Vertu memm

Uppskriftir

Hummus og Naan brauð – Uppskriftir

Birting:

þann

Hummus og Naan brauð

Hummus og Naan brauð

Hummus

2 bollar kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif söxuð
1 msk Tahini
1/3 tsk cumin
Klípa cayennepipar
1 lime safi og ze
Smakka til með salti

Aðferð:

Allt í matvinnsluvél og blandað vel þar til kremað.

Naan brauð

2 bollar hveiti (hvernig hveiti sem we)
2 msk hrásykur
2 tsk ger
3/4 bolli volgt vatn (37 gráður)
1/2 tsk sjávarsalt
4 msk hreint vegan jógúrt
2 msk ólívuolía

Aðferð:

Setjið gerið og sykurinn í volgt vatn og blandið vel.
Látið standa á heitum stað í 20 mínútur
Bætið öllu öðru í og hnoðið vel saman.
Látið hefast í 60 mínútur.
Gerið 40-50 gr kúlur og fletjið út með kökukefli.
Steikið á pönnu eða grillið.

Ágúst Már Garðarsson

Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Sterk kjúklingasúpa

Birting:

þann

Sterk kjúklingasúpa

Sterk kjúklingasúpa

Fyrir ca 6.

4 st kjúklingabringur
3 msk olía
1 st rauðlaukur skorinn
150 gr gulrætur skornar
1 st paprika skorinn
4 st hvítlauksgeirar maukaðir
100 gr tómatpúrra
1 ltr vatn
500 gr maukaðir tómatar
100 gr hot salsa
2,5 dl rjómi
200 gr rjómaostur
200 gr rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
½ tsk chili krydd
1 tsk karrý
2 tsk grænmetiskraftur

Aðferð
Kjúklingabringurnar kryddaðar og settar í ofninn á 170 gráður í ca 30 mín. Olían sett í pott ásamt lauk, papriku og gulrótum og látið mýkjast ásamt kryddi.

Tómatpúrrra, grænmetisteningum og vatni bætt útí ásamt maukuðu tómötum og salsa. Hitinn lækkaður og rjómanum ásamt rjómaosti bætt út í og osturinn leystur upp. Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og bætt út í ásamt soði af kjúklingabringum.

Gott er að hafa með þessu sýrðan rjóma, rifinn ost og Doridos.

Verði ykkur að góðu.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Lesa meira

Uppskriftir

Gulrótarsúpa með anis og hvítlauk

Birting:

þann

Gulrótarsúpa

Gott er að hafa ýmis meðlæti með í súpuna, ætilþyrsla, spínat, blaðlauk svo fátt eitt sé nefnt

600 gr afhýddar gulrætur
600 ml grænmetis eða kjúklingasoð
2 stk stjörnuanis
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
200 ml kókosmjólk
100 ml rjómi
Salt og pipar
1 tsk karrý
50 ml ólífuolía

Allt grænmeti er skorið gróft niður og svitað í olíunni. Kryddað til með karrý, salti og pipar. Soði er bætt við og soðið rólega saman í 30 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjóma, kókos og anisstjörnu saman við og látið sjóða rólega í 15 mínútur.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Sveppasósa – Uppskrift af klassískri sveppasósu

Birting:

þann

Sveppir

200 gr sveppir í bitum
50 gr smjör
Svartur mulinn pipar
1 msk dijonsinnep
250 ml rjómi
150 ml kjötsoð eða teningur og vatn
Salt og hvítur pipar

Sveppirnir eru steiktir vel í smjörinu og kryddað til með svörtum pipar. Öllu öðru er blandað saman við og látið sjóða rólega í 20-30 mínútur. Kryddað til og þykkt ef þurfa þykir með smjörbollu (smjör og hveiti).

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið