Vertu memm

Greinasafn

Hundakjötsát í Suður-Kóreu

Birting:

þann

Nú er Hm í Knattspyrnu haldið í Suður-Kóreu og undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að Suður-Kóreumenn leggi sér hundakjöt til munns. Skoðanir hins vestræna almúga á þessu máli hafa nú þegar litið dagsins ljós og flestir eru auðvitað á móti hundaáti enda hefur hundurinn hingað til verið talinn besti vinur mannsins í hinum vestræna heimi. Hingað til hefur hinn vestræni heimur sett ýmsar siðferðislegar reglur um hvað sé siðlegt og hvað siðlaust og er hundaát í hinum síðarnefnda flokki og hefur verið síðan maðurinn uppgvötaði veiðihundinn.

Ekki hef ég hugsað mér að leggja hundakjöt mér til munns, að minnsta kosti ekki á næstunni, en ég ætla ekki að banna öðrum að borða það sem þeir vilja, eða skipta mér að því á nokkurn hátt.

Við skulum ekki gleyma því að við eigum nokkuð sterka matargerðarhefð og fyrst skal nefna sviðahausa, en það hefur verið gagnrýnt að við leggjum okkur haus af kindum til munns.
Mér finnst að hundaeigendur ættu ekki að örvænta því hundarnir í Suður-Kóeru eru sjálfsagt ræktaðir líkt og kindur á Íslandi og slátrað á viðeigandi hátt, ég geri í það minnsta ekki ráð fyrir því að Suður-Kóreumenn geri sér ferð til vesturlanda til að veiða hunda í görðum hjá fólki.

Elvar Örn Reynisson – maí 2002
 
 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið