndibita- og streetfoodstaði. Mikið í gangi í því. Fullt af góðum stöðum en ég veit ekki hvað það er, mér finnst alltaf þegar ég kem til Íslands, þó ég fari á fína staði, af því að við eigum svo gott hráefni, þá finnst mér þeir nota alltof mikið af sósum og purréum og gera hlutina alltof flókna. Við eigum að hafa þetta einfaldara. Aðalatriðið, sem er annað hvort kjötið eða fiskurinn, verður að fá að njóta sín betur. Það á ekki að drekkja þessu í sósu,“ segir Aggi sem finnst líka að matreiðslumenn hérlendis noti alltof mikið af salti.

„Mér finnst mjög algengt að maturinn sé alltof saltur og jafnvel sykraður líka. Þetta er dálítið sérstakt. Ég segi alltaf að það sé alltaf hægt að bæta við ef gesturinn vill meira salt. Þá biður hann um meira salt og yfirleitt er nú salt á borðinu líka,“ segir Aggi og bætir við að honum finnist vínlistar á íslenskum veitingahúsum ansi keimlíkir.

„Það virðist vera alveg sama hvaða stað ég fer á, mér finnst ég alltaf vera á sama staðnum! Það eru allir með sömu vínin!“

Viðtalið við Agnar Sverrisson má nálgast í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir nafni þáttarins Máltíð.

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Tefélagið 27.01.2020
    Tefélagið | í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Þættirnir Í Fljótandi Formi eru ósjálfrátt búnir að skapa sér sinn eigin farveg. Í þáttunum fær Viceman til sín fólk úr öllum áttum, frumkvöðla, framleiðendur eða aðra spekúlanta sem eiga það sameiginlegt að vilja spjalla um áhugaverðar veigar í fljótandi formi. Eftir þáttinn með þeim […]
  • Dominique Plédel Jónsson 23.01.2020
    Dominique | Vínkaraflan Happy Hour með The Viceman Það búa fáir á Íslandi yfir jafn mikilli þekkingu á vínum eins og Dominique sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands. Þegar maður talar við hana er ekki að heyra á máli hennar að hún sé af erlendum uppruna sem gefur þér fyrstu vísbendinguna um að […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag